Mercedes birtir myndir af Maybach 6 Finnur Thorlacius skrifar 18. ágúst 2016 09:53 Mercedes Benz hefur á síðustu dögum verið að senda frá sér skýrari og skýrari myndir af lúxustilraunabíl sínum, Mercedes Maybach 6 sem fyrirtækið ætlar að sýna á Pebble Beach bílasýningunni í Bandaríkjunum sem hefst eftir 3 daga. Á þessum myndum má sjá að um afar langan og óvenjulegan bíl er að ræða og hann er með einkar framúrstefnulegri innréttingu. Ekkert er vitað um drifrás bílsins, eða hreinlega nokkuð annað, nema að hann er með vængjahurðum. Það mun væntanlega koma í ljós um helgina þegar sýningin í Pebble Beach hefst. Þangað til er einungis hægt að dásama þessar löngu og mjúku lúnur bílsins. Hvort að þessi bíll fer nokkurntíma í framleiðslu er óvitað, en hér er væntanlega um að ræða tilraunabíl sem meiningin er að fá viðbrögð við.Afar framúrstefnuleg innrétting er í bílnum.Mercedes Maybach 6 er með vængjahurðum.Nokkuð rennilegt kvikindi hér á ferð. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent
Mercedes Benz hefur á síðustu dögum verið að senda frá sér skýrari og skýrari myndir af lúxustilraunabíl sínum, Mercedes Maybach 6 sem fyrirtækið ætlar að sýna á Pebble Beach bílasýningunni í Bandaríkjunum sem hefst eftir 3 daga. Á þessum myndum má sjá að um afar langan og óvenjulegan bíl er að ræða og hann er með einkar framúrstefnulegri innréttingu. Ekkert er vitað um drifrás bílsins, eða hreinlega nokkuð annað, nema að hann er með vængjahurðum. Það mun væntanlega koma í ljós um helgina þegar sýningin í Pebble Beach hefst. Þangað til er einungis hægt að dásama þessar löngu og mjúku lúnur bílsins. Hvort að þessi bíll fer nokkurntíma í framleiðslu er óvitað, en hér er væntanlega um að ræða tilraunabíl sem meiningin er að fá viðbrögð við.Afar framúrstefnuleg innrétting er í bílnum.Mercedes Maybach 6 er með vængjahurðum.Nokkuð rennilegt kvikindi hér á ferð.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent