Ráðgjafi Bush hyggst kjósa Clinton Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 1. ágúst 2016 21:42 Ef mjótt verður á munum milli Trump og Clinton í Flórída, fer atkvæði rótgróins ráðgjafa Bush fjölskyldunnar til Hillary Clinton. Vísir/Getty Sally Bradshaw, aðalráðgjafi Jeb Bush, hefur sagt sig úr Repúblikanaflokknum og hyggst vera óháð. Hún hefur jafnframt gefið út að ef mjótt er á munum í sínu heimafylki Flórída hyggst hún kjósa Hillary Clinton í stað Donald Trump. Bradshaw hefur lengi verið náin Bush og var aðalráðgjafi hans í forsetaslag Repúblikana. Hún er nú skráð utan flokka. Hún sagði jafnframt í viðtali við CNN að Repúblikanaflokkurinn standi á krossgötum eftir að hafa tilnefnt „sjálfsdýrkandi, kvenhatandi og fordómafullan mann.“ Sally Bradshaw hefur starfað fyrir repúblikana í um 28 ár en hún hóf feril sinn í forsetaframboði George H.W. Bush árið 1988. „Eins mikið og ég vil ekki fjögur ár í viðbót af stefnumálum Obama, get ég ekki horft í augun á börnum mínum og sagst hafa kosið Donald Trump. Ég get ekki kennt þeim að elska nágranna sinn og koma fram við aðra eins og þau vilja að komið sé fram við þau, og síðan kosið Donald Trump. Ég neita að gera það.“Aukin gagnrýni í garð Trump Ákvörðun Bradshaw kemur í kjölfar ágreinings vegna orða Trump í garð fjölskyldu fallinns hermanns sem lést við skyldustörf í Írak árið 2004. Bradshaw sagði ummæli Trump fyrirlitleg. „Trump gerði lítið úr konu sem fæddi son sem lést við að berjast fyrir Bandaríkin. Ef eitthvað, þá efldi það ákvörðun mína um að gerast óháður kjósandi,“ sagði hún. Bradshaw er ekki fyrsti repúblikaninn sem gagnrýnir Trump, en hingað til hefur enginn gengið svo langt að segja sig úr honum. Hún segist hafa íhugað ákvörðunina í nokkra mánuði og að lokum fengið endanlega nóg. Hún segist ekki vera viss um hvað hún muni kjósa en segir að ef mjótt sé á munum á milli Clinton og Trump í Flórída muni hún kjósa Clinton. „Þetta er tími þar sem við verðum að velja landið okkar yfir pólitísk stefnumál. Donald Trump má ekki verða forseti,“ segir Bradshaw. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja viðbrögð Trump við ræðu fallins hermanns mjög óviðeigandi Tim Kaine segir Donald Trump hafa reynt að gera skrípaleik úr harmi foreldranna sem ávörpuðu landsþing Demókrataflokksins. 31. júlí 2016 09:07 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Sally Bradshaw, aðalráðgjafi Jeb Bush, hefur sagt sig úr Repúblikanaflokknum og hyggst vera óháð. Hún hefur jafnframt gefið út að ef mjótt er á munum í sínu heimafylki Flórída hyggst hún kjósa Hillary Clinton í stað Donald Trump. Bradshaw hefur lengi verið náin Bush og var aðalráðgjafi hans í forsetaslag Repúblikana. Hún er nú skráð utan flokka. Hún sagði jafnframt í viðtali við CNN að Repúblikanaflokkurinn standi á krossgötum eftir að hafa tilnefnt „sjálfsdýrkandi, kvenhatandi og fordómafullan mann.“ Sally Bradshaw hefur starfað fyrir repúblikana í um 28 ár en hún hóf feril sinn í forsetaframboði George H.W. Bush árið 1988. „Eins mikið og ég vil ekki fjögur ár í viðbót af stefnumálum Obama, get ég ekki horft í augun á börnum mínum og sagst hafa kosið Donald Trump. Ég get ekki kennt þeim að elska nágranna sinn og koma fram við aðra eins og þau vilja að komið sé fram við þau, og síðan kosið Donald Trump. Ég neita að gera það.“Aukin gagnrýni í garð Trump Ákvörðun Bradshaw kemur í kjölfar ágreinings vegna orða Trump í garð fjölskyldu fallinns hermanns sem lést við skyldustörf í Írak árið 2004. Bradshaw sagði ummæli Trump fyrirlitleg. „Trump gerði lítið úr konu sem fæddi son sem lést við að berjast fyrir Bandaríkin. Ef eitthvað, þá efldi það ákvörðun mína um að gerast óháður kjósandi,“ sagði hún. Bradshaw er ekki fyrsti repúblikaninn sem gagnrýnir Trump, en hingað til hefur enginn gengið svo langt að segja sig úr honum. Hún segist hafa íhugað ákvörðunina í nokkra mánuði og að lokum fengið endanlega nóg. Hún segist ekki vera viss um hvað hún muni kjósa en segir að ef mjótt sé á munum á milli Clinton og Trump í Flórída muni hún kjósa Clinton. „Þetta er tími þar sem við verðum að velja landið okkar yfir pólitísk stefnumál. Donald Trump má ekki verða forseti,“ segir Bradshaw.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja viðbrögð Trump við ræðu fallins hermanns mjög óviðeigandi Tim Kaine segir Donald Trump hafa reynt að gera skrípaleik úr harmi foreldranna sem ávörpuðu landsþing Demókrataflokksins. 31. júlí 2016 09:07 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Segja viðbrögð Trump við ræðu fallins hermanns mjög óviðeigandi Tim Kaine segir Donald Trump hafa reynt að gera skrípaleik úr harmi foreldranna sem ávörpuðu landsþing Demókrataflokksins. 31. júlí 2016 09:07