Hvað varð um Kevin og Winnie úr Wonder Years? Birgir Örn Steinarsson skrifar 9. ágúst 2016 11:47 Danica McKeller starfar m.a. sem háskólakennari í stærðfræði. Vísir Sú kynslóð sem man vel eftir innkomu Stöðvar 2 á markaðinn ætti svo sannarlega að muna eftir sjónvarpsþáttunum The Wonder Years. Það voru fjölskylduþættir sem voru framleiddir á árunum 1988 – 1993 og fjölluðu um táningsár sögupersónunnar Kevin Arnold. Hann var frekar venjulegur kauði, leikinn var af Fred Savage, sem gekk í skóla, reifst við systkini sín, lenti í vandræðum hjá foreldrum sínum og var alltaf yfir sig ástfanginn af Winnie Cooper, leikin af Danicu McKellar, sem átti heima í næsta húsi. Í dag eru þau bæði fjörtíu ára gömul og hafa bæði farið þá brautina að tala inn á teiknimyndir. Fred talar til dæmis fyrir persónurnar Goober og Richie Osborne í fullorðinsteiknimyndunum um BoJack Horseman. Minna hefur farið fyrir Danicu, eða að minnsta kosti í Hollywood. Hún hefur haft það sem aukavinnu að tala inn á teiknimyndir. Þá hefur hún aðallega komið fram í barnateiknimyndum eins Phineas and Ferb auk þess að hafa leikið ofurhetju í DC þáttunum Young Justice. Danica hefur aðallega einbeitt sér að öðru sviði en hún hefur kennt stærðfræði á háskólastigi. Eftir að framleiðslu á The Wonder Years hætti fór hún í UCLA og uppgötvaði einstaka hæfileika sína í stærðfræði. Fyrir stærðfræðiáhugamenn þá er hún annar höfundur Chayes Mckellar setningarinnar.Hér fyrir neðan má sjá myndband af Danicu McKellar tala um árangur sinn í akademíunni og árin sem hún lék í The Wonder Years. Bíó og sjónvarp Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Sú kynslóð sem man vel eftir innkomu Stöðvar 2 á markaðinn ætti svo sannarlega að muna eftir sjónvarpsþáttunum The Wonder Years. Það voru fjölskylduþættir sem voru framleiddir á árunum 1988 – 1993 og fjölluðu um táningsár sögupersónunnar Kevin Arnold. Hann var frekar venjulegur kauði, leikinn var af Fred Savage, sem gekk í skóla, reifst við systkini sín, lenti í vandræðum hjá foreldrum sínum og var alltaf yfir sig ástfanginn af Winnie Cooper, leikin af Danicu McKellar, sem átti heima í næsta húsi. Í dag eru þau bæði fjörtíu ára gömul og hafa bæði farið þá brautina að tala inn á teiknimyndir. Fred talar til dæmis fyrir persónurnar Goober og Richie Osborne í fullorðinsteiknimyndunum um BoJack Horseman. Minna hefur farið fyrir Danicu, eða að minnsta kosti í Hollywood. Hún hefur haft það sem aukavinnu að tala inn á teiknimyndir. Þá hefur hún aðallega komið fram í barnateiknimyndum eins Phineas and Ferb auk þess að hafa leikið ofurhetju í DC þáttunum Young Justice. Danica hefur aðallega einbeitt sér að öðru sviði en hún hefur kennt stærðfræði á háskólastigi. Eftir að framleiðslu á The Wonder Years hætti fór hún í UCLA og uppgötvaði einstaka hæfileika sína í stærðfræði. Fyrir stærðfræðiáhugamenn þá er hún annar höfundur Chayes Mckellar setningarinnar.Hér fyrir neðan má sjá myndband af Danicu McKellar tala um árangur sinn í akademíunni og árin sem hún lék í The Wonder Years.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira