Sjö í haldi lögreglu vegna níðingsverksins í Nice Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 17. júlí 2016 12:50 Sjö eru nú í haldi franskra lögregluyfirvalda vegna mögulegrar aðildar að árásinni í Nice á fimmtudagskvöld þar sem 84 létu lífið. Í nótt voru karl og kona handtekin vegna málsins. Fimm voru þegar í haldi lögreglu. Þeirra á meðal er fyrrverandi eiginkona árásarmannsins Mohamed Lahouaiej-Bouhlel sem keyrði flutningabíl í gegnum mannþröng á breiðgötu í Nice þar sem fjöldi fólks var samankominn til að fagna þjóðhátíðardegi Frakka síðastliðið fimmtudagskvöld. Yfir 80 létust í árásinni, 300 særðust, og enn liggja um þrjátíu manns alvarlega slasaðir á sjúkrahúsi, þar af nokkur börn. Árásarmaðurinn, sem var 31 árs með ríkisfang í Túnis og Frakklandi, var skotinn til bana af lögreglu á staðnum. Búið er að leita á heimili Bouhlel, en lögregluyfirvöld segja ekkert benda til þess að hann hafi haft tengingu við öfgahópa. Rannsókn á bakgrunni hans er nú í fullum gangi og sagði saksóknari í Nice á blaðamannafundi í gær að að margt benti til þess að hann hefði snúist til öfgaskoðana síðustu mánuði. Þá segir vitni sem aðstoðað hefur lögreglu við rannsókn málsins að Bouhlel hafi heimsótt breiðgötuna þar sem hann gerði árásina nokkrum dögum fyrr til að undirbúa sig. Samtök sem kenna sig við Íslamskt ríki hafa lýst því yfir að Bouhlel hafi framið verknaðinn fyrir þeirra tilstilli. Frændi árásarmannsins segir aftur á móti ólíklegt að hann hafi framið voðaverkið í nafni íslam. Bouhlel hafi ekki verið trúaður, hann drakk til að mynda áfengi, borðaði svínakjöt og notaði fíkniefni. Þá sagðist frændinn ekki vita til þess að Bouhlel hafi nokkru sinni beðið eða farið í mosku. Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Ódæðið í Nice: Íslendingum bent á að hafa samband við Rauða krossinn fyrir sálrænan stuðning Það er talsverður fjöldi Íslendinga í Nice sem og aðstandendur á Íslandi sem líður illa vegna árásarinnar í gærkvöldi. 15. júlí 2016 11:38 ISIS lýsa yfir ábyrgð á árásinni í Nice Á meðal þeirra handteknu er fyrrverandi eiginkona árásarmannsins Mohamed Lahouaiej- Bouhel, sem var 31 árs gamall karlmaður með ríkisfang í Túnis og í Frakklandi. 16. júlí 2016 12:17 Frændi árásamannsins í Nice segir ólíklegt að hann hafi verið jíhadisti Mohamed Lahouaiej Bouhlel bað aldrei, fór aldrei í mosku, drakk, borðaði svínakjöt og notaði fíkniefni. 16. júlí 2016 19:07 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Sjö eru nú í haldi franskra lögregluyfirvalda vegna mögulegrar aðildar að árásinni í Nice á fimmtudagskvöld þar sem 84 létu lífið. Í nótt voru karl og kona handtekin vegna málsins. Fimm voru þegar í haldi lögreglu. Þeirra á meðal er fyrrverandi eiginkona árásarmannsins Mohamed Lahouaiej-Bouhlel sem keyrði flutningabíl í gegnum mannþröng á breiðgötu í Nice þar sem fjöldi fólks var samankominn til að fagna þjóðhátíðardegi Frakka síðastliðið fimmtudagskvöld. Yfir 80 létust í árásinni, 300 særðust, og enn liggja um þrjátíu manns alvarlega slasaðir á sjúkrahúsi, þar af nokkur börn. Árásarmaðurinn, sem var 31 árs með ríkisfang í Túnis og Frakklandi, var skotinn til bana af lögreglu á staðnum. Búið er að leita á heimili Bouhlel, en lögregluyfirvöld segja ekkert benda til þess að hann hafi haft tengingu við öfgahópa. Rannsókn á bakgrunni hans er nú í fullum gangi og sagði saksóknari í Nice á blaðamannafundi í gær að að margt benti til þess að hann hefði snúist til öfgaskoðana síðustu mánuði. Þá segir vitni sem aðstoðað hefur lögreglu við rannsókn málsins að Bouhlel hafi heimsótt breiðgötuna þar sem hann gerði árásina nokkrum dögum fyrr til að undirbúa sig. Samtök sem kenna sig við Íslamskt ríki hafa lýst því yfir að Bouhlel hafi framið verknaðinn fyrir þeirra tilstilli. Frændi árásarmannsins segir aftur á móti ólíklegt að hann hafi framið voðaverkið í nafni íslam. Bouhlel hafi ekki verið trúaður, hann drakk til að mynda áfengi, borðaði svínakjöt og notaði fíkniefni. Þá sagðist frændinn ekki vita til þess að Bouhlel hafi nokkru sinni beðið eða farið í mosku.
Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Ódæðið í Nice: Íslendingum bent á að hafa samband við Rauða krossinn fyrir sálrænan stuðning Það er talsverður fjöldi Íslendinga í Nice sem og aðstandendur á Íslandi sem líður illa vegna árásarinnar í gærkvöldi. 15. júlí 2016 11:38 ISIS lýsa yfir ábyrgð á árásinni í Nice Á meðal þeirra handteknu er fyrrverandi eiginkona árásarmannsins Mohamed Lahouaiej- Bouhel, sem var 31 árs gamall karlmaður með ríkisfang í Túnis og í Frakklandi. 16. júlí 2016 12:17 Frændi árásamannsins í Nice segir ólíklegt að hann hafi verið jíhadisti Mohamed Lahouaiej Bouhlel bað aldrei, fór aldrei í mosku, drakk, borðaði svínakjöt og notaði fíkniefni. 16. júlí 2016 19:07 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Ódæðið í Nice: Íslendingum bent á að hafa samband við Rauða krossinn fyrir sálrænan stuðning Það er talsverður fjöldi Íslendinga í Nice sem og aðstandendur á Íslandi sem líður illa vegna árásarinnar í gærkvöldi. 15. júlí 2016 11:38
ISIS lýsa yfir ábyrgð á árásinni í Nice Á meðal þeirra handteknu er fyrrverandi eiginkona árásarmannsins Mohamed Lahouaiej- Bouhel, sem var 31 árs gamall karlmaður með ríkisfang í Túnis og í Frakklandi. 16. júlí 2016 12:17
Frændi árásamannsins í Nice segir ólíklegt að hann hafi verið jíhadisti Mohamed Lahouaiej Bouhlel bað aldrei, fór aldrei í mosku, drakk, borðaði svínakjöt og notaði fíkniefni. 16. júlí 2016 19:07