Alþjóðaíþróttadómstóllinn, Cas, hafnaði í morgun áfrýjunarbeiðni rússneska Ólympíusambandsins og hinna 68 rússnesku frjálsíþróttaamanna sem vilja keppnisbanni sínu á Ólympíuleikunum í Ríó hnekkt.
Alþjóðafrjálsíþróttasambandið, IAAF, setti Rússana í bann vegna kerfisbundinnar lyfjamisnotkunar þar í landi um árabil sem var studd af rússneska ríkinu og íþróttayfirvöldum þar í landi.
Cas, sem er stofnun óháð öllum íþróttasamtökum og er einskonar hæstiréttur íþróttanna, fór yfir áfrýjun Rússanna á þriðjudaginn en hún snerist um að rússnesk yfirvöld véfengja leyfi IAAF að banna íþróttamönnum sem hafa ekki fundist sekir um lyfjamisferli að keppa á ÓL.
Íþróttadómstólinn stóð með Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu í málinu sem sagði á þriðjudaginn að það ætlaði að bíða eftir úrskurði Cas áður en það færi með málið enn lengra. IAAF ætlaði sér svo sannarlega að meina Rússum um þátttöku á leikunum og það tókst.
„Úrskurðurinn sem féll í dag hefur búið til jafnað út keppnissviðið fyrir íþróttinamennina. Íþróttadómstóllinn gerði rétt með að standa með frjálsíþróttasambandinu og leyfa því að beita sínum reglum til að verja íþróttina,“ segir í yfirlýsingu IAAF.
Það kemur svo í ljós á sunnudaginn hvort Rússar verði yfir höfuð með á Ólympíuleikunum en Alþjóðaólympíunefndin kveður upp úrskurð sinn um það á sunnudaginn en ástæðan er sama kerfibundna lyfjamisnotkunin sem hefur staðið yfir í Rússlandi um árabil.
Ekkert rússneskt frjálsíþróttafólk á ÓL
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið





Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool
Enski boltinn

Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað
Íslenski boltinn

Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið
Íslenski boltinn


„Stöð 2 Sport er enski boltinn“
Enski boltinn

Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna
Íslenski boltinn