Brady gafst upp og tekur út fjögurra leikja bann Kristinn Páll Teitsson skrifar 17. júlí 2016 06:00 Tom Brady þarf að bíða þar til fimmtu viku til að leiða liðsfélaga sína úr á völlinn í NFL-deildinni í vetur. Vísir/getty Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, tilkynnti á föstudaginn eftir átján mánaða baráttu að hann myndi ekki áfrýja ákvörðuninni vegna fjögurra leikja banns til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Málið hefur vakið mikla athygli Vestanhafs en Brady var gefið að sök að hafa beðið boltastrákana um að dæla lofti úr boltum liðsins fyrir leik gegn Indianapolis Colts í úrslitum Ameríkudeildarinnar í NFL eftir að dómararnir höfðu skoðað boltana. Patriots unnu öruggan 45-7 sigur á heimavelli og unnu nauman 28-24 sigur á Seattle Seahawks í Ofurskálinni (e. Superbowl) tveimur vikum seinna en Brady var um sumarið dæmdur í fjögurra leikja bann af Roger Goodell, forseta NFL-deildarinnar. Banninu var aflétt viku áður en tímabilið hófst af dómstólum fyrir ári síðan en Brady átti frábært tímabil og kom liði sínu aftur í úrslit AFC-deildarinnar árinu síðar en þar þurftu Patriots að sætta sig við tap. Áfrýjunardómstóll úrskurðaði síðan í sumar að NFL hafði rétt fyrir sér með því að dæma leikstjórnanda New England Patriots í bann fyrir þátttöku hans í málinu og sagðist Brady ætla að áfrýja málinu til Hæstaréttar en hann hefur nú ákveðið að taka út sína refsingu. Það verður því Jimmy Garoppolo sem hefur tímabilið sem leikstjórnandi New England Patriots en hann fær erfiða leiki gegn Arizona Cardinals, Miami Dolphins, Houston Texans og Buffalo Bills í fyrstu leikjum sínum sem byrjunarliðs leikstjórnandi í NFL-deildinni. NFL Tengdar fréttir Betur verður fylgst með boltunum í NFL-deildinni Ákvörðun hefur verið tekin um að fylgjast betur með boltunum eftir að upp komst að New England Patriots tók loft úr boltunum gegn leik liðsins gegn Indianapolis Colts í úrslitaleik AFC-deildarinnar á síðasta tímabili. 27. júlí 2015 22:45 Tom Brady byrjar titilvörnina í fjögurra leikja banni Tom Brady, leikstjórnandi NFL-meistara New England Patriots, var í gær dæmdur í fjögurra leikja bann vegna vitneskju hans og þáttöku í stóra boltamálinu þegar Patriots-liðið braut reglur með því að taka loft úr keppnisboltum fyrir leik í úrslitakeppninni á síðasta tímabili. 12. maí 2015 08:30 Fjögurra leikja banni Tom Brady aflétt Dómari úrskurðaði í dag að leikbann Tom Brady væri ekki byggt á lögmætum forsendum og þurrkaði úr fjögurra leikja bann hans. Getur hann því tekið þátt í fyrsta leik liðsins gegn Pittsburg Steelers eftir viku. 4. september 2015 06:00 Tom Brady aftur í fjögurra leikja bann en sparar sér mikinn pening Fjögurra leikja bann Tom Brady er nú aftur í gildi eftir Áfrýjunardómstóll úrskurðaði að NFL hafði rétt fyrir sér með því að dæma leikstjórnanda New England Patriots í bann fyrir þátttöku hans í "Deflategate". 26. apríl 2016 15:00 Það voru mistök að hella bensíni á bál Tom Brady Tom Brady átti að byrja í banni í fyrstu fjórum leikjunum í NFL-deildinni en er þess í stað búinn að vinna fyrstu tíu. 27. nóvember 2015 06:45 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira
Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, tilkynnti á föstudaginn eftir átján mánaða baráttu að hann myndi ekki áfrýja ákvörðuninni vegna fjögurra leikja banns til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Málið hefur vakið mikla athygli Vestanhafs en Brady var gefið að sök að hafa beðið boltastrákana um að dæla lofti úr boltum liðsins fyrir leik gegn Indianapolis Colts í úrslitum Ameríkudeildarinnar í NFL eftir að dómararnir höfðu skoðað boltana. Patriots unnu öruggan 45-7 sigur á heimavelli og unnu nauman 28-24 sigur á Seattle Seahawks í Ofurskálinni (e. Superbowl) tveimur vikum seinna en Brady var um sumarið dæmdur í fjögurra leikja bann af Roger Goodell, forseta NFL-deildarinnar. Banninu var aflétt viku áður en tímabilið hófst af dómstólum fyrir ári síðan en Brady átti frábært tímabil og kom liði sínu aftur í úrslit AFC-deildarinnar árinu síðar en þar þurftu Patriots að sætta sig við tap. Áfrýjunardómstóll úrskurðaði síðan í sumar að NFL hafði rétt fyrir sér með því að dæma leikstjórnanda New England Patriots í bann fyrir þátttöku hans í málinu og sagðist Brady ætla að áfrýja málinu til Hæstaréttar en hann hefur nú ákveðið að taka út sína refsingu. Það verður því Jimmy Garoppolo sem hefur tímabilið sem leikstjórnandi New England Patriots en hann fær erfiða leiki gegn Arizona Cardinals, Miami Dolphins, Houston Texans og Buffalo Bills í fyrstu leikjum sínum sem byrjunarliðs leikstjórnandi í NFL-deildinni.
NFL Tengdar fréttir Betur verður fylgst með boltunum í NFL-deildinni Ákvörðun hefur verið tekin um að fylgjast betur með boltunum eftir að upp komst að New England Patriots tók loft úr boltunum gegn leik liðsins gegn Indianapolis Colts í úrslitaleik AFC-deildarinnar á síðasta tímabili. 27. júlí 2015 22:45 Tom Brady byrjar titilvörnina í fjögurra leikja banni Tom Brady, leikstjórnandi NFL-meistara New England Patriots, var í gær dæmdur í fjögurra leikja bann vegna vitneskju hans og þáttöku í stóra boltamálinu þegar Patriots-liðið braut reglur með því að taka loft úr keppnisboltum fyrir leik í úrslitakeppninni á síðasta tímabili. 12. maí 2015 08:30 Fjögurra leikja banni Tom Brady aflétt Dómari úrskurðaði í dag að leikbann Tom Brady væri ekki byggt á lögmætum forsendum og þurrkaði úr fjögurra leikja bann hans. Getur hann því tekið þátt í fyrsta leik liðsins gegn Pittsburg Steelers eftir viku. 4. september 2015 06:00 Tom Brady aftur í fjögurra leikja bann en sparar sér mikinn pening Fjögurra leikja bann Tom Brady er nú aftur í gildi eftir Áfrýjunardómstóll úrskurðaði að NFL hafði rétt fyrir sér með því að dæma leikstjórnanda New England Patriots í bann fyrir þátttöku hans í "Deflategate". 26. apríl 2016 15:00 Það voru mistök að hella bensíni á bál Tom Brady Tom Brady átti að byrja í banni í fyrstu fjórum leikjunum í NFL-deildinni en er þess í stað búinn að vinna fyrstu tíu. 27. nóvember 2015 06:45 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sjá meira
Betur verður fylgst með boltunum í NFL-deildinni Ákvörðun hefur verið tekin um að fylgjast betur með boltunum eftir að upp komst að New England Patriots tók loft úr boltunum gegn leik liðsins gegn Indianapolis Colts í úrslitaleik AFC-deildarinnar á síðasta tímabili. 27. júlí 2015 22:45
Tom Brady byrjar titilvörnina í fjögurra leikja banni Tom Brady, leikstjórnandi NFL-meistara New England Patriots, var í gær dæmdur í fjögurra leikja bann vegna vitneskju hans og þáttöku í stóra boltamálinu þegar Patriots-liðið braut reglur með því að taka loft úr keppnisboltum fyrir leik í úrslitakeppninni á síðasta tímabili. 12. maí 2015 08:30
Fjögurra leikja banni Tom Brady aflétt Dómari úrskurðaði í dag að leikbann Tom Brady væri ekki byggt á lögmætum forsendum og þurrkaði úr fjögurra leikja bann hans. Getur hann því tekið þátt í fyrsta leik liðsins gegn Pittsburg Steelers eftir viku. 4. september 2015 06:00
Tom Brady aftur í fjögurra leikja bann en sparar sér mikinn pening Fjögurra leikja bann Tom Brady er nú aftur í gildi eftir Áfrýjunardómstóll úrskurðaði að NFL hafði rétt fyrir sér með því að dæma leikstjórnanda New England Patriots í bann fyrir þátttöku hans í "Deflategate". 26. apríl 2016 15:00
Það voru mistök að hella bensíni á bál Tom Brady Tom Brady átti að byrja í banni í fyrstu fjórum leikjunum í NFL-deildinni en er þess í stað búinn að vinna fyrstu tíu. 27. nóvember 2015 06:45