Hvað á barnið að heita? Tryggvi Gíslason skrifar 21. júlí 2016 07:00 Innanríkisráðuneytið hefur kynnt drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu. Með nýjum lögum er ætlunin að lög um mannanöfn nr. 45/1996 falli úr gildi. Í greinargerð ráðuneytisins með frumvarpinu segir að rétt sé talið að felldar séu úr gildi takmarkanir á nafngjöf og lögð áhersla á, að með því sé fullorðnum einstaklingum og foreldrum barna gefið frelsi til að velja nöfn sín og barna sinna. Mannanafnanefnd yrði lögð niður – enda óþörf, eins og segir í greinargerðinni. Nöfn skulu rituð með bókstöfum íslenska stafrófsins. Eiginnöfn skulu vera nafnorð, auðkennd með stórum upphafsstaf og án greinis. Sé eiginnafn af íslenskum uppruna skal það falla að íslensku beygingarkerfi, en það er ekki skilyrði ef um viðurkennt erlent nafn er að ræða. Uppfylli nöfn ekki þessi skilyrði þessarar ber Þjóðskrá Íslands að hafna skráningu.Endurskoðun laga eðlileg Ekki er óeðlilegt að lög um mannanöfn séu endurskoðuð vegna breyttra viðhorfa og breyttra aðstæðna í samfélaginu. Í greinargerð innanríkisráðuneytisins segir að á undanförnum árum hafi umræða um mannanafnalöggjöfina verið áberandi í samfélaginu, meðal annars í tengslum við ákvarðanir mannanafnanefndar. Hefur því sjónarmiði því „vaxið ásmegin“, eins og stendur í greinargerðinni, að réttur manna til að ráða sjálfir nöfnum sínum og barna sinna sé ríkari en hagsmunir samfélagsins af því að takmarka þennan rétt. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 2013 hafi verið byggt á því að réttur manns til nafns félli undir vernd 71. greinar stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífs. Því til stuðnings vísaði héraðsdómur til dómaframkvæmdar Mannréttindadómstóls Evrópu sem fellt hefur réttinn til nafns undir ákvæði í Mannréttindasáttmála Evrópu, en hún sé efnislega samhljóða 71. gr. stjórnarskrárinnar. „Af því leiðir að réttur til nafns verði aðeins takmarkaður með sérstakri lagaheimild ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra, sbr. 3. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu,“ eins og segir orðrétt í greinargerð innanríkisráðuneytisins.Íslensk nafngiftarhefð Endurskoðun laga er eðlileg við breyttar aðstæður og réttur einstaklinga er afar mikilsverður. En til eru fyrirbæri sem heita hefð, venjur, menning og málrækt. Því ber í „nýjum lögum um þjóðskrá og almannaskráningu“ að takmarka rétt til nafns með sérstöku ákvæði til þess að koma í veg fyrir, að þúsund ára gamlar nafngiftarvenjur Íslendinga njóti réttarverndar sem eru mikilsverður hluti af menningunni. Fela má Þjóðskrá Íslands að gæta gamallar nafngiftarhefðar, enda er unnt að leita álits Árnastofnunar eða Íslensku- og menningarsviðs Háskóla Íslands um vafamál eða ágreiningsmál. Að lokum má benda innanríkisráðuneytinu á norsku nafnalögin frá 2006, Lov om personnavn, navneloven. Lögin eru vel skrifuð, sett fram á einfaldan hátt og skynsamlega haldið á málum. Réttindi einstaklinga – ekki síst barna – eru virt, en um leið er tekið tillit til hefðar og venju í samfélaginu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. júlí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannanöfn Tryggvi Gíslason Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Skoðun Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Innanríkisráðuneytið hefur kynnt drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu. Með nýjum lögum er ætlunin að lög um mannanöfn nr. 45/1996 falli úr gildi. Í greinargerð ráðuneytisins með frumvarpinu segir að rétt sé talið að felldar séu úr gildi takmarkanir á nafngjöf og lögð áhersla á, að með því sé fullorðnum einstaklingum og foreldrum barna gefið frelsi til að velja nöfn sín og barna sinna. Mannanafnanefnd yrði lögð niður – enda óþörf, eins og segir í greinargerðinni. Nöfn skulu rituð með bókstöfum íslenska stafrófsins. Eiginnöfn skulu vera nafnorð, auðkennd með stórum upphafsstaf og án greinis. Sé eiginnafn af íslenskum uppruna skal það falla að íslensku beygingarkerfi, en það er ekki skilyrði ef um viðurkennt erlent nafn er að ræða. Uppfylli nöfn ekki þessi skilyrði þessarar ber Þjóðskrá Íslands að hafna skráningu.Endurskoðun laga eðlileg Ekki er óeðlilegt að lög um mannanöfn séu endurskoðuð vegna breyttra viðhorfa og breyttra aðstæðna í samfélaginu. Í greinargerð innanríkisráðuneytisins segir að á undanförnum árum hafi umræða um mannanafnalöggjöfina verið áberandi í samfélaginu, meðal annars í tengslum við ákvarðanir mannanafnanefndar. Hefur því sjónarmiði því „vaxið ásmegin“, eins og stendur í greinargerðinni, að réttur manna til að ráða sjálfir nöfnum sínum og barna sinna sé ríkari en hagsmunir samfélagsins af því að takmarka þennan rétt. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 2013 hafi verið byggt á því að réttur manns til nafns félli undir vernd 71. greinar stjórnarskrárinnar um friðhelgi einkalífs. Því til stuðnings vísaði héraðsdómur til dómaframkvæmdar Mannréttindadómstóls Evrópu sem fellt hefur réttinn til nafns undir ákvæði í Mannréttindasáttmála Evrópu, en hún sé efnislega samhljóða 71. gr. stjórnarskrárinnar. „Af því leiðir að réttur til nafns verði aðeins takmarkaður með sérstakri lagaheimild ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra, sbr. 3. mgr. 71. gr. stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu,“ eins og segir orðrétt í greinargerð innanríkisráðuneytisins.Íslensk nafngiftarhefð Endurskoðun laga er eðlileg við breyttar aðstæður og réttur einstaklinga er afar mikilsverður. En til eru fyrirbæri sem heita hefð, venjur, menning og málrækt. Því ber í „nýjum lögum um þjóðskrá og almannaskráningu“ að takmarka rétt til nafns með sérstöku ákvæði til þess að koma í veg fyrir, að þúsund ára gamlar nafngiftarvenjur Íslendinga njóti réttarverndar sem eru mikilsverður hluti af menningunni. Fela má Þjóðskrá Íslands að gæta gamallar nafngiftarhefðar, enda er unnt að leita álits Árnastofnunar eða Íslensku- og menningarsviðs Háskóla Íslands um vafamál eða ágreiningsmál. Að lokum má benda innanríkisráðuneytinu á norsku nafnalögin frá 2006, Lov om personnavn, navneloven. Lögin eru vel skrifuð, sett fram á einfaldan hátt og skynsamlega haldið á málum. Réttindi einstaklinga – ekki síst barna – eru virt, en um leið er tekið tillit til hefðar og venju í samfélaginu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. júlí
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun