Kína á ekki sögulegan yfirráðarétt Samúel Karl Ólason skrifar 12. júlí 2016 10:30 Frá heræfingum Kína í Suður-Kínahafi á dögunum. Vísir/AFP Alþjóðagerðardómurinn í Haag í Hollandi segir Kína ekki eiga yfirráðarétt yfir 90 prósentum Suður-Kínahafs. Dómurinn féll nú í morgun og í dómsorði segir meðal annars að engar sögulegar vísanir séu í það að Kína eigi fullan yfirráðarétt yfir hafsvæðinu eða þeim auðlindum sem þar leynast. Kínverjar höfðu gert tilkall til svæðisins á grundvelli „níu strika línunnar“ sem byggir á kínverskum kortum frá 1947. Filippseyjar fóru fram á það við dómstólinn fyrir um þremur árum að hann myndi úrskurða um yfirráðaréttinn yfir hafsvæðinu. Kínverjar hafa hinsvegar neitað að viðurkenna yfirvald dómstólsins og því ekki ljóst hvort úrskurðurinn muni breyta miklu. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Kína segir að úrskurðurinn muni ekki hafa nokkur áhrif á athafnir Kína í Suður-Kínahafi. Bæði Filippseyjar og Kína hafa hins vegar skrifað undir alþjóðasáttmálann sem dómstóllinn byggir á.Hér má sjá hvaða aðilar gera tilkall til hvaða svæðis í Suður-Kínahafi.Vísir/Graphic NewsÚrskurðurinn er sagður bindandi samkvæmt alþjóðalögum. Dómstóllinn hefur hins vegar enga burði til að þvinga þjóðir til að fylgja úrskurðum sínum og eins og áður segir, ætla Kínverjar sé ekki að fylgja úrskurðinum. Í dóminum eru Kínverjar harðlega gagnrýndir fyrir að brjóta á fullveldi Filippseyja auk þess sem þeir hafi orsakað miklar skemmdir á kóralrifjum á svæðinu en undanfarin ár hafa Kínverjar skipulega byggt upp einskonar gervieyjar vítt og breitt um hafsvæðið. Kína hefur sakað Bandaríkin um hervæðingu Suður-Kínahafs með því að senda herskip sín á vettvang. Bandaríkin segjast hins vegar hafa áhyggjur af hernaðaruppbyggingu Kína á svæðinu. Flugvellir og flotastöðvar hafa verið byggðir á eyjunum sem Kína hefur byggt upp á svæðinu. Þar hefur ratsjám og vopnum, eins og langdrægum flugskeytum, verið komið fyrir. Fyrir um hálfu ári síðan flaug blaðamaður BBC að Spratly eyjunum á lítilli flugvél til að skoða uppbygginguna þar og var þeim margsinnis hótað af kínverskum flugumferðarstjórum.Í morgun héldu kínverskir fjölmiðlar, sem stýrt er af Kommúnistaflokknum í landinu, því fram að málið væri runnið undan rifjum Bandaríkjamanna og löngun þeirra til þess að hindra vöxt kínverska ríkisins. Í ritstjórnargrein á vef Global Times, sem er í eigu kínverska ríkisins, segir að Kína ætti að hraða hernaðaruppbygginu á svæðinu og undirbúa sig fyrir átök. Úrskurðurinn nú í morgun er hins vegar talinn líklegur til að auka þrýsinga á Kínverja að draga úr hernaðarumsvifum sínum í Suður-Kínahafi. Á dögunum héldu Kínverjar umfangsmiklar heræfingar í Suður-Kínahafi. Varnarmálaráðuneyti Kína sagði í morgun að hermenn landsins myndu áfram verja fullvelti ríkisins, réttindi og hagsmuni.Í úrskurðinum eru Kínverjar gagnrýndir fyrir að hafa brotið á fullveldi Filippseyja. Kínversk skip eru sögð hafa komið í veg fyrir veiðar skipa frá Filippseyjum, sem og leit að olíulindum. Yfirvöld í Kína hafa varið mánuðum í að draga úr trúverðugleika gerðadómsins. Ríkisfjölmiðlar landsins hafa reglulega birt fréttir um að dómurinn brjóti gegn alþjóðalögum og að hann sé marklaus. Þá hefur því jafnvel verið haldið fram í kínverskum fjölmiðlum að Kínverjar hafi verið fyrstir til að uppgötva eyjur í Suður-Kínahafi fyrir um tvö þúsund árum. Þá sýni kort frá 13. öld fram á yfirráð Kína yfir eyjunum. Sendiráð Filippseyja í Kína hefur varað ríkisborgara sína þar við mögulegri hættu og hvatt þá til að taka ekki þátt í umræðum um stjórnmál. Þá segir AFP fréttaveitan að fjöldi kínverskra lögregluþjóna haldi nú til fyrir utan sendiráðið. Þeir séu undirbúnir fyrir fjölmenn mótmæli.Útskýringarmyndband AFP fréttaveitunnar á deilunni. Suður-Kínahaf Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Alþjóðagerðardómurinn í Haag í Hollandi segir Kína ekki eiga yfirráðarétt yfir 90 prósentum Suður-Kínahafs. Dómurinn féll nú í morgun og í dómsorði segir meðal annars að engar sögulegar vísanir séu í það að Kína eigi fullan yfirráðarétt yfir hafsvæðinu eða þeim auðlindum sem þar leynast. Kínverjar höfðu gert tilkall til svæðisins á grundvelli „níu strika línunnar“ sem byggir á kínverskum kortum frá 1947. Filippseyjar fóru fram á það við dómstólinn fyrir um þremur árum að hann myndi úrskurða um yfirráðaréttinn yfir hafsvæðinu. Kínverjar hafa hinsvegar neitað að viðurkenna yfirvald dómstólsins og því ekki ljóst hvort úrskurðurinn muni breyta miklu. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Kína segir að úrskurðurinn muni ekki hafa nokkur áhrif á athafnir Kína í Suður-Kínahafi. Bæði Filippseyjar og Kína hafa hins vegar skrifað undir alþjóðasáttmálann sem dómstóllinn byggir á.Hér má sjá hvaða aðilar gera tilkall til hvaða svæðis í Suður-Kínahafi.Vísir/Graphic NewsÚrskurðurinn er sagður bindandi samkvæmt alþjóðalögum. Dómstóllinn hefur hins vegar enga burði til að þvinga þjóðir til að fylgja úrskurðum sínum og eins og áður segir, ætla Kínverjar sé ekki að fylgja úrskurðinum. Í dóminum eru Kínverjar harðlega gagnrýndir fyrir að brjóta á fullveldi Filippseyja auk þess sem þeir hafi orsakað miklar skemmdir á kóralrifjum á svæðinu en undanfarin ár hafa Kínverjar skipulega byggt upp einskonar gervieyjar vítt og breitt um hafsvæðið. Kína hefur sakað Bandaríkin um hervæðingu Suður-Kínahafs með því að senda herskip sín á vettvang. Bandaríkin segjast hins vegar hafa áhyggjur af hernaðaruppbyggingu Kína á svæðinu. Flugvellir og flotastöðvar hafa verið byggðir á eyjunum sem Kína hefur byggt upp á svæðinu. Þar hefur ratsjám og vopnum, eins og langdrægum flugskeytum, verið komið fyrir. Fyrir um hálfu ári síðan flaug blaðamaður BBC að Spratly eyjunum á lítilli flugvél til að skoða uppbygginguna þar og var þeim margsinnis hótað af kínverskum flugumferðarstjórum.Í morgun héldu kínverskir fjölmiðlar, sem stýrt er af Kommúnistaflokknum í landinu, því fram að málið væri runnið undan rifjum Bandaríkjamanna og löngun þeirra til þess að hindra vöxt kínverska ríkisins. Í ritstjórnargrein á vef Global Times, sem er í eigu kínverska ríkisins, segir að Kína ætti að hraða hernaðaruppbygginu á svæðinu og undirbúa sig fyrir átök. Úrskurðurinn nú í morgun er hins vegar talinn líklegur til að auka þrýsinga á Kínverja að draga úr hernaðarumsvifum sínum í Suður-Kínahafi. Á dögunum héldu Kínverjar umfangsmiklar heræfingar í Suður-Kínahafi. Varnarmálaráðuneyti Kína sagði í morgun að hermenn landsins myndu áfram verja fullvelti ríkisins, réttindi og hagsmuni.Í úrskurðinum eru Kínverjar gagnrýndir fyrir að hafa brotið á fullveldi Filippseyja. Kínversk skip eru sögð hafa komið í veg fyrir veiðar skipa frá Filippseyjum, sem og leit að olíulindum. Yfirvöld í Kína hafa varið mánuðum í að draga úr trúverðugleika gerðadómsins. Ríkisfjölmiðlar landsins hafa reglulega birt fréttir um að dómurinn brjóti gegn alþjóðalögum og að hann sé marklaus. Þá hefur því jafnvel verið haldið fram í kínverskum fjölmiðlum að Kínverjar hafi verið fyrstir til að uppgötva eyjur í Suður-Kínahafi fyrir um tvö þúsund árum. Þá sýni kort frá 13. öld fram á yfirráð Kína yfir eyjunum. Sendiráð Filippseyja í Kína hefur varað ríkisborgara sína þar við mögulegri hættu og hvatt þá til að taka ekki þátt í umræðum um stjórnmál. Þá segir AFP fréttaveitan að fjöldi kínverskra lögregluþjóna haldi nú til fyrir utan sendiráðið. Þeir séu undirbúnir fyrir fjölmenn mótmæli.Útskýringarmyndband AFP fréttaveitunnar á deilunni.
Suður-Kínahaf Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira