Sunnudagurinn gæti líka verið stór dagur fyrir íslenska íþróttamenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2016 18:30 Skotmaðurinn Ásgeir Sigurgeirsson. Vísir/Anton Alþjóðaólympíunefndin mun ákveða það á sunnudaginn hvort að útiloka eigi allra rússneska keppendur frá Ólympíuleikunum í Ríó sem hefjast í næsta mánuði. Sú ákvörðun varð líklegri eftir að Alþjóðaíþróttadómstóllinn staðfesti í dag ákvörðun Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins um að banna alla Rússa í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna. Það er mikil pressa frá íþróttaheiminum að Rússar fái ekki að vera með eftir að stjórnvöld í landinu voru uppvís um það að styðja á bak við ólöglega lyfjanotkun íþróttafólks síns. Átta Íslendingar eru komnir með keppnisrétt á ÓL í Ríó en þeim gæti mögulega fjölgað detti allir Rússar út. Fari svo að þeim 321 Rússa ,sem hefur unnið sér keppnisrétt, verði meinuð þátttaka á leikunum þá er líklegt að sætum verði endurúthlutað í einhverjum greinum. Skotmaðurinn Ásgeir Sigurgeirsson var nálægt því að vinna sér keppnisrétt á leikana í Ríó og hann gæti mögulega fengið sætið detti Rússarnir út. Allt þetta ræðst á sunnudaginn kemur þegar Alþjóðaólympíunefndin tilkynnir þessa erfiðu ákvörðun sína. Framtíð rússneska íþrótta sem og framtíð lyfjaeftirlits í heiminum eru undir í þessari risastóru ákvörðun en verði hún að banna Rússa frá leikunum þá þarf að ákveða hvað á að gera með sæti þeirra. Þrennt er í stöðunni að mati Andra Stefánssonar, sviðsstjóri á afreks- og ólympíusviði ÍSÍ, en hann fór yfir málið í samtali við ruv.is. Það sem getur gerst er eftirtalið.- Möguleiki eitt - Sætum Rússa verður ekki úthlutað og ekkert breytist fyrir utan það að rússneskir íþróttamenn verða ekki á leikunum. Þessi möguleiki er frekar ólíklegur, sérstaklega í ljósi þess að erfitt er að vera með mismörg lið í riðlum í hópíþróttunum.- Möguleiki tvö - Sætum verður endurúthlutað í einhverjum greinum.- Möguleiki þrjú - Sætum verður endurúthlutað í öllum greinum. Verði möguleikar tvö eða þrjú fyrir valinu opnast tækifæri fyrir fleiri Íslendinga að komast inn á leikana en það er ekki langur tími til stefnu enda stutt í að leikarnir hefjist í Ríó. Íþróttafólkinu hefur þegar verið úthlutað staður í Ólympíuþorpinu og allt skipulag er til staðar. Allsherjar uppstokkun á gistingu og dagskrá keppenda á leikunum gæti því verið erfið þegar svona lítill tími er til stefnu. Öll augu verða á Alþjóðaólympíunefndinni á sunnudaginn sem gæti orðið stór dagur fyrir íslenska íþróttamenn fái þeir þá óvæntan keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Ríó. Aðrar íþróttir Íþróttir Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ LeBron boðar aðra Ákvörðun Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sjá meira
Alþjóðaólympíunefndin mun ákveða það á sunnudaginn hvort að útiloka eigi allra rússneska keppendur frá Ólympíuleikunum í Ríó sem hefjast í næsta mánuði. Sú ákvörðun varð líklegri eftir að Alþjóðaíþróttadómstóllinn staðfesti í dag ákvörðun Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins um að banna alla Rússa í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna. Það er mikil pressa frá íþróttaheiminum að Rússar fái ekki að vera með eftir að stjórnvöld í landinu voru uppvís um það að styðja á bak við ólöglega lyfjanotkun íþróttafólks síns. Átta Íslendingar eru komnir með keppnisrétt á ÓL í Ríó en þeim gæti mögulega fjölgað detti allir Rússar út. Fari svo að þeim 321 Rússa ,sem hefur unnið sér keppnisrétt, verði meinuð þátttaka á leikunum þá er líklegt að sætum verði endurúthlutað í einhverjum greinum. Skotmaðurinn Ásgeir Sigurgeirsson var nálægt því að vinna sér keppnisrétt á leikana í Ríó og hann gæti mögulega fengið sætið detti Rússarnir út. Allt þetta ræðst á sunnudaginn kemur þegar Alþjóðaólympíunefndin tilkynnir þessa erfiðu ákvörðun sína. Framtíð rússneska íþrótta sem og framtíð lyfjaeftirlits í heiminum eru undir í þessari risastóru ákvörðun en verði hún að banna Rússa frá leikunum þá þarf að ákveða hvað á að gera með sæti þeirra. Þrennt er í stöðunni að mati Andra Stefánssonar, sviðsstjóri á afreks- og ólympíusviði ÍSÍ, en hann fór yfir málið í samtali við ruv.is. Það sem getur gerst er eftirtalið.- Möguleiki eitt - Sætum Rússa verður ekki úthlutað og ekkert breytist fyrir utan það að rússneskir íþróttamenn verða ekki á leikunum. Þessi möguleiki er frekar ólíklegur, sérstaklega í ljósi þess að erfitt er að vera með mismörg lið í riðlum í hópíþróttunum.- Möguleiki tvö - Sætum verður endurúthlutað í einhverjum greinum.- Möguleiki þrjú - Sætum verður endurúthlutað í öllum greinum. Verði möguleikar tvö eða þrjú fyrir valinu opnast tækifæri fyrir fleiri Íslendinga að komast inn á leikana en það er ekki langur tími til stefnu enda stutt í að leikarnir hefjist í Ríó. Íþróttafólkinu hefur þegar verið úthlutað staður í Ólympíuþorpinu og allt skipulag er til staðar. Allsherjar uppstokkun á gistingu og dagskrá keppenda á leikunum gæti því verið erfið þegar svona lítill tími er til stefnu. Öll augu verða á Alþjóðaólympíunefndinni á sunnudaginn sem gæti orðið stór dagur fyrir íslenska íþróttamenn fái þeir þá óvæntan keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Ríó.
Aðrar íþróttir Íþróttir Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ LeBron boðar aðra Ákvörðun Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sjá meira