200.000 króna sekt fyrir að lenda við Holuhraun Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. júlí 2016 12:30 Maðurinn sagði að auðvelt hefði verið fyrir sig að yfirgefa svæðið ef hættuástand hefði skapast. vísir/auðunn Þyrluflugmaður, sem lenti þyrlu í þrígang innan bannsvæðis við Holuhraun, hefur verið dæmdur til að greiða 200.000 krónur í sekt í ríkissjóð vegna brot síns. Fjórtán daga fangelsi kemur í stað sektarinnar verði hún eigi greidd innan fjögurra vikna. Maðurinn, sem starfaði hjá Reykjavík Helicopters, lenti í tvígang í september 2014 og eitt sinn í október sama ár á svæðinu. Í fyrri tvö skiptin flaug hann með jarðfræðing og fjölmiðlamann en í október flaug hann með ferðamann. Var hann sakfelldur fyrir brot gegn lögreglulögum fyrir að hafa, með háttsemi sinni, ekki hlýtt tilmælum lögreglu. Lögreglan hafði lokað fyrir alla umferð um svæðið tímabundið vegna hættuástands. Þar var um að ræða áðurnefnt eldgos í Holuhrauni og yfirvofandi flóðavá úr Dyngjujökli.Sjá einnig:Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu Maðurinn viðurkenndi að hafa lent á svæðinu en taldi sig ekki hafa gerst brotlegan við lög. Hann byggði á því að hann hefði aldrei fengið upplýsingar eða fyrirmæli um að flug væri bannað innan svæðisins. Þá hefði hann verið á þyrlu sem gerði honum kleift að yfirgefa svæðið nær samstundis ef eitthvað hefði komið upp á. Í málinu lágu fyrir tilkynningar almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra þar sem sagt var frá banninu. Þær voru birtar á heimasíðu almannavarna, Facebook og Twitter og að auki sendar fjölmiðlum. Því féllst dómurinn ekki á röksemdir mannsins um að hann skyldi sýknaður þar sem Isavia sendi honum eigi tilkynningu um bannið. Í ljósi þess að maðurinn var aðeins starfsmaður í ferðinni, hafði engan persónulegan ávinning af því og að brotið hafði ekki alvarlegar afleiðingar, var refsing hans ákveðin 200.000 króna sekt. Að auki skikkaði Héraðsdómur Norðurlands eystra hann til að greiða lögmannskostnað upp á rúmar 750.000 krónur. Dómsmál Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Neitar sök en játar að hafa lent á bannsvæði Þyrluflugmanni er gert að sök að hafa ekki farið eftir fyrirmælum lögreglu þegar hann flaug inn á lokað bannsvæði og lenti þar. 19. maí 2016 09:00 Fleiri ákærðir fyrir brot við Holuhraun Þrír einstaklingar hafa verið ákærðir fyrir að hafa þann 4. september árið 2014 ekið inn á svæði sem lögreglustjórar á Húsavík og Seyðisfirði höfðu lokað fyrir allri umferð vegna eldgoss í Holuhrauni og yfirvofandi flóðahættu úr Dyngjujökli. 7. maí 2016 07:00 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Þyrluflugmaður, sem lenti þyrlu í þrígang innan bannsvæðis við Holuhraun, hefur verið dæmdur til að greiða 200.000 krónur í sekt í ríkissjóð vegna brot síns. Fjórtán daga fangelsi kemur í stað sektarinnar verði hún eigi greidd innan fjögurra vikna. Maðurinn, sem starfaði hjá Reykjavík Helicopters, lenti í tvígang í september 2014 og eitt sinn í október sama ár á svæðinu. Í fyrri tvö skiptin flaug hann með jarðfræðing og fjölmiðlamann en í október flaug hann með ferðamann. Var hann sakfelldur fyrir brot gegn lögreglulögum fyrir að hafa, með háttsemi sinni, ekki hlýtt tilmælum lögreglu. Lögreglan hafði lokað fyrir alla umferð um svæðið tímabundið vegna hættuástands. Þar var um að ræða áðurnefnt eldgos í Holuhrauni og yfirvofandi flóðavá úr Dyngjujökli.Sjá einnig:Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu Maðurinn viðurkenndi að hafa lent á svæðinu en taldi sig ekki hafa gerst brotlegan við lög. Hann byggði á því að hann hefði aldrei fengið upplýsingar eða fyrirmæli um að flug væri bannað innan svæðisins. Þá hefði hann verið á þyrlu sem gerði honum kleift að yfirgefa svæðið nær samstundis ef eitthvað hefði komið upp á. Í málinu lágu fyrir tilkynningar almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra þar sem sagt var frá banninu. Þær voru birtar á heimasíðu almannavarna, Facebook og Twitter og að auki sendar fjölmiðlum. Því féllst dómurinn ekki á röksemdir mannsins um að hann skyldi sýknaður þar sem Isavia sendi honum eigi tilkynningu um bannið. Í ljósi þess að maðurinn var aðeins starfsmaður í ferðinni, hafði engan persónulegan ávinning af því og að brotið hafði ekki alvarlegar afleiðingar, var refsing hans ákveðin 200.000 króna sekt. Að auki skikkaði Héraðsdómur Norðurlands eystra hann til að greiða lögmannskostnað upp á rúmar 750.000 krónur.
Dómsmál Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Neitar sök en játar að hafa lent á bannsvæði Þyrluflugmanni er gert að sök að hafa ekki farið eftir fyrirmælum lögreglu þegar hann flaug inn á lokað bannsvæði og lenti þar. 19. maí 2016 09:00 Fleiri ákærðir fyrir brot við Holuhraun Þrír einstaklingar hafa verið ákærðir fyrir að hafa þann 4. september árið 2014 ekið inn á svæði sem lögreglustjórar á Húsavík og Seyðisfirði höfðu lokað fyrir allri umferð vegna eldgoss í Holuhrauni og yfirvofandi flóðahættu úr Dyngjujökli. 7. maí 2016 07:00 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Neitar sök en játar að hafa lent á bannsvæði Þyrluflugmanni er gert að sök að hafa ekki farið eftir fyrirmælum lögreglu þegar hann flaug inn á lokað bannsvæði og lenti þar. 19. maí 2016 09:00
Fleiri ákærðir fyrir brot við Holuhraun Þrír einstaklingar hafa verið ákærðir fyrir að hafa þann 4. september árið 2014 ekið inn á svæði sem lögreglustjórar á Húsavík og Seyðisfirði höfðu lokað fyrir allri umferð vegna eldgoss í Holuhrauni og yfirvofandi flóðahættu úr Dyngjujökli. 7. maí 2016 07:00