Hætta á að íbúar Venesúela geti ekki vafrað á netinu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. ágúst 2016 15:52 Nicolas Maduro er forseti Venesúela. vísir/getty/garðar Talsverð hætta er á því að Venesúela muni einangrast mjög frá umheiminum. Fjarskiptafyrirtæki landsins skortir gjaldeyri til að greiða erlendum aðilum fyrir þjónustu þeirra. Það stefnir í að ekki verði hægt að hringja símtöl til útlanda frá Venesúela og sá möguleiki er fyrir hendi að ekki verði hægt að skoða erlendar síður. Sagt er frá málinu á vef Bloomberg. Tvö fyrirtæki, Telefonica SA og Corp. Digitel CA, hafa nú þegar lokað á gagnamagnstreymi og símtöl til annarra landa. Gripið var til þeirra aðgerða eftir að fyrirtækin gátu ekki staðið við skuldbindingar sínar við erlenda aðila. Verð á internettengingu hefur farið hækkandi í landinu undanfarnar vikur. Fólk sem þó getur keypt slíka þjónustu á erfitt með að nýta hana þar sem meirihluti búnaðar landsins er úr sér genginn. Það vandamál hefur verið viðgangandi en í árlegri úttekt á stöðu internetsins í heiminum hefur Venesúela komið einna verst út mörg ár í röð.Rándýr gagnamagnspakki ódýrari en sígarettupakki Flestir íbúar hafa gefist upp á að hafa tölvur sínar nettengdar og reiða sig nú alfarið á símann. Það er hins vegar ekki ókeypis. Til dæmis þá kostar algengur gagnamagnspakki, sem inniheldur 280MB sem er vikuskammtur hjá meðal notanda í landinu, 1.045 bólívara, andvirði 12.500 króna. Sú upphæð nemur um tólf prósentum af vikulaunum meðalmannsins. Þrátt fyrir það er slíkur gagnamagnspakki ódýrari en pakki af sígarettum. Í síðustu viku bannaði Nicolas Maduro, forseti Venesúela, frekari verðhækkanir á verðskrám fjarskiptafyrirtækja. Gripið var til þeirra aðgerða eftir að sum þeirra höfðu hækkað verðin hjá sér allt að tífalt. Viðbrögð stjórnvalda gætu hins vegar haft aðrar afleiðingar í för með sér en stefnt var að því með gjaldmiðil landsins, bólívarinn, í frjálsu falli mun reynast erfitt að standa við greiðslur til erlendra aðila hafi verðið verið fest. „Ef að fjarskiptafyrirtæki geta ekki haldið þjónustu sinni uppi þá ættu þau að selja ríkinu reksturinn. Við vitum vel hvernig á að reka þau,“ sagði Maduro forseti í ávarpi í ríkissjónvarpi landsins á mánudag. „Það er auðvelt. Við munum gera það rétt og tryggja aðgang fólks að netinu. Verðskrár eiga ekki að útiloka fólk frá umheiminum.“ Íbúar Venesúela hafa reitt sig á erlendar vefsíður til að fylgjast með fréttum að utan enda flestir fjölmiðlar landsins í eigu ríkisins. Þá eru forrit á borð við Skype og WhatsApp nú ódýrasta leiðin til að hafa samband við ættingja og vini erlendis. Um 63 prósent íbúa hafa aðgang að netinu. Tengdar fréttir Streymdu yfir landamæri Kólumbíu í þúsundatali 35 þúsund íbúar Venesúela leituðu að mat og nauðsynjum hjá nágrönnum sínum. 11. júlí 2016 13:00 Ný löggjöf neyðir fólk til að plægja akra Venesúela Markmið tilskipunarinnar er að auka matvælaframleiðslu Venesúela. 30. júlí 2016 23:41 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Talsverð hætta er á því að Venesúela muni einangrast mjög frá umheiminum. Fjarskiptafyrirtæki landsins skortir gjaldeyri til að greiða erlendum aðilum fyrir þjónustu þeirra. Það stefnir í að ekki verði hægt að hringja símtöl til útlanda frá Venesúela og sá möguleiki er fyrir hendi að ekki verði hægt að skoða erlendar síður. Sagt er frá málinu á vef Bloomberg. Tvö fyrirtæki, Telefonica SA og Corp. Digitel CA, hafa nú þegar lokað á gagnamagnstreymi og símtöl til annarra landa. Gripið var til þeirra aðgerða eftir að fyrirtækin gátu ekki staðið við skuldbindingar sínar við erlenda aðila. Verð á internettengingu hefur farið hækkandi í landinu undanfarnar vikur. Fólk sem þó getur keypt slíka þjónustu á erfitt með að nýta hana þar sem meirihluti búnaðar landsins er úr sér genginn. Það vandamál hefur verið viðgangandi en í árlegri úttekt á stöðu internetsins í heiminum hefur Venesúela komið einna verst út mörg ár í röð.Rándýr gagnamagnspakki ódýrari en sígarettupakki Flestir íbúar hafa gefist upp á að hafa tölvur sínar nettengdar og reiða sig nú alfarið á símann. Það er hins vegar ekki ókeypis. Til dæmis þá kostar algengur gagnamagnspakki, sem inniheldur 280MB sem er vikuskammtur hjá meðal notanda í landinu, 1.045 bólívara, andvirði 12.500 króna. Sú upphæð nemur um tólf prósentum af vikulaunum meðalmannsins. Þrátt fyrir það er slíkur gagnamagnspakki ódýrari en pakki af sígarettum. Í síðustu viku bannaði Nicolas Maduro, forseti Venesúela, frekari verðhækkanir á verðskrám fjarskiptafyrirtækja. Gripið var til þeirra aðgerða eftir að sum þeirra höfðu hækkað verðin hjá sér allt að tífalt. Viðbrögð stjórnvalda gætu hins vegar haft aðrar afleiðingar í för með sér en stefnt var að því með gjaldmiðil landsins, bólívarinn, í frjálsu falli mun reynast erfitt að standa við greiðslur til erlendra aðila hafi verðið verið fest. „Ef að fjarskiptafyrirtæki geta ekki haldið þjónustu sinni uppi þá ættu þau að selja ríkinu reksturinn. Við vitum vel hvernig á að reka þau,“ sagði Maduro forseti í ávarpi í ríkissjónvarpi landsins á mánudag. „Það er auðvelt. Við munum gera það rétt og tryggja aðgang fólks að netinu. Verðskrár eiga ekki að útiloka fólk frá umheiminum.“ Íbúar Venesúela hafa reitt sig á erlendar vefsíður til að fylgjast með fréttum að utan enda flestir fjölmiðlar landsins í eigu ríkisins. Þá eru forrit á borð við Skype og WhatsApp nú ódýrasta leiðin til að hafa samband við ættingja og vini erlendis. Um 63 prósent íbúa hafa aðgang að netinu.
Tengdar fréttir Streymdu yfir landamæri Kólumbíu í þúsundatali 35 þúsund íbúar Venesúela leituðu að mat og nauðsynjum hjá nágrönnum sínum. 11. júlí 2016 13:00 Ný löggjöf neyðir fólk til að plægja akra Venesúela Markmið tilskipunarinnar er að auka matvælaframleiðslu Venesúela. 30. júlí 2016 23:41 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Streymdu yfir landamæri Kólumbíu í þúsundatali 35 þúsund íbúar Venesúela leituðu að mat og nauðsynjum hjá nágrönnum sínum. 11. júlí 2016 13:00
Ný löggjöf neyðir fólk til að plægja akra Venesúela Markmið tilskipunarinnar er að auka matvælaframleiðslu Venesúela. 30. júlí 2016 23:41
Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15