Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir varð í sjötta sæti í úrslitasundinu í 100 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Ríó í nótt.
Hrafnhildur Lúthersdóttir kom í mark á 1:07,18 mínútum en Íslandsmet hennar í greininni er 1:06,45 mínútur. Þetta er besti árangur íslenskrar sundkonu í sögu Ólympíuleikanna.
Hrafnhildur Lúthersdóttir var í sjötta sæti eftir fyrri 50 metrana og hélt því sæti út sundið.
Hrafnhildur Lúthersdóttir synti á 1:06,81 mínútu í undanrásunum en 1:06,71 mínútu í undanúrslitunum. Hún var með níunda besta tímann í undanrásum en sjöunda besta tímann í undanúrslitunum.
Lilly King frá Bandaríkjunum vann gullverðlaun á nýju Ólympíumeti, Yuliya Yefimova frá Rússlandi tók silfur og Katie Meili frá Bandaríkjunum fékk brons.
Hrafnhildur Lúthersdóttir var 2.25 sekúndum á eftir nýja Ólympíumeistaranum en Lilly King kláraði 100 metrana á 1:04,93 mín. Yefimova synti á 1:05,50 mínútum en Meili á 1:05,69 mínútum.
Þess má geta að heimsmethafinn og Evrópumeistarinn Ruta Meilutyte hafnaði í sjöunda sæti í greininni, á 1:07,32 mínútum.
Hrafnhildur hafnaði í sjötta sæti | Myndir
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti

„Skitum á okkur í þriðja leikhluta“
Körfubolti


„Þetta var skrýtinn leikur“
Íslenski boltinn

„Fáránlega erfið sería“
Körfubolti



