Sjá markaðinn! Ögmundur Jónasson skrifar 13. júlí 2016 07:00 Fréttablaðið valdi réttilega forsíðu sína til að segja okkur að fyrir hönd okkar skattgreiðenda hefði Sjálfstæðisflokkurinn nú ákveðið að ganga til viðræðna við einkaaðila um rekstur tveggja heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu. Fréttin var ekki orðuð með þetta beinum hætti. Sjálfstæðisflokkurinn var ekki nefndur á nafn og þaðan af síður skattgreiðendur en öll vitum við að ríkisstjórnin er að reyna að ná langþráðu takmarki peningafrjálshyggjunnar um að koma á heilbrigðismarkaði. Einnig vitum við að allt er þetta hugsað í boði skattgreiðenda því við komum til með að borga brúsann með einum eða öðrum hætti. Meðal annars þess vegna er þetta okkar mál.Hvar fjallað er um heilsugæsluna Þegar forsíðufréttinni sleppti var vísað inn í blaðið, og hvar skyldi ítarefnið hafa verið að finna annars staðar en í blaðhlutanum sem fjallar um viðskipti. Ekki gagnrýni ég þetta enda fullkomlega rökrétt! Ríkisstjórnin er að koma því þannig fyrir, að vilji menn fræðast um áform hennar varðandi heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu, þá verði vegvísirinn sá hinn sami og í umræddri frétt: Sjá Markað. Í tengslum við þessar fréttir er síðan rætt við bisnismenn á hvítum sloppum, sem eru að hasla sér völl á þessu sviði, og hafa reyndar lengi reynt, en virðast nú ætla að hafa árangur af erfiði sínu. Að vísu þarf hér að hafa einn fyrirvara á og hann er mikilvægur. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra vill ekki að hægt verði að greiða arð út úr einkarekinni heilsugæslu sem fjármögnuð er með almannafé. Þetta er að sjálfsögðu stórmál því fjárfestar og þar með talið lífeyrissjóðir – hugsa nú gott til glóðarinnar að hagnast á heilsuleysi fólks.Feitir bitar og magrir Eftir stendur að heilbrigðisráðherrann vill innleiða hér kennisetningu Miltons Friedmans um að peningar fylgi sjúklingi/nemanda og keppi síðan heilbrigðisstofnanir og skólar um hvern bita. Að sjálfsögðu munu útsjónarsamir bisnislæknar fljótlega koma auga á hverjir eru feitir bitar og hverjir magrir. Tvennt vekur sérstaka athygli mína í þessum fréttaflutningi. Í fyrsta lagi að Friedmanskenningin á að ná til allra heilsugæslustöðva, ekki bara einkarekinna. Hvers vegna er þá verið að einkavæða? Augljóst er að útboðið fer fram bara einu sinni en síðan á samkeppnin, sem gumað er af, að verða að hætti Friedmans. Hverjum er verið að þjóna? Augljóslega nýjum rekstraraðilum. Þetta er hins vegar ekki í þágu skattgreiðenda þegar til lengri tíma er litið og ekki verður þetta til að auðvelda skipulagningu þjónustunnar sem verður fyrir vikið óhöndugra verkefni. Eitt nýlegt dæmi um hvernig skipulagsvaldið færist til með einkavæðingu er tilboð fyrir offitusjúklinga að fá allra sinna meina bót í Klínikkinni sem er hagnaðarrekin heilbrigðisstofnun, fjármögnuð af skattgreiðendum.Ekkifréttir og þjóðarvilji Hitt sem vekur athygli eru þó engar fréttir í sjálfu sér. Það er þegar verðandi rekstraraðilar fullyrða að „einkastöðvar leysi vanda heilsugæslunnar“ en bæta því svo við að fyrirkomulagið gangi því aðeins upp að til komi „meira fé í heilsugæsluna“. Er þetta ekki mergurinn málsins? Það þarf að hlúa betur að heilsugæslunni með auknu fjárframlagi frá okkur skattgreiðendum. Ég fullyrði að almennt vilji fólk forgangsraða skattframlagi sínu í þá veru enda hefur margoft komið fram að Íslendingar vilja almennt borga með sköttum sínum fyrir gott heilbrigðiskerfi og að það kerfi sé ekki aðeins rekið á fjárhagslega ábyrgð okkar heldur einnig á okkar vegum og í okkar umboði. Staðreyndin er sú að eftir efnahagshrunið, var skorið inn að beini á Landspítalanum og öðrum opinberum heilbrigðisstofnunum og þá ekki síst í heilsugæslunni. Sjálfstætt starfandi sérfræðingar komu hins vegar betur undan hruninu. Þegar opinbera þjónustan á síðan í vök að verjast, koma þeir nú askvaðandi og segja að augljóst sé að opinbera kerfið anni ekki eftirspurn og standi sig ekki, því verði að gefa boltann á þá en að sjálfsögðu með ríkulegri meðgjöf. Sanngjarnt? Varla.Einkareksturinn allur ríkisrekinn! Aldrei hef ég amast við því að til staðar séu sjálfstætt starfandi læknar fjármagnaðir af almannafé. Gleymum því aldrei að peningarnir til „einkarekstrarmanna“ koma allir frá okkur skattgreiðendum. En það sem við sjáum vera að þróast núna er hins vegar allt annarrar gerðar en við höfum kynnst til þessa og mun, ef ekki verður að gert, leiða til þess að um heilbrigðiskerfið allt verði fjallað á markaðssíðum blaðanna eins og nú er byrjað að örla á. Ég heiti á okkur öll að láta þetta aldrei henda.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fréttablaðið valdi réttilega forsíðu sína til að segja okkur að fyrir hönd okkar skattgreiðenda hefði Sjálfstæðisflokkurinn nú ákveðið að ganga til viðræðna við einkaaðila um rekstur tveggja heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu. Fréttin var ekki orðuð með þetta beinum hætti. Sjálfstæðisflokkurinn var ekki nefndur á nafn og þaðan af síður skattgreiðendur en öll vitum við að ríkisstjórnin er að reyna að ná langþráðu takmarki peningafrjálshyggjunnar um að koma á heilbrigðismarkaði. Einnig vitum við að allt er þetta hugsað í boði skattgreiðenda því við komum til með að borga brúsann með einum eða öðrum hætti. Meðal annars þess vegna er þetta okkar mál.Hvar fjallað er um heilsugæsluna Þegar forsíðufréttinni sleppti var vísað inn í blaðið, og hvar skyldi ítarefnið hafa verið að finna annars staðar en í blaðhlutanum sem fjallar um viðskipti. Ekki gagnrýni ég þetta enda fullkomlega rökrétt! Ríkisstjórnin er að koma því þannig fyrir, að vilji menn fræðast um áform hennar varðandi heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu, þá verði vegvísirinn sá hinn sami og í umræddri frétt: Sjá Markað. Í tengslum við þessar fréttir er síðan rætt við bisnismenn á hvítum sloppum, sem eru að hasla sér völl á þessu sviði, og hafa reyndar lengi reynt, en virðast nú ætla að hafa árangur af erfiði sínu. Að vísu þarf hér að hafa einn fyrirvara á og hann er mikilvægur. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra vill ekki að hægt verði að greiða arð út úr einkarekinni heilsugæslu sem fjármögnuð er með almannafé. Þetta er að sjálfsögðu stórmál því fjárfestar og þar með talið lífeyrissjóðir – hugsa nú gott til glóðarinnar að hagnast á heilsuleysi fólks.Feitir bitar og magrir Eftir stendur að heilbrigðisráðherrann vill innleiða hér kennisetningu Miltons Friedmans um að peningar fylgi sjúklingi/nemanda og keppi síðan heilbrigðisstofnanir og skólar um hvern bita. Að sjálfsögðu munu útsjónarsamir bisnislæknar fljótlega koma auga á hverjir eru feitir bitar og hverjir magrir. Tvennt vekur sérstaka athygli mína í þessum fréttaflutningi. Í fyrsta lagi að Friedmanskenningin á að ná til allra heilsugæslustöðva, ekki bara einkarekinna. Hvers vegna er þá verið að einkavæða? Augljóst er að útboðið fer fram bara einu sinni en síðan á samkeppnin, sem gumað er af, að verða að hætti Friedmans. Hverjum er verið að þjóna? Augljóslega nýjum rekstraraðilum. Þetta er hins vegar ekki í þágu skattgreiðenda þegar til lengri tíma er litið og ekki verður þetta til að auðvelda skipulagningu þjónustunnar sem verður fyrir vikið óhöndugra verkefni. Eitt nýlegt dæmi um hvernig skipulagsvaldið færist til með einkavæðingu er tilboð fyrir offitusjúklinga að fá allra sinna meina bót í Klínikkinni sem er hagnaðarrekin heilbrigðisstofnun, fjármögnuð af skattgreiðendum.Ekkifréttir og þjóðarvilji Hitt sem vekur athygli eru þó engar fréttir í sjálfu sér. Það er þegar verðandi rekstraraðilar fullyrða að „einkastöðvar leysi vanda heilsugæslunnar“ en bæta því svo við að fyrirkomulagið gangi því aðeins upp að til komi „meira fé í heilsugæsluna“. Er þetta ekki mergurinn málsins? Það þarf að hlúa betur að heilsugæslunni með auknu fjárframlagi frá okkur skattgreiðendum. Ég fullyrði að almennt vilji fólk forgangsraða skattframlagi sínu í þá veru enda hefur margoft komið fram að Íslendingar vilja almennt borga með sköttum sínum fyrir gott heilbrigðiskerfi og að það kerfi sé ekki aðeins rekið á fjárhagslega ábyrgð okkar heldur einnig á okkar vegum og í okkar umboði. Staðreyndin er sú að eftir efnahagshrunið, var skorið inn að beini á Landspítalanum og öðrum opinberum heilbrigðisstofnunum og þá ekki síst í heilsugæslunni. Sjálfstætt starfandi sérfræðingar komu hins vegar betur undan hruninu. Þegar opinbera þjónustan á síðan í vök að verjast, koma þeir nú askvaðandi og segja að augljóst sé að opinbera kerfið anni ekki eftirspurn og standi sig ekki, því verði að gefa boltann á þá en að sjálfsögðu með ríkulegri meðgjöf. Sanngjarnt? Varla.Einkareksturinn allur ríkisrekinn! Aldrei hef ég amast við því að til staðar séu sjálfstætt starfandi læknar fjármagnaðir af almannafé. Gleymum því aldrei að peningarnir til „einkarekstrarmanna“ koma allir frá okkur skattgreiðendum. En það sem við sjáum vera að þróast núna er hins vegar allt annarrar gerðar en við höfum kynnst til þessa og mun, ef ekki verður að gert, leiða til þess að um heilbrigðiskerfið allt verði fjallað á markaðssíðum blaðanna eins og nú er byrjað að örla á. Ég heiti á okkur öll að láta þetta aldrei henda.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun