Viðskipti innlent

Finnur um rannsóknina: „Þetta er vitleysa“

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Finnur Ingólfsson hefur ekki hugmynd um hvað verið var að skoða.
Finnur Ingólfsson hefur ekki hugmynd um hvað verið var að skoða. vísir/pjetur
„Þetta aflandsfélag sem ég er fyrir löngu búinn að gera grein fyrir, var stofnað þann 14.febrúar árið 2007. Þetta er vitleysa. Ég hætti störfum í Seðlabankanum fimm árum áður,“ segir Finnur Ingólfsson í samtali við fréttastofu. „Ég get varla hafa þurft leyfi frá fyrrverandi vinnuveitanda mínum.“ 

Sagt var frá því í gær að lögfræðingum Seðlabankans hefði verið falið að skoða tengsl aflandsfélagaviðskipta Finns Ingólfssonar, fyrrum seðlabankastjóra, og Helga S. Guðmundssonar, fyrrum formanns bankaráðs Seðlabankans og síðar Landsbanka Íslands, við störf þeirra fyrir bankann.

Sjá einnig:Lögfræðingar Seðlabankans skoða aflandsfélag Finns

Finnur var Seðlabankastjóri frá árinu 2000 til ársins 2002. Helgi var formaður bankaráðs Seðlabankans 2006-2007 en áður hafði hann verið formaður bankaráðs Landsbankans síðustu átta árin áður en bankinn var einkavæddur.

„Ég get ekki hvað er verið að rannsaka og get ekki svarað fyrir það,“ segir Finnur sem segist ekki hafa orðið var við rannsóknina að neinu leyti. „Þeir hafa ekki beðið um nein gögn, eða neitt slíkt,“ segir Finnur.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×