Trump svaraði spurningum á Reddit Samúel Karl Ólason skrifar 28. júlí 2016 10:39 Vísir/EPA Forsetaframbjóðandinn Donald Trump tók sig til og svaraði spurningum á Reddit í gærkvöldi. Í heildina svaraði hann þrettán spurningum notenda, en lítið nýtt kom fram varðandi stefnumál hans. Umræðan sýndi þó vel fram á hvaða mál brenna á stuðningsmönnum Donald Trump.Hann byrjaði umræðuna á því að taka fram að hann væri í flugi og tengingin þar væri ekki sú besta. Hann myndi þó svara öllum þeim spurningum sem hann gæti. Stuðningsmenn hans spurðu hundruð spurninga um margvísleg málefni en svörin voru yfirleitt ein eða tvær setningar. Eitt af lengri svörum Trump sneri að því að sannfæra stuðningsmenn Bernie Sanders um að hann myndi taka á móti þeim opnum örmum. Eina Redditsvæðið sem er stærra en svæði Trump er svæði Sanders.Redditsvæði Trump, r/The Donald, er gífurlega vinsælt, en stjórnendur þess stýrðu umræðunni af mikilli áfergju. Nýjum notendum var ekki gert kleift að spyrja og svo virðist sem harðir stuðningsmenn hans hafi verið í miklum meirihluta. Áður en umræðan hófst tilkynntu stjórnendur hennar að fjöldinn allur af athugasemdum yrðu fjarlægðar. Eitt svar Trump snerist um innflytjendastefnu hans og sagðist hann hafa lagt fram ítarlega stefnu á vefsvæði sínu. Hann sagði þá stefnu snúa að því að vernda störf Bandaríkjamanna.Buzzfeed bendir þó á að Trump sé nú að vinna að því að fá 78 erlenda aðila í vinnu á sveitaklúbbi og golfvelli sem hann á. Um er að ræða láglaunastörf. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Forsetaframbjóðandinn Donald Trump tók sig til og svaraði spurningum á Reddit í gærkvöldi. Í heildina svaraði hann þrettán spurningum notenda, en lítið nýtt kom fram varðandi stefnumál hans. Umræðan sýndi þó vel fram á hvaða mál brenna á stuðningsmönnum Donald Trump.Hann byrjaði umræðuna á því að taka fram að hann væri í flugi og tengingin þar væri ekki sú besta. Hann myndi þó svara öllum þeim spurningum sem hann gæti. Stuðningsmenn hans spurðu hundruð spurninga um margvísleg málefni en svörin voru yfirleitt ein eða tvær setningar. Eitt af lengri svörum Trump sneri að því að sannfæra stuðningsmenn Bernie Sanders um að hann myndi taka á móti þeim opnum örmum. Eina Redditsvæðið sem er stærra en svæði Trump er svæði Sanders.Redditsvæði Trump, r/The Donald, er gífurlega vinsælt, en stjórnendur þess stýrðu umræðunni af mikilli áfergju. Nýjum notendum var ekki gert kleift að spyrja og svo virðist sem harðir stuðningsmenn hans hafi verið í miklum meirihluta. Áður en umræðan hófst tilkynntu stjórnendur hennar að fjöldinn allur af athugasemdum yrðu fjarlægðar. Eitt svar Trump snerist um innflytjendastefnu hans og sagðist hann hafa lagt fram ítarlega stefnu á vefsvæði sínu. Hann sagði þá stefnu snúa að því að vernda störf Bandaríkjamanna.Buzzfeed bendir þó á að Trump sé nú að vinna að því að fá 78 erlenda aðila í vinnu á sveitaklúbbi og golfvelli sem hann á. Um er að ræða láglaunastörf.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira