Clinton eykur bilið milli sín og Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. ágúst 2016 10:22 Clinton og Trump bítast um Hvíta húsið. Vísir/AFP Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata, eykur enn á forskot sitt á keppinaut sinn Donald Trump, frambjóðanda Repúblikana. Í nýjum skoðanakönnunum sem birtar voru í gær er Clinton með allt að fimmtán prósenta forskot á Trump. Í könnun sem framkvæmd var af McClatchy-Marist mældist Clinton með 48 prósent fylgi en Trump aðeins 33 prósent en könnunin var framkvæmd um það leyti sem Trump deildi opinberlega við foreldra stríðshetjurnar Humayun Khan sem lést í Írak 2004. Í síðustu könnun McClatchy-Marist var Clinton aðeins með þriggja prósentustiga forskot. Clinton leiðir með níu prósentustigum í sameiginlegri könnun NBC News og Wall Street Journal, 47 prósent gegn 38 prósentum, og bætir þar við sig fjórum prósentustigum frá síðustu könnun NBC og WSJ sem framkvæmd var í upphafi síðasta mánaðar.Sjá einnig: Clinton á hraðri uppleið í könnunumAthygli vekur að Clinton bætir verulega við sig þegar fylgi á meðal karla er einungis skoðað í könnun NBC og WSJ. Þar bætir hún við sig 22 prósentustigum og leiðir Trump með átta prósentustigum. Clinton nýtur einnig áfram yfirgnæfandi stuðnings meðal kvenna í könnunni. Búist var við að Clinton myndi bæta við sig fylgi eftir alla athyglina sem hún fékk á landsþingi Demókrataflokksins í síðustu viku. Þessar fylgissveiflur í kjölfar flokksþinganna eru vel þekktar í bandarískum stjórnmálum. Þær eiga til að jafnast út þegar frá líður, en þetta árið virðist uppsveifla Clinton verða stærri en uppsveifla Trump.Á vefsíðu Huffington Post má finna samantekt yfir þær skoðanakannanir sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum vegna forsetakosninganna sem haldnar verða í nóvember. Þar má sjá að Clinton leiðir með 47 prósenta fylgi gegn 39,7 fylgi Trump. Líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd hefur skilið töluvert á milli frambjóðendanna tveggja á undanförnum dögum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Repúblikanar farnir að hafa áhyggjur af forsetaefni sínu Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins eru farnir að skoða hvort hægt væri að finna annað forsetaefni í stað Trumps. 5. ágúst 2016 07:00 Obama segir Trump ekki hæfan til að gegna embætti forseta Bandaríkjaforseti segir að Trump hafi sýnt fram á að hann sé "uggvænlega óundirbúinn til að sinna starfinu“. 2. ágúst 2016 16:10 Trump segir Obama hreina hörmung Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, segir valdatíð Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa verið hreina hörmung og í raun versta forseta í sögu Bandaríkjanna. 3. ágúst 2016 12:24 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata, eykur enn á forskot sitt á keppinaut sinn Donald Trump, frambjóðanda Repúblikana. Í nýjum skoðanakönnunum sem birtar voru í gær er Clinton með allt að fimmtán prósenta forskot á Trump. Í könnun sem framkvæmd var af McClatchy-Marist mældist Clinton með 48 prósent fylgi en Trump aðeins 33 prósent en könnunin var framkvæmd um það leyti sem Trump deildi opinberlega við foreldra stríðshetjurnar Humayun Khan sem lést í Írak 2004. Í síðustu könnun McClatchy-Marist var Clinton aðeins með þriggja prósentustiga forskot. Clinton leiðir með níu prósentustigum í sameiginlegri könnun NBC News og Wall Street Journal, 47 prósent gegn 38 prósentum, og bætir þar við sig fjórum prósentustigum frá síðustu könnun NBC og WSJ sem framkvæmd var í upphafi síðasta mánaðar.Sjá einnig: Clinton á hraðri uppleið í könnunumAthygli vekur að Clinton bætir verulega við sig þegar fylgi á meðal karla er einungis skoðað í könnun NBC og WSJ. Þar bætir hún við sig 22 prósentustigum og leiðir Trump með átta prósentustigum. Clinton nýtur einnig áfram yfirgnæfandi stuðnings meðal kvenna í könnunni. Búist var við að Clinton myndi bæta við sig fylgi eftir alla athyglina sem hún fékk á landsþingi Demókrataflokksins í síðustu viku. Þessar fylgissveiflur í kjölfar flokksþinganna eru vel þekktar í bandarískum stjórnmálum. Þær eiga til að jafnast út þegar frá líður, en þetta árið virðist uppsveifla Clinton verða stærri en uppsveifla Trump.Á vefsíðu Huffington Post má finna samantekt yfir þær skoðanakannanir sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum vegna forsetakosninganna sem haldnar verða í nóvember. Þar má sjá að Clinton leiðir með 47 prósenta fylgi gegn 39,7 fylgi Trump. Líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd hefur skilið töluvert á milli frambjóðendanna tveggja á undanförnum dögum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Repúblikanar farnir að hafa áhyggjur af forsetaefni sínu Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins eru farnir að skoða hvort hægt væri að finna annað forsetaefni í stað Trumps. 5. ágúst 2016 07:00 Obama segir Trump ekki hæfan til að gegna embætti forseta Bandaríkjaforseti segir að Trump hafi sýnt fram á að hann sé "uggvænlega óundirbúinn til að sinna starfinu“. 2. ágúst 2016 16:10 Trump segir Obama hreina hörmung Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, segir valdatíð Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa verið hreina hörmung og í raun versta forseta í sögu Bandaríkjanna. 3. ágúst 2016 12:24 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
Repúblikanar farnir að hafa áhyggjur af forsetaefni sínu Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins eru farnir að skoða hvort hægt væri að finna annað forsetaefni í stað Trumps. 5. ágúst 2016 07:00
Obama segir Trump ekki hæfan til að gegna embætti forseta Bandaríkjaforseti segir að Trump hafi sýnt fram á að hann sé "uggvænlega óundirbúinn til að sinna starfinu“. 2. ágúst 2016 16:10
Trump segir Obama hreina hörmung Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, segir valdatíð Baracks Obama Bandaríkjaforseta hafa verið hreina hörmung og í raun versta forseta í sögu Bandaríkjanna. 3. ágúst 2016 12:24