MS ber að greiða sektina innan mánaðar Snærós Sindradóttir skrifar 13. júlí 2016 05:00 Mjólkursamsalan er ásamt tengdum fyrirtækjum sínum, Kaupfélagi Skagfirðinga og Mjólku, í nærri allsráðandi stöðu á mjólkurmarkaði. Fréttablaðið/Pjetur Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að sekta Mjólkursamsöluna um 480 milljónir króna með stjórnvaldssekt er bindandi, öfugt við það sem haldið er fram í tilkynningu forstjóra MS í gær. Þetta segir forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Í tilkynningu Ara Edwald, forstjóra MS, segir að ótímabært sé að ræða sekt þar sem málinu er ekki lokið og eigi eftir að fara til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. „Þetta er bara endanlega ákvörðun og hún er bindandi fyrir fyrirtækið þangað til og nema því aðeins að áfrýjunarnefnd eða síðar dómstólar sjái meinbugi á ákvörðuninni og geri á henni breytingar. Það er í raun og veru ekkert svar annað til við þessu,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.Sektin skuli greidd þrátt fyrir að MS telji málinu ekki lokið. Verði ákvörðun Samkeppniseftirlitsins snúið við verði sektin endurgreidd. „Sektina ber að greiða innan mánaðar frá ákvörðun Samkeppniseftirlitsins,“ segir Páll. Hinn 7. júlí síðastliðinn tilkynnti Samkeppniseftirlitið um ákvörðun sína og sagði brot Mjólkursamsölunnar á samkeppnislögum alvarleg. MS hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja samkeppnisaðilum hrámjólk, ógerilsneydda mjólk, á óeðlilega háu verði. Á sama tíma hafi MS og tengdir aðilar, sem eru Kaupfélag Skagfirðinga og Mjólka eftir yfirtöku MS á fyrirtækinu, fengið mjólkina undir kostnaðarverði. Mjólkursamsalan hafi einnig veitt Samkeppniseftirlitinu rangar upplýsingar og haldið frá mikilvægum gögnum sem hafi tafið úrlausn málsins og skaðað samkeppni. Upp komst um verðmuninn þegar MS sendi samkeppnisaðila sínum, Mjólkurbúinu, fyrir misgáning reikning sem ætlaður var Mjólku. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær segist Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra efast um að MS hefði gerst brotlegt við samkeppnislög. Fyrirtækið hefði alltaf sýnt samfélaginu mikla ábyrgð. „Það er einfaldlega þannig að Samkeppniseftirlitið hefur tekið þá ákvörðun sem það telur réttasta að undangenginni ítarlegri rannsókn. Samkeppniseftirlitið hefur rökstutt þá ákvörðun sína með ítarlegum hætti,“ segir Páll Gunnar. Gunnar Bragi sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að öllum væri ljóst að MS sé í einokunarstöðu. Sem slíkt fylgi fyrirtækið ákveðnum reglum. „Eins og hægt er að sjá af ákvörðuninni þá hefur Mjólkursamsalan í fyrsta lagi haldið því fram að hún sé ekki markaðsráðandi og þar með ekki í einokunarstöðu,“ segir Páll Gunnar. Mjólkursamsalan byggir viðbrögð sín við ákvörðuninni á því að samspil samkeppnislaga og búvörulaga geri þeim heimilt að haga sínum málum með þeim hætti sem verið hefur. Páll Gunnar ítrekar að þrátt fyrir ummæli landbúnaðarráðherra og ummæli forstjóra MS þá sé ákvörðunin endanlega eins og hún snýr að Samkeppniseftirlitinu. Afar sjaldgæft sé að áfrýjunarnefnd samkeppnismála fresti réttaráhrifum og því bendi allt til þess að MS muni þurfa að greiða stjórnvaldssektina innan mánaðar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júlí 2016 Búvörusamningar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Sjá meira
Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að sekta Mjólkursamsöluna um 480 milljónir króna með stjórnvaldssekt er bindandi, öfugt við það sem haldið er fram í tilkynningu forstjóra MS í gær. Þetta segir forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Í tilkynningu Ara Edwald, forstjóra MS, segir að ótímabært sé að ræða sekt þar sem málinu er ekki lokið og eigi eftir að fara til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. „Þetta er bara endanlega ákvörðun og hún er bindandi fyrir fyrirtækið þangað til og nema því aðeins að áfrýjunarnefnd eða síðar dómstólar sjái meinbugi á ákvörðuninni og geri á henni breytingar. Það er í raun og veru ekkert svar annað til við þessu,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.Sektin skuli greidd þrátt fyrir að MS telji málinu ekki lokið. Verði ákvörðun Samkeppniseftirlitsins snúið við verði sektin endurgreidd. „Sektina ber að greiða innan mánaðar frá ákvörðun Samkeppniseftirlitsins,“ segir Páll. Hinn 7. júlí síðastliðinn tilkynnti Samkeppniseftirlitið um ákvörðun sína og sagði brot Mjólkursamsölunnar á samkeppnislögum alvarleg. MS hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja samkeppnisaðilum hrámjólk, ógerilsneydda mjólk, á óeðlilega háu verði. Á sama tíma hafi MS og tengdir aðilar, sem eru Kaupfélag Skagfirðinga og Mjólka eftir yfirtöku MS á fyrirtækinu, fengið mjólkina undir kostnaðarverði. Mjólkursamsalan hafi einnig veitt Samkeppniseftirlitinu rangar upplýsingar og haldið frá mikilvægum gögnum sem hafi tafið úrlausn málsins og skaðað samkeppni. Upp komst um verðmuninn þegar MS sendi samkeppnisaðila sínum, Mjólkurbúinu, fyrir misgáning reikning sem ætlaður var Mjólku. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær segist Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra efast um að MS hefði gerst brotlegt við samkeppnislög. Fyrirtækið hefði alltaf sýnt samfélaginu mikla ábyrgð. „Það er einfaldlega þannig að Samkeppniseftirlitið hefur tekið þá ákvörðun sem það telur réttasta að undangenginni ítarlegri rannsókn. Samkeppniseftirlitið hefur rökstutt þá ákvörðun sína með ítarlegum hætti,“ segir Páll Gunnar. Gunnar Bragi sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að öllum væri ljóst að MS sé í einokunarstöðu. Sem slíkt fylgi fyrirtækið ákveðnum reglum. „Eins og hægt er að sjá af ákvörðuninni þá hefur Mjólkursamsalan í fyrsta lagi haldið því fram að hún sé ekki markaðsráðandi og þar með ekki í einokunarstöðu,“ segir Páll Gunnar. Mjólkursamsalan byggir viðbrögð sín við ákvörðuninni á því að samspil samkeppnislaga og búvörulaga geri þeim heimilt að haga sínum málum með þeim hætti sem verið hefur. Páll Gunnar ítrekar að þrátt fyrir ummæli landbúnaðarráðherra og ummæli forstjóra MS þá sé ákvörðunin endanlega eins og hún snýr að Samkeppniseftirlitinu. Afar sjaldgæft sé að áfrýjunarnefnd samkeppnismála fresti réttaráhrifum og því bendi allt til þess að MS muni þurfa að greiða stjórnvaldssektina innan mánaðar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júlí 2016
Búvörusamningar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Sjá meira