MS ber að greiða sektina innan mánaðar Snærós Sindradóttir skrifar 13. júlí 2016 05:00 Mjólkursamsalan er ásamt tengdum fyrirtækjum sínum, Kaupfélagi Skagfirðinga og Mjólku, í nærri allsráðandi stöðu á mjólkurmarkaði. Fréttablaðið/Pjetur Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að sekta Mjólkursamsöluna um 480 milljónir króna með stjórnvaldssekt er bindandi, öfugt við það sem haldið er fram í tilkynningu forstjóra MS í gær. Þetta segir forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Í tilkynningu Ara Edwald, forstjóra MS, segir að ótímabært sé að ræða sekt þar sem málinu er ekki lokið og eigi eftir að fara til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. „Þetta er bara endanlega ákvörðun og hún er bindandi fyrir fyrirtækið þangað til og nema því aðeins að áfrýjunarnefnd eða síðar dómstólar sjái meinbugi á ákvörðuninni og geri á henni breytingar. Það er í raun og veru ekkert svar annað til við þessu,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.Sektin skuli greidd þrátt fyrir að MS telji málinu ekki lokið. Verði ákvörðun Samkeppniseftirlitsins snúið við verði sektin endurgreidd. „Sektina ber að greiða innan mánaðar frá ákvörðun Samkeppniseftirlitsins,“ segir Páll. Hinn 7. júlí síðastliðinn tilkynnti Samkeppniseftirlitið um ákvörðun sína og sagði brot Mjólkursamsölunnar á samkeppnislögum alvarleg. MS hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja samkeppnisaðilum hrámjólk, ógerilsneydda mjólk, á óeðlilega háu verði. Á sama tíma hafi MS og tengdir aðilar, sem eru Kaupfélag Skagfirðinga og Mjólka eftir yfirtöku MS á fyrirtækinu, fengið mjólkina undir kostnaðarverði. Mjólkursamsalan hafi einnig veitt Samkeppniseftirlitinu rangar upplýsingar og haldið frá mikilvægum gögnum sem hafi tafið úrlausn málsins og skaðað samkeppni. Upp komst um verðmuninn þegar MS sendi samkeppnisaðila sínum, Mjólkurbúinu, fyrir misgáning reikning sem ætlaður var Mjólku. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær segist Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra efast um að MS hefði gerst brotlegt við samkeppnislög. Fyrirtækið hefði alltaf sýnt samfélaginu mikla ábyrgð. „Það er einfaldlega þannig að Samkeppniseftirlitið hefur tekið þá ákvörðun sem það telur réttasta að undangenginni ítarlegri rannsókn. Samkeppniseftirlitið hefur rökstutt þá ákvörðun sína með ítarlegum hætti,“ segir Páll Gunnar. Gunnar Bragi sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að öllum væri ljóst að MS sé í einokunarstöðu. Sem slíkt fylgi fyrirtækið ákveðnum reglum. „Eins og hægt er að sjá af ákvörðuninni þá hefur Mjólkursamsalan í fyrsta lagi haldið því fram að hún sé ekki markaðsráðandi og þar með ekki í einokunarstöðu,“ segir Páll Gunnar. Mjólkursamsalan byggir viðbrögð sín við ákvörðuninni á því að samspil samkeppnislaga og búvörulaga geri þeim heimilt að haga sínum málum með þeim hætti sem verið hefur. Páll Gunnar ítrekar að þrátt fyrir ummæli landbúnaðarráðherra og ummæli forstjóra MS þá sé ákvörðunin endanlega eins og hún snýr að Samkeppniseftirlitinu. Afar sjaldgæft sé að áfrýjunarnefnd samkeppnismála fresti réttaráhrifum og því bendi allt til þess að MS muni þurfa að greiða stjórnvaldssektina innan mánaðar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júlí 2016 Búvörusamningar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að sekta Mjólkursamsöluna um 480 milljónir króna með stjórnvaldssekt er bindandi, öfugt við það sem haldið er fram í tilkynningu forstjóra MS í gær. Þetta segir forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Í tilkynningu Ara Edwald, forstjóra MS, segir að ótímabært sé að ræða sekt þar sem málinu er ekki lokið og eigi eftir að fara til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. „Þetta er bara endanlega ákvörðun og hún er bindandi fyrir fyrirtækið þangað til og nema því aðeins að áfrýjunarnefnd eða síðar dómstólar sjái meinbugi á ákvörðuninni og geri á henni breytingar. Það er í raun og veru ekkert svar annað til við þessu,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.Sektin skuli greidd þrátt fyrir að MS telji málinu ekki lokið. Verði ákvörðun Samkeppniseftirlitsins snúið við verði sektin endurgreidd. „Sektina ber að greiða innan mánaðar frá ákvörðun Samkeppniseftirlitsins,“ segir Páll. Hinn 7. júlí síðastliðinn tilkynnti Samkeppniseftirlitið um ákvörðun sína og sagði brot Mjólkursamsölunnar á samkeppnislögum alvarleg. MS hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja samkeppnisaðilum hrámjólk, ógerilsneydda mjólk, á óeðlilega háu verði. Á sama tíma hafi MS og tengdir aðilar, sem eru Kaupfélag Skagfirðinga og Mjólka eftir yfirtöku MS á fyrirtækinu, fengið mjólkina undir kostnaðarverði. Mjólkursamsalan hafi einnig veitt Samkeppniseftirlitinu rangar upplýsingar og haldið frá mikilvægum gögnum sem hafi tafið úrlausn málsins og skaðað samkeppni. Upp komst um verðmuninn þegar MS sendi samkeppnisaðila sínum, Mjólkurbúinu, fyrir misgáning reikning sem ætlaður var Mjólku. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær segist Gunnar Bragi Sveinsson landbúnaðarráðherra efast um að MS hefði gerst brotlegt við samkeppnislög. Fyrirtækið hefði alltaf sýnt samfélaginu mikla ábyrgð. „Það er einfaldlega þannig að Samkeppniseftirlitið hefur tekið þá ákvörðun sem það telur réttasta að undangenginni ítarlegri rannsókn. Samkeppniseftirlitið hefur rökstutt þá ákvörðun sína með ítarlegum hætti,“ segir Páll Gunnar. Gunnar Bragi sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að öllum væri ljóst að MS sé í einokunarstöðu. Sem slíkt fylgi fyrirtækið ákveðnum reglum. „Eins og hægt er að sjá af ákvörðuninni þá hefur Mjólkursamsalan í fyrsta lagi haldið því fram að hún sé ekki markaðsráðandi og þar með ekki í einokunarstöðu,“ segir Páll Gunnar. Mjólkursamsalan byggir viðbrögð sín við ákvörðuninni á því að samspil samkeppnislaga og búvörulaga geri þeim heimilt að haga sínum málum með þeim hætti sem verið hefur. Páll Gunnar ítrekar að þrátt fyrir ummæli landbúnaðarráðherra og ummæli forstjóra MS þá sé ákvörðunin endanlega eins og hún snýr að Samkeppniseftirlitinu. Afar sjaldgæft sé að áfrýjunarnefnd samkeppnismála fresti réttaráhrifum og því bendi allt til þess að MS muni þurfa að greiða stjórnvaldssektina innan mánaðar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júlí 2016
Búvörusamningar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira