Elda veislumáltíðir fyrir hina fátæku í Ríó úr ólympíuafgöngum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. ágúst 2016 11:29 Massimo Bottura er til hægri. Vísir/Getty Hópur alþjóðlegra kokka hefur tekið sig saman og sett saman veitingastað í grennd við ólympíuþorpið í Ríó þar sem þeir nota mat sem ætlaður er íþróttaköppunum á Ólympíleikunum en verður afgangs eða myndi ella fara til spillis. Markmið kokkanna er að fæða þá sem minna mega sín og líða skort í einni stærstu borg Brasilíu. Ítalski kokkurinn Massimo Bottura fer fyrir hópnum en hann rekur m.a. veitingastaðinn Osteria Francescana í Modena á Ítalíu sem nýverið var valinn heimsins besti veitingastaður. Hann segir að markmið kokkanna sé að framreiða fimm þúsund veislumáltíðir á dag úr matvælum sem færu annars í ruslið eða er ekki hægt að nýta til þess að fæða hina átján þúsund þáttakendur á Ólympíuleikunum.Fjallað er ítarlega um veitingastaðinn á vef Independent og þar kemur fram að kokkarnir taki meðal annars á móti afmynduðum ávöxtum og kartöflum sem annars eru í góðu lagi en eru ekki talin hæfa bestu íþróttamönnum heims. Segir í greininni að Bottura hafi lent í vandræðum strax fyrsta daginn því að í fyrstu sendingunni af matarafgöngum frá ólympíuþorpinu hafi leynst svo mikið af matvælum að ekki var pláss fyrir allt saman á veitingastaðnum.Veitingastaðurinn er í miðbæ Rio de Janiero og segir Bottura að markmiðið sé ekki bara að fæða þá sem þurfi á því að halda heldur einnig að veita þeim mannlega reisn á nýjan leik „Við viljum að fólk labbi hér inn og segi „Vá, er þetta fyrir okkur“. Við viljum að þeir geti upplifað hvernig matur getur verið og við erum búin að upplifa það hér á hverjum degi,“ sagði Bottura í samtali við blaðamann Independent. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi er matreiðslan glæsileg og útkoman girnileg en Bottura og félagi hans, brasilíski kokkurinn David Hertz, gagnrýna skipulagsnefnd Ólympíuleikana og Alþjóðaólympíunefndina fyrir að hafa ekki viljað taka þátt í verkefninu. „Það hafði enginn áhuga á þessu, það var ekkert,“ segir Hertz en það var ekki fyrr en rætt var sérstaklega við fyrirtækið sem sér um matreiðsluna í ólympíuþorpinu að hjólin fóru að snúast. Vonast þeir félagar til þess að framtakið verði til þess að vekja athygli á óþarfa matareyðslu. Markmiðið er að veitingastaðurinn geti svo staðið á eigin fótum eftir að Ólympíuleikunum lýkur. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Ólympíuþorpið á gröfum þræla Afkomendur þræla ásaka byggingaverktaka um að hafa eyðilagt fornleifar með því að byggja húsnæði fyrir blaðamenn ofan á fjöldagröf afrískra þræla. 6. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Hópur alþjóðlegra kokka hefur tekið sig saman og sett saman veitingastað í grennd við ólympíuþorpið í Ríó þar sem þeir nota mat sem ætlaður er íþróttaköppunum á Ólympíleikunum en verður afgangs eða myndi ella fara til spillis. Markmið kokkanna er að fæða þá sem minna mega sín og líða skort í einni stærstu borg Brasilíu. Ítalski kokkurinn Massimo Bottura fer fyrir hópnum en hann rekur m.a. veitingastaðinn Osteria Francescana í Modena á Ítalíu sem nýverið var valinn heimsins besti veitingastaður. Hann segir að markmið kokkanna sé að framreiða fimm þúsund veislumáltíðir á dag úr matvælum sem færu annars í ruslið eða er ekki hægt að nýta til þess að fæða hina átján þúsund þáttakendur á Ólympíuleikunum.Fjallað er ítarlega um veitingastaðinn á vef Independent og þar kemur fram að kokkarnir taki meðal annars á móti afmynduðum ávöxtum og kartöflum sem annars eru í góðu lagi en eru ekki talin hæfa bestu íþróttamönnum heims. Segir í greininni að Bottura hafi lent í vandræðum strax fyrsta daginn því að í fyrstu sendingunni af matarafgöngum frá ólympíuþorpinu hafi leynst svo mikið af matvælum að ekki var pláss fyrir allt saman á veitingastaðnum.Veitingastaðurinn er í miðbæ Rio de Janiero og segir Bottura að markmiðið sé ekki bara að fæða þá sem þurfi á því að halda heldur einnig að veita þeim mannlega reisn á nýjan leik „Við viljum að fólk labbi hér inn og segi „Vá, er þetta fyrir okkur“. Við viljum að þeir geti upplifað hvernig matur getur verið og við erum búin að upplifa það hér á hverjum degi,“ sagði Bottura í samtali við blaðamann Independent. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi er matreiðslan glæsileg og útkoman girnileg en Bottura og félagi hans, brasilíski kokkurinn David Hertz, gagnrýna skipulagsnefnd Ólympíuleikana og Alþjóðaólympíunefndina fyrir að hafa ekki viljað taka þátt í verkefninu. „Það hafði enginn áhuga á þessu, það var ekkert,“ segir Hertz en það var ekki fyrr en rætt var sérstaklega við fyrirtækið sem sér um matreiðsluna í ólympíuþorpinu að hjólin fóru að snúast. Vonast þeir félagar til þess að framtakið verði til þess að vekja athygli á óþarfa matareyðslu. Markmiðið er að veitingastaðurinn geti svo staðið á eigin fótum eftir að Ólympíuleikunum lýkur.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Ólympíuþorpið á gröfum þræla Afkomendur þræla ásaka byggingaverktaka um að hafa eyðilagt fornleifar með því að byggja húsnæði fyrir blaðamenn ofan á fjöldagröf afrískra þræla. 6. ágúst 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Ólympíuþorpið á gröfum þræla Afkomendur þræla ásaka byggingaverktaka um að hafa eyðilagt fornleifar með því að byggja húsnæði fyrir blaðamenn ofan á fjöldagröf afrískra þræla. 6. ágúst 2016 07:00