Icelandair um mál 14 ára drengsins: Gengu úr skugga um að samband væri haft við fjölskyldumeðlimi Atli Ísleifsson skrifar 4. ágúst 2016 13:09 Guðjón segir algengt að farþegar á stand-by geri breytingar á plönum sínum á síðustu stundu. Vísir/Pjetur Starfsfólk Icelandair gekk úr skugga um að samband væri haft við fjölskyldumeðlimi fjórtán ára drengs sem upphaflega átti að fljúga til Denver á svokölluðum stand-by miða, en breytti áformum sínum og flaug til New York þar sem Denver-vélin var fullbókuð. Þetta kemur fram í svari Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair. Hann segir að um leiðan misskilning sé að ræða, en foreldrar drengsins eru mjög óánægðir með að starfsmenn flugfélagsins hafi heimilað drengnum að skipta um áfangastað, án þeirra samþykkis. „Í þessu tilviki gekk þó starfsfólk okkar úr skugga um að haft væri samband við fjölskyldumeðlimi, vegna þess að þeim fannst strákurinn ungur að árum, og hringdi m.a. í afa hans sem hafði fylgt honum á flugvöllinn og fékk staðfestingu hans,“ segir í svari Guðjóns.Guðjón Arngrímsson.Guðjón segir strákinn hafa verið fullgildan farþega á vegum starfsmanns erlends flugfélags [móðir drengsins] og ekki hafði verið óskað eftir sérstakri umsjón, sem þó sé í boði fyrir börn sem ferðist ein. „En okkur þykir þetta leitt og erum í sambandi við fjölskylduna,“ segir Guðjón. Hann bendir á að sá sem ferðast á svokölluðum stand-by miða eigi ekki öruggt sæti með neinu flugi og ýmislegt geti komið upp á. „Algengt er þess vegna að farþegar á stand-by geri breytingar á plönum sínum á síðustu stundu, eins og hér var gert.“ Starfsfólk Icelandair hafi þó gengið úr skugga um að samband væri haft við fjölskyldumeðlimi stráksins, eins og áður segir. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Faðir 14 ára drengs ósáttur við Icelandair: „Setja frímerki á rassinn og honum hent inn í næstu vél“ Íslenskum dreng var leyft að fljúga einn síns liðs til New York í stað Denver án þess að nokkur heimild fékkst frá foreldrum. 4. ágúst 2016 10:14 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Starfsfólk Icelandair gekk úr skugga um að samband væri haft við fjölskyldumeðlimi fjórtán ára drengs sem upphaflega átti að fljúga til Denver á svokölluðum stand-by miða, en breytti áformum sínum og flaug til New York þar sem Denver-vélin var fullbókuð. Þetta kemur fram í svari Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair. Hann segir að um leiðan misskilning sé að ræða, en foreldrar drengsins eru mjög óánægðir með að starfsmenn flugfélagsins hafi heimilað drengnum að skipta um áfangastað, án þeirra samþykkis. „Í þessu tilviki gekk þó starfsfólk okkar úr skugga um að haft væri samband við fjölskyldumeðlimi, vegna þess að þeim fannst strákurinn ungur að árum, og hringdi m.a. í afa hans sem hafði fylgt honum á flugvöllinn og fékk staðfestingu hans,“ segir í svari Guðjóns.Guðjón Arngrímsson.Guðjón segir strákinn hafa verið fullgildan farþega á vegum starfsmanns erlends flugfélags [móðir drengsins] og ekki hafði verið óskað eftir sérstakri umsjón, sem þó sé í boði fyrir börn sem ferðist ein. „En okkur þykir þetta leitt og erum í sambandi við fjölskylduna,“ segir Guðjón. Hann bendir á að sá sem ferðast á svokölluðum stand-by miða eigi ekki öruggt sæti með neinu flugi og ýmislegt geti komið upp á. „Algengt er þess vegna að farþegar á stand-by geri breytingar á plönum sínum á síðustu stundu, eins og hér var gert.“ Starfsfólk Icelandair hafi þó gengið úr skugga um að samband væri haft við fjölskyldumeðlimi stráksins, eins og áður segir.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Faðir 14 ára drengs ósáttur við Icelandair: „Setja frímerki á rassinn og honum hent inn í næstu vél“ Íslenskum dreng var leyft að fljúga einn síns liðs til New York í stað Denver án þess að nokkur heimild fékkst frá foreldrum. 4. ágúst 2016 10:14 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Faðir 14 ára drengs ósáttur við Icelandair: „Setja frímerki á rassinn og honum hent inn í næstu vél“ Íslenskum dreng var leyft að fljúga einn síns liðs til New York í stað Denver án þess að nokkur heimild fékkst frá foreldrum. 4. ágúst 2016 10:14