Bað Rússa um að „hakka“ Clinton Samúel Karl Ólason skrifar 27. júlí 2016 16:34 Donald Trump. Vísir/EPA Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hvatti í dag Rússa og aðra til þess að brjótast inn í tölvupóstakerfi Hillary Clinton. Þar gætu þeir mögulega tövupósta sem Alríkislögregla Bandaríkjanna fann ekki. Við rannsókn FBI á einkapóstþjóni Clinton lét hún rannsakendur hafa 30.490 pósta sem hún taldi vinnutengda. Hún sagðist hafa eytt 31.830 póstum sem hún sagði einkamál. FBI hélt því fram að einhverjir af tölvupóstunum sem hún skilaði ekki hefði innihaldið leyniskjöl. Sem er ólöglegt en Trump hefur nú stungið upp á því að yfirvöld í Rússlandi reyni að finna þá. „Rússland, ef þið eru að hlusta vona ég að þið getið fundið þá 30 þúsund tölvupósta sem er saknað. Ég held að fjölmiðlar okkar myndu launa ykkur greiðan,“ sagði Trump á blaðamannafundi. Embættismenn og öryggissérfræðingar hafa sagt að vísbendingar gefi í skyn að yfirvöld í Rússlandi séu á bak við leka tölvupósta Demókrataflokksins. Rússar hafa neitað ásökunum og segja þær fráleitar.VIDEO: Trump: "Russia, if you're listening, I hope you're able to find the 30,000 emails that are missing..." https://t.co/NEGclzLXtP— Bradd Jaffy (@BraddJaffy) July 27, 2016 Eftir blaðamannafundinn ítrekaði Trump hugmynd sína á Twitter.Samkvæmt CNN sagði Trump einnig á blaðamannafundinum að samband Bandaríkjanna og Rússlands myndi batna verulega yrði hann forseti. Hann sagði að Vladimir Putin, forseti Rússlands, myndi virða sig. Þá sagði hann að Putin bæri enga virðingu fyrir Barack Obama, núverandi forseta Bandaríkjanna, og að hann hefði einu sinni kallað hann negra. CNN segir þó að engin gögn séu til sem staðfesti sögu Trump.If Russia or any other country or person has Hillary Clinton's 33,000 illegally deleted emails, perhaps they should share them with the FBI!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 27, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, hvatti í dag Rússa og aðra til þess að brjótast inn í tölvupóstakerfi Hillary Clinton. Þar gætu þeir mögulega tövupósta sem Alríkislögregla Bandaríkjanna fann ekki. Við rannsókn FBI á einkapóstþjóni Clinton lét hún rannsakendur hafa 30.490 pósta sem hún taldi vinnutengda. Hún sagðist hafa eytt 31.830 póstum sem hún sagði einkamál. FBI hélt því fram að einhverjir af tölvupóstunum sem hún skilaði ekki hefði innihaldið leyniskjöl. Sem er ólöglegt en Trump hefur nú stungið upp á því að yfirvöld í Rússlandi reyni að finna þá. „Rússland, ef þið eru að hlusta vona ég að þið getið fundið þá 30 þúsund tölvupósta sem er saknað. Ég held að fjölmiðlar okkar myndu launa ykkur greiðan,“ sagði Trump á blaðamannafundi. Embættismenn og öryggissérfræðingar hafa sagt að vísbendingar gefi í skyn að yfirvöld í Rússlandi séu á bak við leka tölvupósta Demókrataflokksins. Rússar hafa neitað ásökunum og segja þær fráleitar.VIDEO: Trump: "Russia, if you're listening, I hope you're able to find the 30,000 emails that are missing..." https://t.co/NEGclzLXtP— Bradd Jaffy (@BraddJaffy) July 27, 2016 Eftir blaðamannafundinn ítrekaði Trump hugmynd sína á Twitter.Samkvæmt CNN sagði Trump einnig á blaðamannafundinum að samband Bandaríkjanna og Rússlands myndi batna verulega yrði hann forseti. Hann sagði að Vladimir Putin, forseti Rússlands, myndi virða sig. Þá sagði hann að Putin bæri enga virðingu fyrir Barack Obama, núverandi forseta Bandaríkjanna, og að hann hefði einu sinni kallað hann negra. CNN segir þó að engin gögn séu til sem staðfesti sögu Trump.If Russia or any other country or person has Hillary Clinton's 33,000 illegally deleted emails, perhaps they should share them with the FBI!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 27, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira