Trump segir Obama hreina hörmung sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 3. ágúst 2016 12:24 Donald Trump kom fram á kosningafundi á mánudag, enda heldur kosningabaráttan áfram þangað til í nóvember. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, segir valdatíð Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa verið hreina hörmung og í raun versta forseta í sögu Bandaríkjanna. Obama hafi bæði verið veikburða og gagnslaus. Þetta sagði Trump í viðtali við Fox fréttastofuna, í kjölfar ummæla Obama, sem sagði Trump óhæfan til að gegna forsetaembættinu. Þá sagði Obama það sæta furðu að Repúblikanaflokkurinn hafi enn ekki látið af stuðningi við Trump. Ýmsir þungavigtarmenn innan flokksins hafa þó gagnrýnt Trump og neitað honum um stuðning sinn. Þeirra á meðal eru Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og þingmaður repúblikana, og John McCain, öldungadeildarþingmaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi repúblikanaflokksins. Trump hefur hins vegar svarað í sömu mynt og segist ekki ætla að styðja þá í næstu þingkosningum, sem fara fram í nóvember, en Ryan og McCain ætla báðir að fara fram. Þá hefur gagnrýni á hendur Trump komið víðar að, en Francois Hollande Frakklandsforseti sagði í gær að fari svo að Trump beri sigur úr býtum, muni það hafa áhrif á heiminn allan. Bætti hann því við að Trump valdi sér ógleði. Fylgissveiflur á milli frambjóðandanna tveggja, Trump og Hillary Clinton, hafa verið töluverðar að undanförnu. Clinton er þó á hraðri uppleið í könnunum, nú að loknu landsþingi flokkanna tveggja. Stuðningur við Trump minnkaði eftir landsþing repúblikanaflokksins en þar munar líklega mest um þegar hann fór að gera lítið úr fjölskyldu hermanns sem féll í Íraksstríðinu árið 2004. Fjölskyldan er íslamskrar trúar og hafa orð Trump í garð hennar verið mikið í fréttum vestanhafs síðustu daga. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira
Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, segir valdatíð Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa verið hreina hörmung og í raun versta forseta í sögu Bandaríkjanna. Obama hafi bæði verið veikburða og gagnslaus. Þetta sagði Trump í viðtali við Fox fréttastofuna, í kjölfar ummæla Obama, sem sagði Trump óhæfan til að gegna forsetaembættinu. Þá sagði Obama það sæta furðu að Repúblikanaflokkurinn hafi enn ekki látið af stuðningi við Trump. Ýmsir þungavigtarmenn innan flokksins hafa þó gagnrýnt Trump og neitað honum um stuðning sinn. Þeirra á meðal eru Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og þingmaður repúblikana, og John McCain, öldungadeildarþingmaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi repúblikanaflokksins. Trump hefur hins vegar svarað í sömu mynt og segist ekki ætla að styðja þá í næstu þingkosningum, sem fara fram í nóvember, en Ryan og McCain ætla báðir að fara fram. Þá hefur gagnrýni á hendur Trump komið víðar að, en Francois Hollande Frakklandsforseti sagði í gær að fari svo að Trump beri sigur úr býtum, muni það hafa áhrif á heiminn allan. Bætti hann því við að Trump valdi sér ógleði. Fylgissveiflur á milli frambjóðandanna tveggja, Trump og Hillary Clinton, hafa verið töluverðar að undanförnu. Clinton er þó á hraðri uppleið í könnunum, nú að loknu landsþingi flokkanna tveggja. Stuðningur við Trump minnkaði eftir landsþing repúblikanaflokksins en þar munar líklega mest um þegar hann fór að gera lítið úr fjölskyldu hermanns sem féll í Íraksstríðinu árið 2004. Fjölskyldan er íslamskrar trúar og hafa orð Trump í garð hennar verið mikið í fréttum vestanhafs síðustu daga.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira