Repúblikanar fylkja sér að baki Trump Guðsteinn Bjarnason skrifar 20. júlí 2016 07:00 Donald Trump á landsþingi Repúblikanaflokksins, sem nú stendur yfir í Cleveland í Ohio. vísir/epa Landsþing bandaríska Repúblikanaflokksins þetta árið er harla óvenjulegt. Margir helstu áhrifamenn flokksins forðast að mæta og þótt flestir hafi þeir lýst yfir stuðningi við Donald Trump, þá er samstaðan engan veginn jafn afgerandi og flokksmenn eiga að venjast. Mikill órói braust út við upphaf þingsins á mánudag þegar andstæðingar Trumps á þinginu reyndu að bera upp tillögu um að fulltrúar gengju óbundnir til atkvæða þegar forsetaefni flokksins verður valið. Andstæðingar Trumps hefðu þarna fengið vettvang til þess að koma óánægju sinni á framfæri og töldu algerlega valtað yfir sig þegar kröfu þeirra var hafnað. Þetta endaði með því að andstæðingar og stuðningsmenn Trumps stóðu lengi vel og hrópuðu út í loftið, ræðumenn hurfu af sviðinu og þingið var í algeru uppnámi. „Ég hef aldrei nokkurn tímann í lífi mínu séð annað eins,“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn Mike Lee. Annar öldungadeildarþingmaður, Gordon Humphrey, sagði þetta sýna fólki hvernig forsetatíð Trumps muni verða: „Við höfum séð forsetatíð Trumps og margir dæmigerðir stuðningsmenn hans eru, ef ekki fasistar sjálfir, þá haga þeir sér nokkurn veginn eins og fasistar, öskra niður andstæðinga sína og sýna þeim ruddaskap.“ Þetta leið svo hjá þannig að fyrirfram ákveðin dagskrá gat haldið áfram. Athygli vekur að þátttakendur á landsþinginu, nærri 2.500 manns, eru nánast allir ljósir á hörund. Innan við 20 fulltrúar á landsþinginu eru svartir og síðustu hundrað árin hefur hlutfall þeirra aldrei verið lægra en einmitt nú. Fyrsti dagurinn gekk að verulegu leyti út á að gagnrýna Hillary Clinton, væntanlegt forsetaefni Demókrataflokksins, en deginum lauk með því að prestur að nafni Mark Burns fór með bæn þar sem hann þakkaði guði fyrir Donald Trump og sagði óvininn vera Hillary Clinton og Demókrataflokkinn. Í gær tóku meðal annars til máls börn Trumps, þau Tiffani og Donald yngri, ásamt leiðtogum Repúblikanaflokksins á þjóðþinginu í Washington, þeir Mitch McConnell, leiðtogi þingmeirihlutans í öldungadeildinni, Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar, og Kevin McCarthy, leiðtogi repúblikana í fulltrúadeildinni. Þinginu lýkur svo annað kvöld með ávarpi Donalds Trump, sem þá verður formlega orðinn forsetaefni flokksins fyrir kosningarnar í nóvember. Hermt eftir MichelleÁ mánudaginn vakti ræða Melaniu, eiginkonu Donalds Trump, ekki síst athygli fyrir það að hún notaði heilu setningarnar nánast orðrétt upp úr ræðu Michelle, eiginkonu Baracks Obama forseta, á landsþingi Demókrataflokksins árið 2008, þegar Obama var útnefndur forsetaefni flokks síns. „Við viljum að börn þessarar þjóðar viti að það eina sem takmarkar árangur ykkar eru styrkur drauma ykkar og vilji ykkar til að vinna að þeim,” sagði til dæmis Melania Trump í ræðu sinni, en Michelle Obama hafði sagt í sinni ræðu fyrir átta árum: „Við viljum að börnin okkar, og öll börn þessarar þjóðar, viti að það eina sem takmarkar það hversu hátt þið getið náð er það hve draumar ykkar ná langt og vilji ykkar til að vinna að þeim.”Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júlí Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sláandi líkindi með ræðu frú Trump og átta ára ræðu Michelle Obama Saka frú Trump um ritstuld. 19. júlí 2016 09:12 Pence má gera mistök af og til Donald Trump, sem væntanlega verður formlega gerður að forsetaefni repúblikana í dag, sagði varaforsetaefni sitt, Mike Pence, hafa gert mistök þegar hann greiddi atkvæði með innrás í Írak árið 2003. 19. júlí 2016 07:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Landsþing bandaríska Repúblikanaflokksins þetta árið er harla óvenjulegt. Margir helstu áhrifamenn flokksins forðast að mæta og þótt flestir hafi þeir lýst yfir stuðningi við Donald Trump, þá er samstaðan engan veginn jafn afgerandi og flokksmenn eiga að venjast. Mikill órói braust út við upphaf þingsins á mánudag þegar andstæðingar Trumps á þinginu reyndu að bera upp tillögu um að fulltrúar gengju óbundnir til atkvæða þegar forsetaefni flokksins verður valið. Andstæðingar Trumps hefðu þarna fengið vettvang til þess að koma óánægju sinni á framfæri og töldu algerlega valtað yfir sig þegar kröfu þeirra var hafnað. Þetta endaði með því að andstæðingar og stuðningsmenn Trumps stóðu lengi vel og hrópuðu út í loftið, ræðumenn hurfu af sviðinu og þingið var í algeru uppnámi. „Ég hef aldrei nokkurn tímann í lífi mínu séð annað eins,“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn Mike Lee. Annar öldungadeildarþingmaður, Gordon Humphrey, sagði þetta sýna fólki hvernig forsetatíð Trumps muni verða: „Við höfum séð forsetatíð Trumps og margir dæmigerðir stuðningsmenn hans eru, ef ekki fasistar sjálfir, þá haga þeir sér nokkurn veginn eins og fasistar, öskra niður andstæðinga sína og sýna þeim ruddaskap.“ Þetta leið svo hjá þannig að fyrirfram ákveðin dagskrá gat haldið áfram. Athygli vekur að þátttakendur á landsþinginu, nærri 2.500 manns, eru nánast allir ljósir á hörund. Innan við 20 fulltrúar á landsþinginu eru svartir og síðustu hundrað árin hefur hlutfall þeirra aldrei verið lægra en einmitt nú. Fyrsti dagurinn gekk að verulegu leyti út á að gagnrýna Hillary Clinton, væntanlegt forsetaefni Demókrataflokksins, en deginum lauk með því að prestur að nafni Mark Burns fór með bæn þar sem hann þakkaði guði fyrir Donald Trump og sagði óvininn vera Hillary Clinton og Demókrataflokkinn. Í gær tóku meðal annars til máls börn Trumps, þau Tiffani og Donald yngri, ásamt leiðtogum Repúblikanaflokksins á þjóðþinginu í Washington, þeir Mitch McConnell, leiðtogi þingmeirihlutans í öldungadeildinni, Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar, og Kevin McCarthy, leiðtogi repúblikana í fulltrúadeildinni. Þinginu lýkur svo annað kvöld með ávarpi Donalds Trump, sem þá verður formlega orðinn forsetaefni flokksins fyrir kosningarnar í nóvember. Hermt eftir MichelleÁ mánudaginn vakti ræða Melaniu, eiginkonu Donalds Trump, ekki síst athygli fyrir það að hún notaði heilu setningarnar nánast orðrétt upp úr ræðu Michelle, eiginkonu Baracks Obama forseta, á landsþingi Demókrataflokksins árið 2008, þegar Obama var útnefndur forsetaefni flokks síns. „Við viljum að börn þessarar þjóðar viti að það eina sem takmarkar árangur ykkar eru styrkur drauma ykkar og vilji ykkar til að vinna að þeim,” sagði til dæmis Melania Trump í ræðu sinni, en Michelle Obama hafði sagt í sinni ræðu fyrir átta árum: „Við viljum að börnin okkar, og öll börn þessarar þjóðar, viti að það eina sem takmarkar það hversu hátt þið getið náð er það hve draumar ykkar ná langt og vilji ykkar til að vinna að þeim.”Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júlí
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sláandi líkindi með ræðu frú Trump og átta ára ræðu Michelle Obama Saka frú Trump um ritstuld. 19. júlí 2016 09:12 Pence má gera mistök af og til Donald Trump, sem væntanlega verður formlega gerður að forsetaefni repúblikana í dag, sagði varaforsetaefni sitt, Mike Pence, hafa gert mistök þegar hann greiddi atkvæði með innrás í Írak árið 2003. 19. júlí 2016 07:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Sláandi líkindi með ræðu frú Trump og átta ára ræðu Michelle Obama Saka frú Trump um ritstuld. 19. júlí 2016 09:12
Pence má gera mistök af og til Donald Trump, sem væntanlega verður formlega gerður að forsetaefni repúblikana í dag, sagði varaforsetaefni sitt, Mike Pence, hafa gert mistök þegar hann greiddi atkvæði með innrás í Írak árið 2003. 19. júlí 2016 07:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent