Hver var Humayun Khan? Atli Ísleifsson skrifar 2. ágúst 2016 14:54 Foreldrar Humayun Khan ávörpuðu flokksþing demókrata á dögunum. Vísir/AFP Bandaríski hermaðurinn Humayun Khan, sem fórst í sprengingu í Írak árið 2004, hefur óvænt orðið að leikanda í baráttunni fyrir bandarísku forsetakosningarnar sem fram fara í nóvember. Foreldrar Khan ávörpuðu flokksþing Demókrataflokksins sem fram fór í Fíladelfíu á dögunum þar sem þau gagnrýndu Donald Trump, frambjóðanda repúlikana, og drógu í efa að hann hafi nokkurn tímann lesið stjórnarskrá Bandaríkjanna og spurðu hverju hann hefði fórnað fyrir Bandaríkin. Trump skaut síðar á móður Khan fyrir að hafa þagað á meðan á ræðu eiginmanns hennar stóð, og spurði spyrilinn hvort hún hefði mögulega ekki mátt taka til máls. Aðspurður um hverju hann hafi fórnað fyrir Bandaríkin svaraði Trump því meðal annars að hann hafi skapað mörg störf. Repúblikanar hafa margir harðlega gagnrýnt Trump fyrir viðbröðin.En hver var Humayun Khan? Humayun Khan var fæddur árið 1976 í Pakistan en fjölskylda hans fluttist til Bandaríkjanna tveimur árum eftir að hann kom í heiminn. Þau settust að í bænum Silver Spring í Maryland-ríki þar sem Humayun ólst upp ásamt tveimur bræðrum sínum.Mynd/BandaríkjaherÍ frétt BBC kemur fram að faðir hans, Khizr Khan, hafi lýst syni sínum sem barni með mikla föðurlandsást og að hann hefði dáðst að Thomas Jefferson. Á meðan hann hafi verið í gagnfræðiskóla hafi hann starfað sem sjálfboðaliði til að kenna fötluðum börnum að synda. Khan skráði sig í herinn eftir að hafa stundað nám í Virginíuháskóla, en faðir hans, sem starfar sem lögfræðingur, lagðist gegn áformunum. „Hann vildi gefa til baka. Það er það sem hann vildi gera,“ sagði faðir hans í samtali við Washington Post árið 2005. Khan útskrifaðist úr háskóla árið 2000 og starfaði svo innan hersins í fjögur ár. Var hann skipaður í stöðu kafteins (e. captain) innan hersins.Breytt áform eftir 11. september BBC greinir frá því að Khan hafi ætlað sér að fara í frekara laganám upp úr aldamótum, en hann hafi breytt áformum sínum eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001. Hann ákvað að starfa áfram innan hersins og var sendur til Íraks árið 2004.Khan er jarðaður í Arlington-kirkjugarði.Vísir/AFPÞar segir frá símtali í maí 2004 þar sem móðir hans minnist þess að hafa biðlað til hans að snúa aftur örugglega heim. „Auðvitað geri ég það. En mamma, þú verður að vita að ég hef skyldum að gegna gagnvart þessum hermönnum og ég get ekki skilið þá eftir varnarlausa,“ en hinn 27 ára Khan féll í sjálfsvígssprengjuárás manns um mánuði síðar. Humayun var staðsettur á Baqubah-herstöðinni, norðaustur af írösku höfuðborginni Bagdad, og eitt af verkefnum hans var hafa eftirlit með hermönnum við inngang herstöðvarinnar.Fórst í sprengjuárás Þann 8. júní 2004 var leigubíl keyrt á miklum hraða í átt að Khan og sveit hans. Khan fyrirskipaði sínum mönnum að hörfa og gekk sjálfur með hendurnar út í átt að leigubílnum, en skömmu áður en bíllinn náði Khan var bíllinn sprengdur í loft upp. BBC segir að Khan hafi með gjörðum sínum náð að bjarga lífi fjölda hermanna og hlaut hann viðurkenningarnar Purple Heart og Bronsstjörnu að sér gengnum. Hann er jarðaður í Arlington kirkjugarðinum, nærri Washington, en Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi demókrata, var ein þeirra sem sóttu útför Khan. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja viðbrögð Trump við ræðu fallins hermanns mjög óviðeigandi Tim Kaine segir Donald Trump hafa reynt að gera skrípaleik úr harmi foreldranna sem ávörpuðu landsþing Demókrataflokksins. 31. júlí 2016 09:07 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Bandaríski hermaðurinn Humayun Khan, sem fórst í sprengingu í Írak árið 2004, hefur óvænt orðið að leikanda í baráttunni fyrir bandarísku forsetakosningarnar sem fram fara í nóvember. Foreldrar Khan ávörpuðu flokksþing Demókrataflokksins sem fram fór í Fíladelfíu á dögunum þar sem þau gagnrýndu Donald Trump, frambjóðanda repúlikana, og drógu í efa að hann hafi nokkurn tímann lesið stjórnarskrá Bandaríkjanna og spurðu hverju hann hefði fórnað fyrir Bandaríkin. Trump skaut síðar á móður Khan fyrir að hafa þagað á meðan á ræðu eiginmanns hennar stóð, og spurði spyrilinn hvort hún hefði mögulega ekki mátt taka til máls. Aðspurður um hverju hann hafi fórnað fyrir Bandaríkin svaraði Trump því meðal annars að hann hafi skapað mörg störf. Repúblikanar hafa margir harðlega gagnrýnt Trump fyrir viðbröðin.En hver var Humayun Khan? Humayun Khan var fæddur árið 1976 í Pakistan en fjölskylda hans fluttist til Bandaríkjanna tveimur árum eftir að hann kom í heiminn. Þau settust að í bænum Silver Spring í Maryland-ríki þar sem Humayun ólst upp ásamt tveimur bræðrum sínum.Mynd/BandaríkjaherÍ frétt BBC kemur fram að faðir hans, Khizr Khan, hafi lýst syni sínum sem barni með mikla föðurlandsást og að hann hefði dáðst að Thomas Jefferson. Á meðan hann hafi verið í gagnfræðiskóla hafi hann starfað sem sjálfboðaliði til að kenna fötluðum börnum að synda. Khan skráði sig í herinn eftir að hafa stundað nám í Virginíuháskóla, en faðir hans, sem starfar sem lögfræðingur, lagðist gegn áformunum. „Hann vildi gefa til baka. Það er það sem hann vildi gera,“ sagði faðir hans í samtali við Washington Post árið 2005. Khan útskrifaðist úr háskóla árið 2000 og starfaði svo innan hersins í fjögur ár. Var hann skipaður í stöðu kafteins (e. captain) innan hersins.Breytt áform eftir 11. september BBC greinir frá því að Khan hafi ætlað sér að fara í frekara laganám upp úr aldamótum, en hann hafi breytt áformum sínum eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001. Hann ákvað að starfa áfram innan hersins og var sendur til Íraks árið 2004.Khan er jarðaður í Arlington-kirkjugarði.Vísir/AFPÞar segir frá símtali í maí 2004 þar sem móðir hans minnist þess að hafa biðlað til hans að snúa aftur örugglega heim. „Auðvitað geri ég það. En mamma, þú verður að vita að ég hef skyldum að gegna gagnvart þessum hermönnum og ég get ekki skilið þá eftir varnarlausa,“ en hinn 27 ára Khan féll í sjálfsvígssprengjuárás manns um mánuði síðar. Humayun var staðsettur á Baqubah-herstöðinni, norðaustur af írösku höfuðborginni Bagdad, og eitt af verkefnum hans var hafa eftirlit með hermönnum við inngang herstöðvarinnar.Fórst í sprengjuárás Þann 8. júní 2004 var leigubíl keyrt á miklum hraða í átt að Khan og sveit hans. Khan fyrirskipaði sínum mönnum að hörfa og gekk sjálfur með hendurnar út í átt að leigubílnum, en skömmu áður en bíllinn náði Khan var bíllinn sprengdur í loft upp. BBC segir að Khan hafi með gjörðum sínum náð að bjarga lífi fjölda hermanna og hlaut hann viðurkenningarnar Purple Heart og Bronsstjörnu að sér gengnum. Hann er jarðaður í Arlington kirkjugarðinum, nærri Washington, en Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi demókrata, var ein þeirra sem sóttu útför Khan.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja viðbrögð Trump við ræðu fallins hermanns mjög óviðeigandi Tim Kaine segir Donald Trump hafa reynt að gera skrípaleik úr harmi foreldranna sem ávörpuðu landsþing Demókrataflokksins. 31. júlí 2016 09:07 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Segja viðbrögð Trump við ræðu fallins hermanns mjög óviðeigandi Tim Kaine segir Donald Trump hafa reynt að gera skrípaleik úr harmi foreldranna sem ávörpuðu landsþing Demókrataflokksins. 31. júlí 2016 09:07
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent