FC Sækó sigrar stund og stað á hverri æfingu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. júlí 2016 07:00 FC Sækó æfir þrisvar í viku geðveikan fótbolta. Einu sinni í viku í Þrótti og tvisvar á Kleppstúninu. vísir/Anton brink Þrisvar í viku hittast áhugamenn í fótboltafélaginu FC Sækó og spila fótbolta saman. Fyrir suma er erfitt að mæta á réttum tíma, fyrir aðra er gífurleg áreynsla að drífa sig af stað. Einhverjir hafa ekki hreyft sig í mörg ár og nokkrir eiga mjög erfitt með að vera innan um svo marga. Flestir hafa átt við erfið andleg veikindi að stríða með tilheyrandi innlögnum á geðdeildir og endurhæfingu en hluti hópsins eru starfsmenn innan geðheilbrigðiskerfisins. En hver er hvað? „Eitt af markmiðum þessa hóps er að berjast gegn fordómum,“ segir Bergþór Grétar Böðvarsson, einn umsjónarmanna félagsins og þjálfari. „Þarna er hópur manna með geðfatlanir að spila fótbolta. Þá byrjum við strax að dæma. Svo horfum við á leikinn og spyrjum okkur: En hver af þeim er geðveikur? Er það þessi? Eða þessi? Er einhver munur á þeim? Eru þetta kannski bara mínir fordómar?“ Bergþór hefur sjálfur barist við geðhvörf og hefur átt erfitt með að æfa fótbolta með venjulegum félögum. Nú vinnur hann við að sjá um FC Sækó og er því í raun orðinn atvinnumaður, eins og hann bendir glettinn á sjálfur.vísir/Anton BrinkAllir eins á fótboltavellinum Bergþór barðist sjálfur við geðhvörf ungur að árum og var um tíu ára tímabil meira og minna inni á stofnunum. En hann er á góðri bataleið og hefur síðustu ár unnið sem fulltrúi notenda geðheilbrigðiskerfisins. Það er því hægt að segja að hann hafi verið beggja vegna borðsins. Hann bendir á að oft hafi geðsjúkir mestu fordómana sjálfir. Því sé mikilvægt fyrir þá að finna það á eigin skinni að þeir séu í raun ekki svo frábrugðnir öðrum. Að minnsta kosti ekki inni á fótboltavellinum. „Markmiðið er einnig að bæta heilsu og efla menn félagslega. Það að mæta reglulega á fótboltaæfingu í stórum hópi er mikil valdefling. Svo eru alltaf einhverjir sem mæta og horfa á, bara til að vera með í stemningunni þótt þeir treysti sér ekki inn á völlinn. Svo byrja þeir kannski hægt og rólega að vera með.“Ekki unnið einn einasta leik Félagið var stofnað árið 2011 þegar Bergþór og aðrir starfsmenn voru að vinna úr hugmyndum um hvað mætti bæta innan geðheilbrigðiskerfisins. Ein hugmynd var að starfsmenn stofnuðu hópa út frá eigin áhugamálum.Bergþór hefur tekið að sér þjálfun liðsins síðustu árin. Hann vonar þó að einn daginn fái þeir atvinnuþjálfara til lliðs við sig.Vísir/Anton Brink„Starfsmenn mæta ekki til vinnu sem þeir sjálfir heldur stunda áhugamál sín í frítímanum. En við vildum gjarnan að starfsfólk fengi að vera meira það sjálft.“ Þannig stofnaði hópur starfsmanna sem vinna bæði á velferðarsviði Reykjavíkurborgar og geðsviði Landspítalans FC Sækó. Á fyrstu æfinguna mættu fjórtán og enn fleiri til að horfa á. Nú æfir félagið þrisvar í viku, í Þrótti og á Kleppstúninu, og tíu til tuttugu mæta á hverja æfingu. Félagið er ekki með atvinnuþjálfara en Bergþór tekur stjórnina að sér. Stundum fá þeir gestaþjálfara. Nú í sumar skráði félagið sig í Gull-deildina, utandeild í fótbolta. Árangur liðsins er þó ekki talinn í stigum. „Nei, við höfum ekki unnið einn einasta leik,“ segir Bergþór skælbrosandi. „Einn þjálfari frá KSÍ, sem tók okkur á góða æfingu í sumar, benti á hve dugleg við erum að hvetja hvert annað áfram. Í öðrum liðum er nefnilega mikil áhersla lögð á sigurinn. Okkar sigrar eru öðruvísi. Við einblínum ekki á að vinna leikinn heldur erum við að sigra stund og stað á hverri æfingu. Það er sigur að leggja þetta á sig. Að reyna og að vera með.“Áskorun að fara til útlanda Bergþór segir aftur á móti miklar framfarir sjást hjá mörgum félagsmönnum. Fólk sé að bæta sig líkamlega og félagslega. Og liðsfélagar hafa greinilega húmor fyrir sjálfum sér, sem sést til að mynda á nafninu FC Sækó. Fyrst átti félagið að heita Knattspyrnufélagið Klikk en það þótti ekki nógu alþjóðlegt. FC Sækó hefur nefnilega farið út fyrir landsteinana. Í fyrra var farið til Skotlands þar sem sambærilegt félag var heimsótt og að sjálfsögðu tekinn einn leikur. „Ég held að fólk átti sig ekki á því hve mikil áskorun það er fyrir svona hóp að fara til útlanda saman. Að fara í flugvél, í lest með fullt af ókunnugu fólki og vera með mörgum öðrum í herbergi. Sumir fóru hressilega út fyrir kassann sinn og keyptu sér föt í fyrsta skipti í áraraðir. Margir höfðu ekki farið til útlanda frá því þeir veiktust fyrst.“ Bergþór útskýrir að það sé öðruvísi að fara út með fótboltaliði en á eigin vegum. „Þegar maður er spurður hvaðan maður sé að koma og hvað maður sé að gera þá er maður ekki sjúklingur heldur á ferðalagi með fótboltafélaginu sínu. Það er óskaplega valdeflandi. Ég get til að mynda sagst vera atvinnumaður í fótbolta, þar sem ég vinn við þetta í dag,“ segir Bergþór og skellir upp úr.Bergþór og fleiri úr liðinu ætla að safna fé til utanlandsferðar í maraþoninu í ágúst. Vísir/Anton BrinkHverri mætingu fagnað Bergþór hefur sjálfur reynt að vera í öðrum fótboltahópum í gegnum tíðina en það gekk ekki sérlega vel. „Mér hefur alltaf fundist gaman í fótbolta en veikindi mín voru þess eðlis að ég dró mig út úr hópnum og hætti að mæta. Mér fannst erfitt að halda uppi samræðum og ræða veikindin. Í þessum hópi er meiri skilningur. Þar eru starfsmenn og fólk í sömu stöðu. Þú þarft ekki að skammast þín fyrir að vera stressaður yfir smámunum eða finna fyrir kvíða. Það er til dæmis enginn skammaður fyrir að mæta of seint, honum er bara fagnað fyrir að mæta.“ Félagið stefnir á aðra utanlandsferð í haust. Farið verður til Englands og sambærilegur klúbbur heimsóttur. Fjáröflun er í fullum gangi og ætla liðsfélagar til að mynda að hlaupa í maraþoninu þar sem safnað verður styrkjum fyrir félagið. Landspítalinn borgar ferðir starfsmanna en safna þarf fyrir aðra liðsfélaga, einnig þarf að kaupa búninga og annað. Bergþór útskýrir að mikilvægt sé að engin félagsgjöld séu í klúbbnum svo allir geti tekið þátt. „Allir eru velkomnir á æfingu. Að spila fótbolta við okkur er góð leið til að styrkja geðsjúka og líka til að sigrast á eigin fordómum. Sumir halda kannski að við missum stjórn á okkur og allt verði brjálað á æfingum. Það er ekki þannig. Við höfum bara brjálæðislegan áhuga á fótbolta.“Draumurinn er að stofna deild. Ekki Pepsi-deildina, heldur Geðdeildina.Vísir/Anton BrinkGeðdeildin Framtíðarsýn Bergþórs er skýr. Hann dreymir um að Kleppstúnið verði tekið í gegn svo það gangi betur að æfa þar. Einnig er draumur að fá atvinnuþjálfara og fjölga konum í liðinu. Jafnvel stofna sérstakt kvennalið og auglýsir Bergþór eftir áhugasamri konu í stjórn félagsins til að byggja slíkt upp. „Svo væri gott að komast undir hatt KSÍ og ná að stækka og efla félagið. Einnig byggja upp tengslanet við sambærileg félög í útlöndum. Ég á mér draum um deild, ekki Pepsi-deildina heldur Geðdeildina, þar sem við spilum geðveikan fótbolta,“ segir Bergþór hlæjandi. „Það er nóg hægt að gera, það þarf bara tíma og fjármagn í það. Þar að auki mætti stofna aðra hópa, í kringum aðrar íþróttagreinar og listir. Það er alla vega óhætt að segja að okkar félag hafi sýnt frábæran árangur í endurhæfingu geðsjúkra.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júlí Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Sjá meira
Þrisvar í viku hittast áhugamenn í fótboltafélaginu FC Sækó og spila fótbolta saman. Fyrir suma er erfitt að mæta á réttum tíma, fyrir aðra er gífurleg áreynsla að drífa sig af stað. Einhverjir hafa ekki hreyft sig í mörg ár og nokkrir eiga mjög erfitt með að vera innan um svo marga. Flestir hafa átt við erfið andleg veikindi að stríða með tilheyrandi innlögnum á geðdeildir og endurhæfingu en hluti hópsins eru starfsmenn innan geðheilbrigðiskerfisins. En hver er hvað? „Eitt af markmiðum þessa hóps er að berjast gegn fordómum,“ segir Bergþór Grétar Böðvarsson, einn umsjónarmanna félagsins og þjálfari. „Þarna er hópur manna með geðfatlanir að spila fótbolta. Þá byrjum við strax að dæma. Svo horfum við á leikinn og spyrjum okkur: En hver af þeim er geðveikur? Er það þessi? Eða þessi? Er einhver munur á þeim? Eru þetta kannski bara mínir fordómar?“ Bergþór hefur sjálfur barist við geðhvörf og hefur átt erfitt með að æfa fótbolta með venjulegum félögum. Nú vinnur hann við að sjá um FC Sækó og er því í raun orðinn atvinnumaður, eins og hann bendir glettinn á sjálfur.vísir/Anton BrinkAllir eins á fótboltavellinum Bergþór barðist sjálfur við geðhvörf ungur að árum og var um tíu ára tímabil meira og minna inni á stofnunum. En hann er á góðri bataleið og hefur síðustu ár unnið sem fulltrúi notenda geðheilbrigðiskerfisins. Það er því hægt að segja að hann hafi verið beggja vegna borðsins. Hann bendir á að oft hafi geðsjúkir mestu fordómana sjálfir. Því sé mikilvægt fyrir þá að finna það á eigin skinni að þeir séu í raun ekki svo frábrugðnir öðrum. Að minnsta kosti ekki inni á fótboltavellinum. „Markmiðið er einnig að bæta heilsu og efla menn félagslega. Það að mæta reglulega á fótboltaæfingu í stórum hópi er mikil valdefling. Svo eru alltaf einhverjir sem mæta og horfa á, bara til að vera með í stemningunni þótt þeir treysti sér ekki inn á völlinn. Svo byrja þeir kannski hægt og rólega að vera með.“Ekki unnið einn einasta leik Félagið var stofnað árið 2011 þegar Bergþór og aðrir starfsmenn voru að vinna úr hugmyndum um hvað mætti bæta innan geðheilbrigðiskerfisins. Ein hugmynd var að starfsmenn stofnuðu hópa út frá eigin áhugamálum.Bergþór hefur tekið að sér þjálfun liðsins síðustu árin. Hann vonar þó að einn daginn fái þeir atvinnuþjálfara til lliðs við sig.Vísir/Anton Brink„Starfsmenn mæta ekki til vinnu sem þeir sjálfir heldur stunda áhugamál sín í frítímanum. En við vildum gjarnan að starfsfólk fengi að vera meira það sjálft.“ Þannig stofnaði hópur starfsmanna sem vinna bæði á velferðarsviði Reykjavíkurborgar og geðsviði Landspítalans FC Sækó. Á fyrstu æfinguna mættu fjórtán og enn fleiri til að horfa á. Nú æfir félagið þrisvar í viku, í Þrótti og á Kleppstúninu, og tíu til tuttugu mæta á hverja æfingu. Félagið er ekki með atvinnuþjálfara en Bergþór tekur stjórnina að sér. Stundum fá þeir gestaþjálfara. Nú í sumar skráði félagið sig í Gull-deildina, utandeild í fótbolta. Árangur liðsins er þó ekki talinn í stigum. „Nei, við höfum ekki unnið einn einasta leik,“ segir Bergþór skælbrosandi. „Einn þjálfari frá KSÍ, sem tók okkur á góða æfingu í sumar, benti á hve dugleg við erum að hvetja hvert annað áfram. Í öðrum liðum er nefnilega mikil áhersla lögð á sigurinn. Okkar sigrar eru öðruvísi. Við einblínum ekki á að vinna leikinn heldur erum við að sigra stund og stað á hverri æfingu. Það er sigur að leggja þetta á sig. Að reyna og að vera með.“Áskorun að fara til útlanda Bergþór segir aftur á móti miklar framfarir sjást hjá mörgum félagsmönnum. Fólk sé að bæta sig líkamlega og félagslega. Og liðsfélagar hafa greinilega húmor fyrir sjálfum sér, sem sést til að mynda á nafninu FC Sækó. Fyrst átti félagið að heita Knattspyrnufélagið Klikk en það þótti ekki nógu alþjóðlegt. FC Sækó hefur nefnilega farið út fyrir landsteinana. Í fyrra var farið til Skotlands þar sem sambærilegt félag var heimsótt og að sjálfsögðu tekinn einn leikur. „Ég held að fólk átti sig ekki á því hve mikil áskorun það er fyrir svona hóp að fara til útlanda saman. Að fara í flugvél, í lest með fullt af ókunnugu fólki og vera með mörgum öðrum í herbergi. Sumir fóru hressilega út fyrir kassann sinn og keyptu sér föt í fyrsta skipti í áraraðir. Margir höfðu ekki farið til útlanda frá því þeir veiktust fyrst.“ Bergþór útskýrir að það sé öðruvísi að fara út með fótboltaliði en á eigin vegum. „Þegar maður er spurður hvaðan maður sé að koma og hvað maður sé að gera þá er maður ekki sjúklingur heldur á ferðalagi með fótboltafélaginu sínu. Það er óskaplega valdeflandi. Ég get til að mynda sagst vera atvinnumaður í fótbolta, þar sem ég vinn við þetta í dag,“ segir Bergþór og skellir upp úr.Bergþór og fleiri úr liðinu ætla að safna fé til utanlandsferðar í maraþoninu í ágúst. Vísir/Anton BrinkHverri mætingu fagnað Bergþór hefur sjálfur reynt að vera í öðrum fótboltahópum í gegnum tíðina en það gekk ekki sérlega vel. „Mér hefur alltaf fundist gaman í fótbolta en veikindi mín voru þess eðlis að ég dró mig út úr hópnum og hætti að mæta. Mér fannst erfitt að halda uppi samræðum og ræða veikindin. Í þessum hópi er meiri skilningur. Þar eru starfsmenn og fólk í sömu stöðu. Þú þarft ekki að skammast þín fyrir að vera stressaður yfir smámunum eða finna fyrir kvíða. Það er til dæmis enginn skammaður fyrir að mæta of seint, honum er bara fagnað fyrir að mæta.“ Félagið stefnir á aðra utanlandsferð í haust. Farið verður til Englands og sambærilegur klúbbur heimsóttur. Fjáröflun er í fullum gangi og ætla liðsfélagar til að mynda að hlaupa í maraþoninu þar sem safnað verður styrkjum fyrir félagið. Landspítalinn borgar ferðir starfsmanna en safna þarf fyrir aðra liðsfélaga, einnig þarf að kaupa búninga og annað. Bergþór útskýrir að mikilvægt sé að engin félagsgjöld séu í klúbbnum svo allir geti tekið þátt. „Allir eru velkomnir á æfingu. Að spila fótbolta við okkur er góð leið til að styrkja geðsjúka og líka til að sigrast á eigin fordómum. Sumir halda kannski að við missum stjórn á okkur og allt verði brjálað á æfingum. Það er ekki þannig. Við höfum bara brjálæðislegan áhuga á fótbolta.“Draumurinn er að stofna deild. Ekki Pepsi-deildina, heldur Geðdeildina.Vísir/Anton BrinkGeðdeildin Framtíðarsýn Bergþórs er skýr. Hann dreymir um að Kleppstúnið verði tekið í gegn svo það gangi betur að æfa þar. Einnig er draumur að fá atvinnuþjálfara og fjölga konum í liðinu. Jafnvel stofna sérstakt kvennalið og auglýsir Bergþór eftir áhugasamri konu í stjórn félagsins til að byggja slíkt upp. „Svo væri gott að komast undir hatt KSÍ og ná að stækka og efla félagið. Einnig byggja upp tengslanet við sambærileg félög í útlöndum. Ég á mér draum um deild, ekki Pepsi-deildina heldur Geðdeildina, þar sem við spilum geðveikan fótbolta,“ segir Bergþór hlæjandi. „Það er nóg hægt að gera, það þarf bara tíma og fjármagn í það. Þar að auki mætti stofna aðra hópa, í kringum aðrar íþróttagreinar og listir. Það er alla vega óhætt að segja að okkar félag hafi sýnt frábæran árangur í endurhæfingu geðsjúkra.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júlí
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Sjá meira