Það er nú orðið ljóst að einn rússneskur íþróttamaður verður með í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna þó svo alþjóða frjálsíþróttasambandið hafi sett alla rússneska frjálsíþróttamenn í bann frá leikunum.
Það er langstökkvarinn Darya Klishina sem hefur fengið leyfi til þess að keppa. Hún áfrýjaði banninu til íþróttadómstólsins í Sviss og það bar árangur.
Aðstæður hennar eru aðrar en hjá löndum hennar. Hún hefur nefnilega verið að gangast undir lyfjapróf í Bandaríkjunum og ku ekki hafa komið nálægt skipulagða svindlinu í heimalandinu.
Hin 25 ára gamla Klishina varð í tíunda sæti á HM á síðasta ári.
Einn Rússi fær að taka þátt í frjálsíþróttakeppninni
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið





„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

„Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“
Íslenski boltinn


Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“
Íslenski boltinn

