Hlýnun jarðar dýrkeypt fyrir efnahagslífið Sæunn Gísladóttir skrifar 22. júlí 2016 17:45 Sameinuðu Þjóðirnar áætla að 43 lönd standa frammi fyrir lægri hagvexti vegna aukins hita. Vísir/Getty Hækkandi hitastig í heiminum gæti kostað alþjóðlega hagkerfið yfir tvær billjónir dollara fyrir árið 2030, með því að takmarka tíma sem hægt er að vinna á í fátækustu þjóðum heims, þetta er niðurstaða ransóknar Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt SÞ munu allt að fjörutíu og þrjú lönd, sérstaklega lönd í Asíu, meðal annars Kína, Indónesía og Malasía, standa frammi fyrir lægri hagvexti vegna aukins hita. Talið er að landsframleiðsla í Kína gæti dregist saman um eitt prósent, og landsframleiðsla í Indónesíu um sex prósent fyrir árið 2030. Bloomberg greinir frá því að gríðarlegur hiti í suðaustur Asíu leiði nú þegar til fimmtán til tuttugu prósent færri vinnustundum, og að sú tala gæti tvöfaldast fyrir árið 2050 vegna hlýnun jarðar. Aukinn hiti mun hafa meiri áhrif í fátækari löndum, þar sem ríkari lönd hafa betri möguleika á að kæla rými til að bregðast við auknum hita á vinnustundum. Árið 2030 er spáð því að tap á landsframleiðslu gæti numið allt að 450 milljörðum dollara í Kína og á Indlandi vegna hækkandi hitastigs. Möguleiki væri þó á að draga úr áhrifunum með því að færa vinnutímann til. Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Hækkandi hitastig í heiminum gæti kostað alþjóðlega hagkerfið yfir tvær billjónir dollara fyrir árið 2030, með því að takmarka tíma sem hægt er að vinna á í fátækustu þjóðum heims, þetta er niðurstaða ransóknar Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt SÞ munu allt að fjörutíu og þrjú lönd, sérstaklega lönd í Asíu, meðal annars Kína, Indónesía og Malasía, standa frammi fyrir lægri hagvexti vegna aukins hita. Talið er að landsframleiðsla í Kína gæti dregist saman um eitt prósent, og landsframleiðsla í Indónesíu um sex prósent fyrir árið 2030. Bloomberg greinir frá því að gríðarlegur hiti í suðaustur Asíu leiði nú þegar til fimmtán til tuttugu prósent færri vinnustundum, og að sú tala gæti tvöfaldast fyrir árið 2050 vegna hlýnun jarðar. Aukinn hiti mun hafa meiri áhrif í fátækari löndum, þar sem ríkari lönd hafa betri möguleika á að kæla rými til að bregðast við auknum hita á vinnustundum. Árið 2030 er spáð því að tap á landsframleiðslu gæti numið allt að 450 milljörðum dollara í Kína og á Indlandi vegna hækkandi hitastigs. Möguleiki væri þó á að draga úr áhrifunum með því að færa vinnutímann til.
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira