41 árs hlaupari mun setja nýtt bandarískt met á ÓL í Ríó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2016 19:45 Bernard Lagat fagnar ÓL-sæti sínum með börnum sínum. Vísir/Getty Bernard Lagat sló í gegn um helgina á úrtökumóti Bandaríkjanna fyrir frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna í Ríó sem hefjast í næsta mánuði. ' Bernard Lagat er orðinn 41 árs gamall en gefur ekkert eftir. Það sást vel í 5000 metra hlaupinu um helgina þar sem frábær endasprettur tryggði honum sæti á Ólympíuleikunum. Á síðustu 400 metrum hlaupsins fór Bernard Lagat fram úr 24 ára manni, þrítugum manni, öðrum þrítugum manni, 25 ára manni og loks 26 ára gömlum manni. Með þessu tryggði hann sér sigur í hlaupinu og fær því tækifæri til að taka þátt í sínum fimmtu Ólympíuleikum. „Ég trú því ekki að ég sé gamall. Ef þú trúir því að þú sért orðinn gamall þá ferðu að hlaupa eins og gamall maður," sagði Bernard Lagat eftir hlaupið. Þetta var síðasti möguleiki Bernard Lagat því honum tókst ekki að klára tíu þúsund metra hlaupið átta dögum fyrr. Útlitið var heldur ekki alltof gott fyrir síðasta hringinn. Hann hljóp hinsvegar síðustu 400 metrana á 52,82 sekúndum og sló öllum öðrum við. Bernard Lagat er fæddur í Kenía 12. desember 1974. Hann keppti fyrir Kenía til ársins 2005 þegar hann gerðist bandarískur ríkisborgari en hann fór í háskóla í Bandaríkjunum. Þetta verða þriðji Ólympíuleikar hann sem Bandaríkjamanns en hann vann silfur (Aþena 2004) og brons (Sydney 2000) á Ólympíuleikunum sem Keníabúi. Bæði verðlaunin komu í 1500 metra hlaupi. Bernard Lagat gekk illa á fyrstu Ólympíuleikum sínum sem Bandaríkjamaður í Peking 2008 en hann varð hinsvegar fjórði í 5000 metra hlaupi á síðustu leikum í London 2012. Bernard Lagat hafði lofað dóttur sinni að komast til Ríó. Gianni dóttir hans er mikil fimleikaáhugakona og hafði sett mikla pressu á pabba sinn. „Dóttir mín sagði við mig: Pabbi, þú verður að komast á Ólympíuleikana svo að ég geti horft á fimleikana," sagði Bernard Lagat eftir að ÓL-sætið var í höfn. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Sjáðu þrennu Karólínu Leu Fótbolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Sjá meira
Bernard Lagat sló í gegn um helgina á úrtökumóti Bandaríkjanna fyrir frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna í Ríó sem hefjast í næsta mánuði. ' Bernard Lagat er orðinn 41 árs gamall en gefur ekkert eftir. Það sást vel í 5000 metra hlaupinu um helgina þar sem frábær endasprettur tryggði honum sæti á Ólympíuleikunum. Á síðustu 400 metrum hlaupsins fór Bernard Lagat fram úr 24 ára manni, þrítugum manni, öðrum þrítugum manni, 25 ára manni og loks 26 ára gömlum manni. Með þessu tryggði hann sér sigur í hlaupinu og fær því tækifæri til að taka þátt í sínum fimmtu Ólympíuleikum. „Ég trú því ekki að ég sé gamall. Ef þú trúir því að þú sért orðinn gamall þá ferðu að hlaupa eins og gamall maður," sagði Bernard Lagat eftir hlaupið. Þetta var síðasti möguleiki Bernard Lagat því honum tókst ekki að klára tíu þúsund metra hlaupið átta dögum fyrr. Útlitið var heldur ekki alltof gott fyrir síðasta hringinn. Hann hljóp hinsvegar síðustu 400 metrana á 52,82 sekúndum og sló öllum öðrum við. Bernard Lagat er fæddur í Kenía 12. desember 1974. Hann keppti fyrir Kenía til ársins 2005 þegar hann gerðist bandarískur ríkisborgari en hann fór í háskóla í Bandaríkjunum. Þetta verða þriðji Ólympíuleikar hann sem Bandaríkjamanns en hann vann silfur (Aþena 2004) og brons (Sydney 2000) á Ólympíuleikunum sem Keníabúi. Bæði verðlaunin komu í 1500 metra hlaupi. Bernard Lagat gekk illa á fyrstu Ólympíuleikum sínum sem Bandaríkjamaður í Peking 2008 en hann varð hinsvegar fjórði í 5000 metra hlaupi á síðustu leikum í London 2012. Bernard Lagat hafði lofað dóttur sinni að komast til Ríó. Gianni dóttir hans er mikil fimleikaáhugakona og hafði sett mikla pressu á pabba sinn. „Dóttir mín sagði við mig: Pabbi, þú verður að komast á Ólympíuleikana svo að ég geti horft á fimleikana," sagði Bernard Lagat eftir að ÓL-sætið var í höfn.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Sjáðu þrennu Karólínu Leu Fótbolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti