Maradona í sárum Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júlí 2016 12:30 Maradona og Higuaín á góðri stundu. vísir/getty Diego Maradona, einn besti fótboltamaður sögunnar, er í sárum vegna yfirvofandi sölu Napoli á framherjanum Gonzalo Higuaín til Ítalíumeistara Juventus. Sky Italia hélt því fram um helgina að Argentínumaðurinn væri búinn að standast læknisskoðun hjá Juventus og semja um kaup og kjör en hann kostar Ítalíumeistarana líklega 79 milljónir punda og verður því langdýrasti leikmaðurinn seldur innan Ítalíu. Þessi 28 ára gamli framherji skoraði 36 mörk í 35 leikjum fyrir Napoli á síðustu leiktíð og var fyrsti maðurinn sem skorar yfir 30 mörk í Seríu A í áratug. „Þetta mál með Higuaín særir mig því hann er að fara til Juventus sem er beinn samkeppnisaðili,“ skrifar Maradona á Facebok-síðu sína en Maradona er goðsögn í lifanda lífi hjá Napoli eftir að vinna tvo titla með félaginu á níunda áratug síðustu aldar. „Við getum samt ekki kennt leikmanninum um. Leikmaðurinn ber bara ábyrgð á sjálfum sér. Það eru þessir feitu viðskiptakettir sem glotta mest í þessu máli. Það hugsar enginn um stuðningsmennina,“ segir Diego Maradona. Maradona þjálfaði Higuaín frá 2008-2010 þegar hann stýrði argentínska landsliðinu en orðum hans var ekki beint að leikmanninum eins og hann segir. Hann er ósáttur með Aurelio De Laurentiis, forseta Napoli. „Ég er þreyttur á að segja þetta en í dag skiptir meiru máli að vera góður viðskiptamaður en góður forseti félags. Þetta var ekki svona þegar ég var að spila. Það er slæmt að FIFA heldur áfram að sofa,“ segir Diego Maradona. Ítalski boltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Sjá meira
Diego Maradona, einn besti fótboltamaður sögunnar, er í sárum vegna yfirvofandi sölu Napoli á framherjanum Gonzalo Higuaín til Ítalíumeistara Juventus. Sky Italia hélt því fram um helgina að Argentínumaðurinn væri búinn að standast læknisskoðun hjá Juventus og semja um kaup og kjör en hann kostar Ítalíumeistarana líklega 79 milljónir punda og verður því langdýrasti leikmaðurinn seldur innan Ítalíu. Þessi 28 ára gamli framherji skoraði 36 mörk í 35 leikjum fyrir Napoli á síðustu leiktíð og var fyrsti maðurinn sem skorar yfir 30 mörk í Seríu A í áratug. „Þetta mál með Higuaín særir mig því hann er að fara til Juventus sem er beinn samkeppnisaðili,“ skrifar Maradona á Facebok-síðu sína en Maradona er goðsögn í lifanda lífi hjá Napoli eftir að vinna tvo titla með félaginu á níunda áratug síðustu aldar. „Við getum samt ekki kennt leikmanninum um. Leikmaðurinn ber bara ábyrgð á sjálfum sér. Það eru þessir feitu viðskiptakettir sem glotta mest í þessu máli. Það hugsar enginn um stuðningsmennina,“ segir Diego Maradona. Maradona þjálfaði Higuaín frá 2008-2010 þegar hann stýrði argentínska landsliðinu en orðum hans var ekki beint að leikmanninum eins og hann segir. Hann er ósáttur með Aurelio De Laurentiis, forseta Napoli. „Ég er þreyttur á að segja þetta en í dag skiptir meiru máli að vera góður viðskiptamaður en góður forseti félags. Þetta var ekki svona þegar ég var að spila. Það er slæmt að FIFA heldur áfram að sofa,“ segir Diego Maradona.
Ítalski boltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Sjá meira