Guðni Valur setur stefnuna á úrslitin á ÓL í Ríó Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júlí 2016 06:00 „Það var gaman að fá þessar fréttir, þó bjóst ég alveg við þessu,“ segir kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason sem í gær fékk boð á Ólympíuleikana í Ríó þrátt fyrir að hafa ekki náð lágmarki á leikana. Frjálsíþróttasamband Íslands mátti senda einn keppanda á leikana sem náði ekki lágmarki og ákvað stjórn FRÍ að það yrði ÍR-ingurinn Guðni Valur. Guðni er tvítugur og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Hann keppti á EM í Amsterdam á dögunum sem var hans fyrsta stórmót en þar kastaði hann kringlunni 61,20 metra og varð í 22. sæti. Þetta var lengsta kast Íslendingsins á stórmóti frá upphafi en Íslandsmet hans eru 63,50 metrar. „Mér líst hrikalega vel á að fara á Ólympíuleikana. Þetta er gott tækifæri fyrir mig. Ég mun reyna að komast í úrslitin þarna og verð svo Ólympíumeistari eftir fjögur ár,“ segir Guðni Valur léttur og hress en það er ekki að heyra á þessum unga afreksmanni að hann sé nokkuð stressaður fyrir að fara á stærsta íþróttamót heims. „Það dettur kannski inn í fluginu til Ríó en núna er ég alveg rólegur,“ segir hann.Besta kast ársins í Hollandi Guðni bætti sig mikið á síðasta ári þar sem hann kastaði lengra nánast í hverri einustu viku. Það endaði svo með 63,50 metra kastinu sem er hans besti árangur. Hann hefur ekki náð að bæta það í ár en er viss um að kasta lengra en það á Ólympíuleikunum. Æfingar hafa gengið vel og hann náði sínu besta kasti á árinu í Hollandi. Þó reyndar ekki á Evrópumótinu sjálfu eins og flestir héldu. „Laugardaginn fyrir EM keppti ég á öðrum stað í Hollandi og kastaði 61,85 metra,“ segir Guðni sem býst við að eiga annað eins ár núna og í fyrra. „Mig grunar að þetta sumar verið svipað og í fyrra þar sem hver vika var betri en sú sem leið. Í upphitun á EM átti ég hrikalega gott kast þar sem ég var nálægt 64 metra línunni sem hefði komið mér í úrslit.“ Guðna grunar að línan til að komast í úrslitin á Ólympíuleikunum verði sett við 65 metrana en ekki 64 eins og á EM. Það þýðir að þessi ungi maður þarf mögulega að bæta sinn besta árangur um einn og hálfan metra sem er ansi mikið þegar menn eru byrjaðir að kasta yfir 60 metra. „Bætingin verður alltaf minni og minni eftir því sem maður getur kastað lengra. Þetta er svo samt svakaleg tæknigrein að maður getur alltaf dottið inn á eitt rosalegt kast. Það má lítið gerast til að þú kastir annað hvort svakalega langt eða bara fokkir öllu upp,“ segir Guðni Valur.Guðni Valur hefur bætt sig mikið á skömmum tíma.vísir/anton brinkLífið er kringla Guðni Valur kveðst vitaskuld spenntur fyrir Ólympíuleikunum og hann veit hvað það gefur honum í reynslubankann að komast núna til Ríó. Hann er þó ekkert að fara í neina útsýnisferð til Brasilíu heldur ætlar hann sér í úrslit og hann telur það raunhæft. „Mér finnst það alveg raunhæft en kannski ekki öðrum. Það er gott að komast á Ólympíuleikana en ég er ekkert að fara bara til að fara. Ég ætla mér að komast í úrslitin. Það verður auðvitað gaman að vera á Ólympíuleikunum en ég vil komast í úrslitin. Af hverju ætti það ekki að ganga? Ég er alveg nógu sterkur,“ segir Guðni Valur ákveðinn. Það er ekki mikið annað en kringlan sem kemst að hjá Guðna þessa dagana. Aðspurður hvort lífið sé bara kringla svarar hann: „Já.“ Þó hann æfi stíft gefur hann sér líka tíma til að eiga líf utan sportsins. „Maður er á fullu að æfa. Ég æfi tvisvar á dag en ég lyfti aðeins minna. Ég er aðeins eftir mig eftir æfingarnar í vetur þannig að ég á enn eftir að léttast aðeins. Það liggur við að maður hafi ekki tíma fyrir neitt annað en það er alltaf tími fyrir eitthvað. Maður fer samt ekkert að djamma,“ segir Guðni Valur Guðnason. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Guðni Valur verður með á ÓL í Ríó | Átta komin í íslenska ÓL-hópinn Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason verður þriðji íslenski frjálsíþróttamaðurinn sem keppir fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í Ríó sem hefjast í næsta mánuði. 12. júlí 2016 11:22 Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Sjá meira
„Það var gaman að fá þessar fréttir, þó bjóst ég alveg við þessu,“ segir kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason sem í gær fékk boð á Ólympíuleikana í Ríó þrátt fyrir að hafa ekki náð lágmarki á leikana. Frjálsíþróttasamband Íslands mátti senda einn keppanda á leikana sem náði ekki lágmarki og ákvað stjórn FRÍ að það yrði ÍR-ingurinn Guðni Valur. Guðni er tvítugur og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Hann keppti á EM í Amsterdam á dögunum sem var hans fyrsta stórmót en þar kastaði hann kringlunni 61,20 metra og varð í 22. sæti. Þetta var lengsta kast Íslendingsins á stórmóti frá upphafi en Íslandsmet hans eru 63,50 metrar. „Mér líst hrikalega vel á að fara á Ólympíuleikana. Þetta er gott tækifæri fyrir mig. Ég mun reyna að komast í úrslitin þarna og verð svo Ólympíumeistari eftir fjögur ár,“ segir Guðni Valur léttur og hress en það er ekki að heyra á þessum unga afreksmanni að hann sé nokkuð stressaður fyrir að fara á stærsta íþróttamót heims. „Það dettur kannski inn í fluginu til Ríó en núna er ég alveg rólegur,“ segir hann.Besta kast ársins í Hollandi Guðni bætti sig mikið á síðasta ári þar sem hann kastaði lengra nánast í hverri einustu viku. Það endaði svo með 63,50 metra kastinu sem er hans besti árangur. Hann hefur ekki náð að bæta það í ár en er viss um að kasta lengra en það á Ólympíuleikunum. Æfingar hafa gengið vel og hann náði sínu besta kasti á árinu í Hollandi. Þó reyndar ekki á Evrópumótinu sjálfu eins og flestir héldu. „Laugardaginn fyrir EM keppti ég á öðrum stað í Hollandi og kastaði 61,85 metra,“ segir Guðni sem býst við að eiga annað eins ár núna og í fyrra. „Mig grunar að þetta sumar verið svipað og í fyrra þar sem hver vika var betri en sú sem leið. Í upphitun á EM átti ég hrikalega gott kast þar sem ég var nálægt 64 metra línunni sem hefði komið mér í úrslit.“ Guðna grunar að línan til að komast í úrslitin á Ólympíuleikunum verði sett við 65 metrana en ekki 64 eins og á EM. Það þýðir að þessi ungi maður þarf mögulega að bæta sinn besta árangur um einn og hálfan metra sem er ansi mikið þegar menn eru byrjaðir að kasta yfir 60 metra. „Bætingin verður alltaf minni og minni eftir því sem maður getur kastað lengra. Þetta er svo samt svakaleg tæknigrein að maður getur alltaf dottið inn á eitt rosalegt kast. Það má lítið gerast til að þú kastir annað hvort svakalega langt eða bara fokkir öllu upp,“ segir Guðni Valur.Guðni Valur hefur bætt sig mikið á skömmum tíma.vísir/anton brinkLífið er kringla Guðni Valur kveðst vitaskuld spenntur fyrir Ólympíuleikunum og hann veit hvað það gefur honum í reynslubankann að komast núna til Ríó. Hann er þó ekkert að fara í neina útsýnisferð til Brasilíu heldur ætlar hann sér í úrslit og hann telur það raunhæft. „Mér finnst það alveg raunhæft en kannski ekki öðrum. Það er gott að komast á Ólympíuleikana en ég er ekkert að fara bara til að fara. Ég ætla mér að komast í úrslitin. Það verður auðvitað gaman að vera á Ólympíuleikunum en ég vil komast í úrslitin. Af hverju ætti það ekki að ganga? Ég er alveg nógu sterkur,“ segir Guðni Valur ákveðinn. Það er ekki mikið annað en kringlan sem kemst að hjá Guðna þessa dagana. Aðspurður hvort lífið sé bara kringla svarar hann: „Já.“ Þó hann æfi stíft gefur hann sér líka tíma til að eiga líf utan sportsins. „Maður er á fullu að æfa. Ég æfi tvisvar á dag en ég lyfti aðeins minna. Ég er aðeins eftir mig eftir æfingarnar í vetur þannig að ég á enn eftir að léttast aðeins. Það liggur við að maður hafi ekki tíma fyrir neitt annað en það er alltaf tími fyrir eitthvað. Maður fer samt ekkert að djamma,“ segir Guðni Valur Guðnason.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Guðni Valur verður með á ÓL í Ríó | Átta komin í íslenska ÓL-hópinn Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason verður þriðji íslenski frjálsíþróttamaðurinn sem keppir fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í Ríó sem hefjast í næsta mánuði. 12. júlí 2016 11:22 Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Sjá meira
Guðni Valur verður með á ÓL í Ríó | Átta komin í íslenska ÓL-hópinn Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason verður þriðji íslenski frjálsíþróttamaðurinn sem keppir fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í Ríó sem hefjast í næsta mánuði. 12. júlí 2016 11:22