Theresa May tekur við af Cameron í dag Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. júlí 2016 06:00 Theresa May ásamt stuðningsmönnum fyrir utan þinghúsið í London á mánudag þegar ljóst var orðið að hún yrði næsti forsætisráðherra Bretlands. Fréttablaðið/EPA Í fjölmiðlum er Theresa May iðulega sögð sérstaklega óútreiknanlegur stjórnmálamaður. Hún segist sjálf vera gagnrýnd fyrir að fara sínar eigin leiðir og stærir sig af því að nú muni framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fá að finna fyrir því hversu erfið hún geti verið viðureignar. „Því ég er nefnilega enginn dæmigerður stjórnmálamaður,“ sagði hún í blaðagrein á sunnudaginn. „Ég ferðast ekki á milli sjónvarpsstöðva, ég tek ekki þátt í slúðri yfir hádegismatnum, ég fer ekki á barina í þinghúsinu. Ég ber sjaldnast tilfinningar mínar á torg. Ég geng bara í verkin og ég held að fólk vilji svoleiðis stjórnmál, laus við allt bull og vitleysu.“Sjálf studdi hún áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í júní, en segir að eftir að þjóðin hafði kosið sé ekki um annað að ræða en að tryggja sem bestan samning við Evrópusambandið. „Útganga úr Evrópusambandinu þýðir útganga úr Evrópusambandinu,“ er setning sem hún hefur ítrekað klifað á síðustu vikurnar, þar á meðal í framboðsræðu sinni til leiðtogaembættis Íhaldsflokksins í lok júní. May þykir röggsamur vinnuþjarkur sem lætur engan vaða yfir sig, og hefur verið líkt við bæði Angelu Merkel Þýskalandskanslara og forvera sinn, Margaret Thatcher, en May verður nú önnur konan til þess að stýra Íhaldsflokknum og gegna embætti forsætisráðherra Bretlands. Hún nálgast samt stjórnmálin á allt annan hátt en Thatcher, leggur áherslu á kristilega íhaldssemi frekar en frjálshyggjukreddurnar, ætlar til dæmis að skylda stærri fyrirtæki til að hafa fulltrúa neytenda og verkafólks í stjórnum. Hún bauð sig ekki síst fram fram til að takast á við það verkefni að semja við Evrópusambandið um framtíðarfyrirkomulag samskipta þess við Bretland. Hún segist ætla að vera sterkur leiðtogi sem geti sameinað þjóðina á þeim óvissutímum sem fram undan eru. Leiðtogar annarra Evrópuríkja og ráðamenn í Brussel hafa ýtt á að Bretar fari sem allra fyrst úr ESB, úr því það hafi verið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. May segir hins vegar ekkert liggja á, það taki tíma að ná samkomulagi og ekki komi til greina að hefja útgönguferlið fyrr en Bretar hafi mótað sér skýra stefnu fyrir samningaviðræðurnar: „Sem þýðir að fimmtugasta greinin verður ekki virkjuð fyrir árslok,“ sagði hún þegar hún tilkynnti um framboð sitt í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. May gefur jafnframt lítið fyrir kröfur Verkamannaflokksins um að efnt verði til kosninga sem fyrst, ekki standi til að halda kosningar fyrr en 2020. Hún dregur svo enga dul á það að óvissutímar séu fram undan, en kýs samt að leggja frekar áherslu á þau tækifæri sem útgangan úr ESB býður upp á: „Stjórnin getur haft meiri stjórn á innflytjendum til Bretlands frá öðrum Evrópulöndum. Við getum gert okkar eigin viðskiptasamninga við lönd utan Evrópu. Og við getum gert margt skynsamlegt, eins og að draga úr skriffinnsku og láta sveitarstjórnir kaupa breskar vörur.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júlí 2016 Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Í fjölmiðlum er Theresa May iðulega sögð sérstaklega óútreiknanlegur stjórnmálamaður. Hún segist sjálf vera gagnrýnd fyrir að fara sínar eigin leiðir og stærir sig af því að nú muni framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fá að finna fyrir því hversu erfið hún geti verið viðureignar. „Því ég er nefnilega enginn dæmigerður stjórnmálamaður,“ sagði hún í blaðagrein á sunnudaginn. „Ég ferðast ekki á milli sjónvarpsstöðva, ég tek ekki þátt í slúðri yfir hádegismatnum, ég fer ekki á barina í þinghúsinu. Ég ber sjaldnast tilfinningar mínar á torg. Ég geng bara í verkin og ég held að fólk vilji svoleiðis stjórnmál, laus við allt bull og vitleysu.“Sjálf studdi hún áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna í júní, en segir að eftir að þjóðin hafði kosið sé ekki um annað að ræða en að tryggja sem bestan samning við Evrópusambandið. „Útganga úr Evrópusambandinu þýðir útganga úr Evrópusambandinu,“ er setning sem hún hefur ítrekað klifað á síðustu vikurnar, þar á meðal í framboðsræðu sinni til leiðtogaembættis Íhaldsflokksins í lok júní. May þykir röggsamur vinnuþjarkur sem lætur engan vaða yfir sig, og hefur verið líkt við bæði Angelu Merkel Þýskalandskanslara og forvera sinn, Margaret Thatcher, en May verður nú önnur konan til þess að stýra Íhaldsflokknum og gegna embætti forsætisráðherra Bretlands. Hún nálgast samt stjórnmálin á allt annan hátt en Thatcher, leggur áherslu á kristilega íhaldssemi frekar en frjálshyggjukreddurnar, ætlar til dæmis að skylda stærri fyrirtæki til að hafa fulltrúa neytenda og verkafólks í stjórnum. Hún bauð sig ekki síst fram fram til að takast á við það verkefni að semja við Evrópusambandið um framtíðarfyrirkomulag samskipta þess við Bretland. Hún segist ætla að vera sterkur leiðtogi sem geti sameinað þjóðina á þeim óvissutímum sem fram undan eru. Leiðtogar annarra Evrópuríkja og ráðamenn í Brussel hafa ýtt á að Bretar fari sem allra fyrst úr ESB, úr því það hafi verið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. May segir hins vegar ekkert liggja á, það taki tíma að ná samkomulagi og ekki komi til greina að hefja útgönguferlið fyrr en Bretar hafi mótað sér skýra stefnu fyrir samningaviðræðurnar: „Sem þýðir að fimmtugasta greinin verður ekki virkjuð fyrir árslok,“ sagði hún þegar hún tilkynnti um framboð sitt í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. May gefur jafnframt lítið fyrir kröfur Verkamannaflokksins um að efnt verði til kosninga sem fyrst, ekki standi til að halda kosningar fyrr en 2020. Hún dregur svo enga dul á það að óvissutímar séu fram undan, en kýs samt að leggja frekar áherslu á þau tækifæri sem útgangan úr ESB býður upp á: „Stjórnin getur haft meiri stjórn á innflytjendum til Bretlands frá öðrum Evrópulöndum. Við getum gert okkar eigin viðskiptasamninga við lönd utan Evrópu. Og við getum gert margt skynsamlegt, eins og að draga úr skriffinnsku og láta sveitarstjórnir kaupa breskar vörur.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júlí 2016
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira