Hvað varð um Kevin og Winnie úr Wonder Years? Birgir Örn Steinarsson skrifar 9. ágúst 2016 11:47 Danica McKeller starfar m.a. sem háskólakennari í stærðfræði. Vísir Sú kynslóð sem man vel eftir innkomu Stöðvar 2 á markaðinn ætti svo sannarlega að muna eftir sjónvarpsþáttunum The Wonder Years. Það voru fjölskylduþættir sem voru framleiddir á árunum 1988 – 1993 og fjölluðu um táningsár sögupersónunnar Kevin Arnold. Hann var frekar venjulegur kauði, leikinn var af Fred Savage, sem gekk í skóla, reifst við systkini sín, lenti í vandræðum hjá foreldrum sínum og var alltaf yfir sig ástfanginn af Winnie Cooper, leikin af Danicu McKellar, sem átti heima í næsta húsi. Í dag eru þau bæði fjörtíu ára gömul og hafa bæði farið þá brautina að tala inn á teiknimyndir. Fred talar til dæmis fyrir persónurnar Goober og Richie Osborne í fullorðinsteiknimyndunum um BoJack Horseman. Minna hefur farið fyrir Danicu, eða að minnsta kosti í Hollywood. Hún hefur haft það sem aukavinnu að tala inn á teiknimyndir. Þá hefur hún aðallega komið fram í barnateiknimyndum eins Phineas and Ferb auk þess að hafa leikið ofurhetju í DC þáttunum Young Justice. Danica hefur aðallega einbeitt sér að öðru sviði en hún hefur kennt stærðfræði á háskólastigi. Eftir að framleiðslu á The Wonder Years hætti fór hún í UCLA og uppgötvaði einstaka hæfileika sína í stærðfræði. Fyrir stærðfræðiáhugamenn þá er hún annar höfundur Chayes Mckellar setningarinnar.Hér fyrir neðan má sjá myndband af Danicu McKellar tala um árangur sinn í akademíunni og árin sem hún lék í The Wonder Years. Bíó og sjónvarp Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Sú kynslóð sem man vel eftir innkomu Stöðvar 2 á markaðinn ætti svo sannarlega að muna eftir sjónvarpsþáttunum The Wonder Years. Það voru fjölskylduþættir sem voru framleiddir á árunum 1988 – 1993 og fjölluðu um táningsár sögupersónunnar Kevin Arnold. Hann var frekar venjulegur kauði, leikinn var af Fred Savage, sem gekk í skóla, reifst við systkini sín, lenti í vandræðum hjá foreldrum sínum og var alltaf yfir sig ástfanginn af Winnie Cooper, leikin af Danicu McKellar, sem átti heima í næsta húsi. Í dag eru þau bæði fjörtíu ára gömul og hafa bæði farið þá brautina að tala inn á teiknimyndir. Fred talar til dæmis fyrir persónurnar Goober og Richie Osborne í fullorðinsteiknimyndunum um BoJack Horseman. Minna hefur farið fyrir Danicu, eða að minnsta kosti í Hollywood. Hún hefur haft það sem aukavinnu að tala inn á teiknimyndir. Þá hefur hún aðallega komið fram í barnateiknimyndum eins Phineas and Ferb auk þess að hafa leikið ofurhetju í DC þáttunum Young Justice. Danica hefur aðallega einbeitt sér að öðru sviði en hún hefur kennt stærðfræði á háskólastigi. Eftir að framleiðslu á The Wonder Years hætti fór hún í UCLA og uppgötvaði einstaka hæfileika sína í stærðfræði. Fyrir stærðfræðiáhugamenn þá er hún annar höfundur Chayes Mckellar setningarinnar.Hér fyrir neðan má sjá myndband af Danicu McKellar tala um árangur sinn í akademíunni og árin sem hún lék í The Wonder Years.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira