Malm-kommóður innkallaðar í Kína Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júlí 2016 11:43 Malm-kommóða í Ikea-verslun í Kína. vísir/getty Sænski húsgagnaframleiðandinn Ikea hefur ákveðið að innkalla Malm-kommóður í Kína eftir þrýsting frá yfirvöldum þar. Um 1,7 milljónir kommóða sem voru framleiddar á árunum 1999 til 2016 verða innkallaðar í Kína þar sem kommóðurnar eru ekki taldar uppfylla öryggiskröfur. Áður hefur Ikea innkallað Malm-kommóður í Norður-Ameríku vegna dauðsfalla og alvarlegra slysa sem urðu þar aðallega á börnum vegna kommóðanna þar sem þær höfðu oltið. Ríkisfjölmiðillinn í Kína gagnrýndi Ikea á dögunum fyrir að sýna kæruleysi þar sem innköllunin á vörunni hefði ekki náð til fleiri landa. „Möguleg hætta af því að húsgögn velti er mikið vandamál í allri húsgagnaframleiðslu. Ikea lofar að vera gott fordæmi þegar kemur að því að takast á við þessa áskorun,“ sagði Ikea á heimasíðu sinni. Rétt er að geta þess að innköllun á Malm-kommóðum nær ekki til Íslands eða annarra landa en Kína, Bandaríkjanna og Kanada. Kommóðan er ein mest selda kommóða í heimi og hefur til að mynda notið mikilla vinsælda hér á landi. „Malm-kommóðan er, eins og flestar kommóður Ikea, hugsuð til þess að standa upp við vegg en ekki frístandandi úti á miðju gólfi. Við höfum því verið að hvetja fólk til þess að festa þær með þar til gerðum festingum við vegg, eins og ýmis önnur húsgögn sem Ikea framleiðir og selur, enda setur fyrirtækið öryggi á heimilinu á oddinn,“ sagði Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi í viðtali við Vísi þegar kommóðurnar voru innkallaðar í Bandaríkjunum. Tengdar fréttir Minnti á „Black Friday“: Rifist um kommóður í IKEA 800 kommóður seldust á 25 mínútum. 26. apríl 2016 12:48 Ikea innkallar Malm-kommóður í Norður-Ameríku Ikea hefur ákveðið að innkalla 29 milljónir Malm-kommóða í Bandaríkjunum og Kanada í kjölfar þess að þrjú börn létust í Bandaríkjunum þar sem Malm-kommóða valt og lenti á barninu. 28. júní 2016 17:10 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira
Sænski húsgagnaframleiðandinn Ikea hefur ákveðið að innkalla Malm-kommóður í Kína eftir þrýsting frá yfirvöldum þar. Um 1,7 milljónir kommóða sem voru framleiddar á árunum 1999 til 2016 verða innkallaðar í Kína þar sem kommóðurnar eru ekki taldar uppfylla öryggiskröfur. Áður hefur Ikea innkallað Malm-kommóður í Norður-Ameríku vegna dauðsfalla og alvarlegra slysa sem urðu þar aðallega á börnum vegna kommóðanna þar sem þær höfðu oltið. Ríkisfjölmiðillinn í Kína gagnrýndi Ikea á dögunum fyrir að sýna kæruleysi þar sem innköllunin á vörunni hefði ekki náð til fleiri landa. „Möguleg hætta af því að húsgögn velti er mikið vandamál í allri húsgagnaframleiðslu. Ikea lofar að vera gott fordæmi þegar kemur að því að takast á við þessa áskorun,“ sagði Ikea á heimasíðu sinni. Rétt er að geta þess að innköllun á Malm-kommóðum nær ekki til Íslands eða annarra landa en Kína, Bandaríkjanna og Kanada. Kommóðan er ein mest selda kommóða í heimi og hefur til að mynda notið mikilla vinsælda hér á landi. „Malm-kommóðan er, eins og flestar kommóður Ikea, hugsuð til þess að standa upp við vegg en ekki frístandandi úti á miðju gólfi. Við höfum því verið að hvetja fólk til þess að festa þær með þar til gerðum festingum við vegg, eins og ýmis önnur húsgögn sem Ikea framleiðir og selur, enda setur fyrirtækið öryggi á heimilinu á oddinn,“ sagði Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi í viðtali við Vísi þegar kommóðurnar voru innkallaðar í Bandaríkjunum.
Tengdar fréttir Minnti á „Black Friday“: Rifist um kommóður í IKEA 800 kommóður seldust á 25 mínútum. 26. apríl 2016 12:48 Ikea innkallar Malm-kommóður í Norður-Ameríku Ikea hefur ákveðið að innkalla 29 milljónir Malm-kommóða í Bandaríkjunum og Kanada í kjölfar þess að þrjú börn létust í Bandaríkjunum þar sem Malm-kommóða valt og lenti á barninu. 28. júní 2016 17:10 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira
Minnti á „Black Friday“: Rifist um kommóður í IKEA 800 kommóður seldust á 25 mínútum. 26. apríl 2016 12:48
Ikea innkallar Malm-kommóður í Norður-Ameríku Ikea hefur ákveðið að innkalla 29 milljónir Malm-kommóða í Bandaríkjunum og Kanada í kjölfar þess að þrjú börn létust í Bandaríkjunum þar sem Malm-kommóða valt og lenti á barninu. 28. júní 2016 17:10