Mercedes birtir myndir af Maybach 6 Finnur Thorlacius skrifar 18. ágúst 2016 09:53 Mercedes Benz hefur á síðustu dögum verið að senda frá sér skýrari og skýrari myndir af lúxustilraunabíl sínum, Mercedes Maybach 6 sem fyrirtækið ætlar að sýna á Pebble Beach bílasýningunni í Bandaríkjunum sem hefst eftir 3 daga. Á þessum myndum má sjá að um afar langan og óvenjulegan bíl er að ræða og hann er með einkar framúrstefnulegri innréttingu. Ekkert er vitað um drifrás bílsins, eða hreinlega nokkuð annað, nema að hann er með vængjahurðum. Það mun væntanlega koma í ljós um helgina þegar sýningin í Pebble Beach hefst. Þangað til er einungis hægt að dásama þessar löngu og mjúku lúnur bílsins. Hvort að þessi bíll fer nokkurntíma í framleiðslu er óvitað, en hér er væntanlega um að ræða tilraunabíl sem meiningin er að fá viðbrögð við.Afar framúrstefnuleg innrétting er í bílnum.Mercedes Maybach 6 er með vængjahurðum.Nokkuð rennilegt kvikindi hér á ferð. Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent
Mercedes Benz hefur á síðustu dögum verið að senda frá sér skýrari og skýrari myndir af lúxustilraunabíl sínum, Mercedes Maybach 6 sem fyrirtækið ætlar að sýna á Pebble Beach bílasýningunni í Bandaríkjunum sem hefst eftir 3 daga. Á þessum myndum má sjá að um afar langan og óvenjulegan bíl er að ræða og hann er með einkar framúrstefnulegri innréttingu. Ekkert er vitað um drifrás bílsins, eða hreinlega nokkuð annað, nema að hann er með vængjahurðum. Það mun væntanlega koma í ljós um helgina þegar sýningin í Pebble Beach hefst. Þangað til er einungis hægt að dásama þessar löngu og mjúku lúnur bílsins. Hvort að þessi bíll fer nokkurntíma í framleiðslu er óvitað, en hér er væntanlega um að ræða tilraunabíl sem meiningin er að fá viðbrögð við.Afar framúrstefnuleg innrétting er í bílnum.Mercedes Maybach 6 er með vængjahurðum.Nokkuð rennilegt kvikindi hér á ferð.
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent