Heimsmethafinn kúkaði á sig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. ágúst 2016 16:06 Diniz var algjörlega að þrotum kominn er hann komst í mark. Hetjulegt eftir það sem á undan hafði gengið. Eitt undarlegasta atvik Ólympíuleikanna í Ríó kom í 50 kílómetra göngu karla í dag. Þar var meðal keppenda heimsmethafinn frá Frakklandi, Yohann Diniz. Það er óhætt að segja að þetta hafi ekki verið hans dagur. Eftir 49 mínútur af göngunni þá lenti Diniz í því óhappi að honum varð brátt í brók. Þrátt fyrir að hafa lent í þessu neyðarlega atviki þá hélt Diniz ótrauður áfram og kláraði gönguna á 3 tímum og 46 mínútum. Hann labbaði því með kúkinn í buxunum í tæpa þrjá klukkutíma. Það ber að hrósa Frakkanum á margan hátt. Fyrir að yfirstíga þessa hindrun og halda áfram. Líka fyrir það að hafa örmagnast eftir 22 kílómetra. Það leið yfir hann í brautinni og allir héldu að hann færi ekki lengra. Hann náði að safna vopnum sínum, standa upp og klára gönguna og endaði í sjöunda sæti eftir öll áföllin. Diniz var í raun aðeins sex mínútum á eftir Ólympíumeistaranum. Hann var aftur á móti algjörlega búinn á því er hann kom í mark og fór beint undir læknishendur. Diniz er þrefaldur Evrópumeistari og heimsmethafi eins og áður segir. Ólympíuleikarnir hafa þó verið honum erfiðir. Árið 2008 í Peking þá fékk hann í magann og gat ekki klárað gönguna. Fjórum árum síðan var honum vísað úr keppni og svo nú þetta í ár.Diniz verður lengi að jafna sig eftir þetta hlaup. Sjaldan maður sést eins örmagna og hann var í dag en þvílík frammistaða þrátt fyrir áföllin.vísir/getty Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Sjá meira
Eitt undarlegasta atvik Ólympíuleikanna í Ríó kom í 50 kílómetra göngu karla í dag. Þar var meðal keppenda heimsmethafinn frá Frakklandi, Yohann Diniz. Það er óhætt að segja að þetta hafi ekki verið hans dagur. Eftir 49 mínútur af göngunni þá lenti Diniz í því óhappi að honum varð brátt í brók. Þrátt fyrir að hafa lent í þessu neyðarlega atviki þá hélt Diniz ótrauður áfram og kláraði gönguna á 3 tímum og 46 mínútum. Hann labbaði því með kúkinn í buxunum í tæpa þrjá klukkutíma. Það ber að hrósa Frakkanum á margan hátt. Fyrir að yfirstíga þessa hindrun og halda áfram. Líka fyrir það að hafa örmagnast eftir 22 kílómetra. Það leið yfir hann í brautinni og allir héldu að hann færi ekki lengra. Hann náði að safna vopnum sínum, standa upp og klára gönguna og endaði í sjöunda sæti eftir öll áföllin. Diniz var í raun aðeins sex mínútum á eftir Ólympíumeistaranum. Hann var aftur á móti algjörlega búinn á því er hann kom í mark og fór beint undir læknishendur. Diniz er þrefaldur Evrópumeistari og heimsmethafi eins og áður segir. Ólympíuleikarnir hafa þó verið honum erfiðir. Árið 2008 í Peking þá fékk hann í magann og gat ekki klárað gönguna. Fjórum árum síðan var honum vísað úr keppni og svo nú þetta í ár.Diniz verður lengi að jafna sig eftir þetta hlaup. Sjaldan maður sést eins örmagna og hann var í dag en þvílík frammistaða þrátt fyrir áföllin.vísir/getty
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Sjá meira