Mohamed Lahouaiej Bouhlel sagður ódæðismaðurinn Jakob Bjarnar og Samúel Karl Ólason skrifa 15. júlí 2016 14:14 Mohamed Lahouaiej Bouhlel er líkast til hataðasti maður í Evrópu um þessar mundir. Erlendir fréttamiðlar eru nú hver af öðrum að greina frá því að sá grunaði, sem keyrði vörubíl á hóp fólks sem var að fagna Bastillu-deginum með þeim afleiðingum að fjölmargir slösuðust og 84 létust, hafi verið Mohamed Lahouaiej Bouhlel. Einn þeirra fjölmiðla er BBC sem segir böndin berast mjög að honum. CNN var nú rétt í þessu að greina frá því að yfirvöld væru búin að bera kennsl á manninn. Skilríki hans munu hafa fundist á vettvangi en um er að ræða 31 árs gamlan mann frá Túnis, en hann hafði dvalarleyfi í Frakklandi og var búsettur í Nice. Hann er sagður fráskilinn og faðir þriggja barna faðir. Fyrrum eiginkona hans er nú í haldi lögreglu.Sjá einnig: Allt um ódæðið í Nice. Maðurinn umræddur hefur komist í kast við lögin, fyrir smávægileg afbrot og ryskingar en hann er ekki á lista yfir þá sem grunaðir eru um öfgaskoðanir tengdar trúarbrögðum. Hann hefur framið marga ofbeldisglæpi og er sakaskrá hans sögð vera verulega löng. Hann var síðast dæmdur fyrir glæp í mars, samkvæmt Guardian. Vörubíllinn sem hann notaði til árásarinnar er sagður af erlendum miðlum hafa verið leigður fyrir tveimur dögum í bænum Saint-Laurent-du-Var sem er nokkuð nærri Nice. Nágrannar hans lýsa honum sem hljóðlátum manni og segja að hann hafi ekki virst trúrækinn. Hann er sagður hafa talað sjaldan við nágranna sína og svaraði ekki kveðjum þeirra. Þegar hefur sérstök síða verið sett upp á Facebook undir yfirskriftinni: Ég hata Mohamed Lahouaiej Bouhlel. Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Ekkert komið fram sem bendir til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni í Nice Hvetur utanríkisráðuneytið alla sem ekki hafa látið aðstandendur vita af sér að gera það hið fyrsta. 15. júlí 2016 09:55 Sendiherra Íslands í Frakklandi: „Að sjá núna óttann sem þarna ríkir er ólýsanlegt“ Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra Íslands í Frakklandi segir að gleðidagurinn 14. júlí, þjóðhátíðardagur Frakka, hafi breyst í sorgardag í einu vetfangi þegar maður keyrði vörubíl inn í mannfjölda í miðborg Nice í gærkvöldi. 15. júlí 2016 13:15 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Fleiri fréttir Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Sjá meira
Erlendir fréttamiðlar eru nú hver af öðrum að greina frá því að sá grunaði, sem keyrði vörubíl á hóp fólks sem var að fagna Bastillu-deginum með þeim afleiðingum að fjölmargir slösuðust og 84 létust, hafi verið Mohamed Lahouaiej Bouhlel. Einn þeirra fjölmiðla er BBC sem segir böndin berast mjög að honum. CNN var nú rétt í þessu að greina frá því að yfirvöld væru búin að bera kennsl á manninn. Skilríki hans munu hafa fundist á vettvangi en um er að ræða 31 árs gamlan mann frá Túnis, en hann hafði dvalarleyfi í Frakklandi og var búsettur í Nice. Hann er sagður fráskilinn og faðir þriggja barna faðir. Fyrrum eiginkona hans er nú í haldi lögreglu.Sjá einnig: Allt um ódæðið í Nice. Maðurinn umræddur hefur komist í kast við lögin, fyrir smávægileg afbrot og ryskingar en hann er ekki á lista yfir þá sem grunaðir eru um öfgaskoðanir tengdar trúarbrögðum. Hann hefur framið marga ofbeldisglæpi og er sakaskrá hans sögð vera verulega löng. Hann var síðast dæmdur fyrir glæp í mars, samkvæmt Guardian. Vörubíllinn sem hann notaði til árásarinnar er sagður af erlendum miðlum hafa verið leigður fyrir tveimur dögum í bænum Saint-Laurent-du-Var sem er nokkuð nærri Nice. Nágrannar hans lýsa honum sem hljóðlátum manni og segja að hann hafi ekki virst trúrækinn. Hann er sagður hafa talað sjaldan við nágranna sína og svaraði ekki kveðjum þeirra. Þegar hefur sérstök síða verið sett upp á Facebook undir yfirskriftinni: Ég hata Mohamed Lahouaiej Bouhlel.
Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Ekkert komið fram sem bendir til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni í Nice Hvetur utanríkisráðuneytið alla sem ekki hafa látið aðstandendur vita af sér að gera það hið fyrsta. 15. júlí 2016 09:55 Sendiherra Íslands í Frakklandi: „Að sjá núna óttann sem þarna ríkir er ólýsanlegt“ Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra Íslands í Frakklandi segir að gleðidagurinn 14. júlí, þjóðhátíðardagur Frakka, hafi breyst í sorgardag í einu vetfangi þegar maður keyrði vörubíl inn í mannfjölda í miðborg Nice í gærkvöldi. 15. júlí 2016 13:15 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Fleiri fréttir Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Sjá meira
Ekkert komið fram sem bendir til þess að Íslendingar hafi lent í árásinni í Nice Hvetur utanríkisráðuneytið alla sem ekki hafa látið aðstandendur vita af sér að gera það hið fyrsta. 15. júlí 2016 09:55
Sendiherra Íslands í Frakklandi: „Að sjá núna óttann sem þarna ríkir er ólýsanlegt“ Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra Íslands í Frakklandi segir að gleðidagurinn 14. júlí, þjóðhátíðardagur Frakka, hafi breyst í sorgardag í einu vetfangi þegar maður keyrði vörubíl inn í mannfjölda í miðborg Nice í gærkvöldi. 15. júlí 2016 13:15