Bað Rússa um að „hakka“ Clinton Samúel Karl Ólason skrifar 27. júlí 2016 16:34 Donald Trump. Vísir/EPA Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hvatti í dag Rússa og aðra til þess að brjótast inn í tölvupóstakerfi Hillary Clinton. Þar gætu þeir mögulega tövupósta sem Alríkislögregla Bandaríkjanna fann ekki. Við rannsókn FBI á einkapóstþjóni Clinton lét hún rannsakendur hafa 30.490 pósta sem hún taldi vinnutengda. Hún sagðist hafa eytt 31.830 póstum sem hún sagði einkamál. FBI hélt því fram að einhverjir af tölvupóstunum sem hún skilaði ekki hefði innihaldið leyniskjöl. Sem er ólöglegt en Trump hefur nú stungið upp á því að yfirvöld í Rússlandi reyni að finna þá. „Rússland, ef þið eru að hlusta vona ég að þið getið fundið þá 30 þúsund tölvupósta sem er saknað. Ég held að fjölmiðlar okkar myndu launa ykkur greiðan,“ sagði Trump á blaðamannafundi. Embættismenn og öryggissérfræðingar hafa sagt að vísbendingar gefi í skyn að yfirvöld í Rússlandi séu á bak við leka tölvupósta Demókrataflokksins. Rússar hafa neitað ásökunum og segja þær fráleitar.VIDEO: Trump: "Russia, if you're listening, I hope you're able to find the 30,000 emails that are missing..." https://t.co/NEGclzLXtP— Bradd Jaffy (@BraddJaffy) July 27, 2016 Eftir blaðamannafundinn ítrekaði Trump hugmynd sína á Twitter.Samkvæmt CNN sagði Trump einnig á blaðamannafundinum að samband Bandaríkjanna og Rússlands myndi batna verulega yrði hann forseti. Hann sagði að Vladimir Putin, forseti Rússlands, myndi virða sig. Þá sagði hann að Putin bæri enga virðingu fyrir Barack Obama, núverandi forseta Bandaríkjanna, og að hann hefði einu sinni kallað hann negra. CNN segir þó að engin gögn séu til sem staðfesti sögu Trump.If Russia or any other country or person has Hillary Clinton's 33,000 illegally deleted emails, perhaps they should share them with the FBI!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 27, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hvatti í dag Rússa og aðra til þess að brjótast inn í tölvupóstakerfi Hillary Clinton. Þar gætu þeir mögulega tövupósta sem Alríkislögregla Bandaríkjanna fann ekki. Við rannsókn FBI á einkapóstþjóni Clinton lét hún rannsakendur hafa 30.490 pósta sem hún taldi vinnutengda. Hún sagðist hafa eytt 31.830 póstum sem hún sagði einkamál. FBI hélt því fram að einhverjir af tölvupóstunum sem hún skilaði ekki hefði innihaldið leyniskjöl. Sem er ólöglegt en Trump hefur nú stungið upp á því að yfirvöld í Rússlandi reyni að finna þá. „Rússland, ef þið eru að hlusta vona ég að þið getið fundið þá 30 þúsund tölvupósta sem er saknað. Ég held að fjölmiðlar okkar myndu launa ykkur greiðan,“ sagði Trump á blaðamannafundi. Embættismenn og öryggissérfræðingar hafa sagt að vísbendingar gefi í skyn að yfirvöld í Rússlandi séu á bak við leka tölvupósta Demókrataflokksins. Rússar hafa neitað ásökunum og segja þær fráleitar.VIDEO: Trump: "Russia, if you're listening, I hope you're able to find the 30,000 emails that are missing..." https://t.co/NEGclzLXtP— Bradd Jaffy (@BraddJaffy) July 27, 2016 Eftir blaðamannafundinn ítrekaði Trump hugmynd sína á Twitter.Samkvæmt CNN sagði Trump einnig á blaðamannafundinum að samband Bandaríkjanna og Rússlands myndi batna verulega yrði hann forseti. Hann sagði að Vladimir Putin, forseti Rússlands, myndi virða sig. Þá sagði hann að Putin bæri enga virðingu fyrir Barack Obama, núverandi forseta Bandaríkjanna, og að hann hefði einu sinni kallað hann negra. CNN segir þó að engin gögn séu til sem staðfesti sögu Trump.If Russia or any other country or person has Hillary Clinton's 33,000 illegally deleted emails, perhaps they should share them with the FBI!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 27, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira