Putin: Ólympíugull ekki eins merkilegt afrek þegar það vantar Rússana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2016 13:45 Það verða óvenju fáir Rússar sem ganga inn á völlinn í setningarhátíð Ríó. Vísir/EPA Vladimir Putin, forseti Rússlands, hitti Ólympíulið Rússa í dag og hélt um leið ræðu þar sem hann var harðorður gagnvart aðgerðum sérsambandanna sem hafa sett marga rússneska íþróttamenn í bann í aðdraganda Ólympíuleikanna í Ríó. Ólympíuleikarnir í Rio de Janeiro verða settir eftir rúma viku. Allir rússneskir frjálsíþróttamenn verða bannaðir frá leikunum sem og fjölmargir aðrir í öðrum íþróttagreinum. Vladimir Putin lítur á þessar aðgerðir sem mismunun og að Rússar munu ekki taka þessu þegjandi og hljóðalaust. Hann lofaði því að Rússar ætli að leita réttar síns. Fréttastofa TASS segir frá. Putin notaði líka sálfræði í ræðunni þegar hann reyndi að gera lítið úr Ólympíuleikum án Rússa. Stærsti hluti íþróttaheimsins er hins vegar á því að markviss og skipulögð ólögleg lyfjanotkun rússnesks íþróttafólks hefði átt að kalla á algjöra útilokun. Alþjóðaólympíunefndin var ekki tilbúin að ganga svo langt í að setja allsherjarbann á Rússa en setti það í hendurnar á hverju sérsambandi fyrir sig að ákveða hvort og þá hvaða Rússar fengju að keppa. „Það er augljóst að fjarvera rússnesks íþróttafólks í mörgum af íþróttagreinum leikanna minnkar styrkleika keppninnar og sér til þess að leikarnir verða ekki eins glæsilegir," sagði Vladimir Putin í ræðunni. „Ég held líka að kollegar okkar hjá stærstu íþróttaþjóðunum geri sér einnig grein fyrir því að gildi verðlauna þeirra verði ekki eins mikið. Það er eitt að vinna öflugan andstæðing en það er allt annað að vinna veikari andstæðinga. Slíkur sigur skilur eftir annað bragði í munni, kannski slæmt bragð," sagði Putin. „Skammsýnir pólitíkusar geta ekki einu sinni látið íþróttirnar í friði þrátt fyrir það að það eru þær sem sameinar fólk og eyðir út ríkjandi andmælum í samskiptum þjóða," sagði Putin. Vladimir Putin segir Rússa ekki sætta sig við það að Rússar, sem hafa sannað það að þeir séu hreinir, séu settir í bann. „Við sættum okkur aldrei við slíka mismunun. Þetta er mótsögn við undirstöðuatriði Ólympíuleikanna," sagði Putin. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
Vladimir Putin, forseti Rússlands, hitti Ólympíulið Rússa í dag og hélt um leið ræðu þar sem hann var harðorður gagnvart aðgerðum sérsambandanna sem hafa sett marga rússneska íþróttamenn í bann í aðdraganda Ólympíuleikanna í Ríó. Ólympíuleikarnir í Rio de Janeiro verða settir eftir rúma viku. Allir rússneskir frjálsíþróttamenn verða bannaðir frá leikunum sem og fjölmargir aðrir í öðrum íþróttagreinum. Vladimir Putin lítur á þessar aðgerðir sem mismunun og að Rússar munu ekki taka þessu þegjandi og hljóðalaust. Hann lofaði því að Rússar ætli að leita réttar síns. Fréttastofa TASS segir frá. Putin notaði líka sálfræði í ræðunni þegar hann reyndi að gera lítið úr Ólympíuleikum án Rússa. Stærsti hluti íþróttaheimsins er hins vegar á því að markviss og skipulögð ólögleg lyfjanotkun rússnesks íþróttafólks hefði átt að kalla á algjöra útilokun. Alþjóðaólympíunefndin var ekki tilbúin að ganga svo langt í að setja allsherjarbann á Rússa en setti það í hendurnar á hverju sérsambandi fyrir sig að ákveða hvort og þá hvaða Rússar fengju að keppa. „Það er augljóst að fjarvera rússnesks íþróttafólks í mörgum af íþróttagreinum leikanna minnkar styrkleika keppninnar og sér til þess að leikarnir verða ekki eins glæsilegir," sagði Vladimir Putin í ræðunni. „Ég held líka að kollegar okkar hjá stærstu íþróttaþjóðunum geri sér einnig grein fyrir því að gildi verðlauna þeirra verði ekki eins mikið. Það er eitt að vinna öflugan andstæðing en það er allt annað að vinna veikari andstæðinga. Slíkur sigur skilur eftir annað bragði í munni, kannski slæmt bragð," sagði Putin. „Skammsýnir pólitíkusar geta ekki einu sinni látið íþróttirnar í friði þrátt fyrir það að það eru þær sem sameinar fólk og eyðir út ríkjandi andmælum í samskiptum þjóða," sagði Putin. Vladimir Putin segir Rússa ekki sætta sig við það að Rússar, sem hafa sannað það að þeir séu hreinir, séu settir í bann. „Við sættum okkur aldrei við slíka mismunun. Þetta er mótsögn við undirstöðuatriði Ólympíuleikanna," sagði Putin.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira