Sjö í haldi lögreglu vegna níðingsverksins í Nice Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 17. júlí 2016 12:50 Sjö eru nú í haldi franskra lögregluyfirvalda vegna mögulegrar aðildar að árásinni í Nice á fimmtudagskvöld þar sem 84 létu lífið. Í nótt voru karl og kona handtekin vegna málsins. Fimm voru þegar í haldi lögreglu. Þeirra á meðal er fyrrverandi eiginkona árásarmannsins Mohamed Lahouaiej-Bouhlel sem keyrði flutningabíl í gegnum mannþröng á breiðgötu í Nice þar sem fjöldi fólks var samankominn til að fagna þjóðhátíðardegi Frakka síðastliðið fimmtudagskvöld. Yfir 80 létust í árásinni, 300 særðust, og enn liggja um þrjátíu manns alvarlega slasaðir á sjúkrahúsi, þar af nokkur börn. Árásarmaðurinn, sem var 31 árs með ríkisfang í Túnis og Frakklandi, var skotinn til bana af lögreglu á staðnum. Búið er að leita á heimili Bouhlel, en lögregluyfirvöld segja ekkert benda til þess að hann hafi haft tengingu við öfgahópa. Rannsókn á bakgrunni hans er nú í fullum gangi og sagði saksóknari í Nice á blaðamannafundi í gær að að margt benti til þess að hann hefði snúist til öfgaskoðana síðustu mánuði. Þá segir vitni sem aðstoðað hefur lögreglu við rannsókn málsins að Bouhlel hafi heimsótt breiðgötuna þar sem hann gerði árásina nokkrum dögum fyrr til að undirbúa sig. Samtök sem kenna sig við Íslamskt ríki hafa lýst því yfir að Bouhlel hafi framið verknaðinn fyrir þeirra tilstilli. Frændi árásarmannsins segir aftur á móti ólíklegt að hann hafi framið voðaverkið í nafni íslam. Bouhlel hafi ekki verið trúaður, hann drakk til að mynda áfengi, borðaði svínakjöt og notaði fíkniefni. Þá sagðist frændinn ekki vita til þess að Bouhlel hafi nokkru sinni beðið eða farið í mosku. Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Ódæðið í Nice: Íslendingum bent á að hafa samband við Rauða krossinn fyrir sálrænan stuðning Það er talsverður fjöldi Íslendinga í Nice sem og aðstandendur á Íslandi sem líður illa vegna árásarinnar í gærkvöldi. 15. júlí 2016 11:38 ISIS lýsa yfir ábyrgð á árásinni í Nice Á meðal þeirra handteknu er fyrrverandi eiginkona árásarmannsins Mohamed Lahouaiej- Bouhel, sem var 31 árs gamall karlmaður með ríkisfang í Túnis og í Frakklandi. 16. júlí 2016 12:17 Frændi árásamannsins í Nice segir ólíklegt að hann hafi verið jíhadisti Mohamed Lahouaiej Bouhlel bað aldrei, fór aldrei í mosku, drakk, borðaði svínakjöt og notaði fíkniefni. 16. júlí 2016 19:07 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Sjö eru nú í haldi franskra lögregluyfirvalda vegna mögulegrar aðildar að árásinni í Nice á fimmtudagskvöld þar sem 84 létu lífið. Í nótt voru karl og kona handtekin vegna málsins. Fimm voru þegar í haldi lögreglu. Þeirra á meðal er fyrrverandi eiginkona árásarmannsins Mohamed Lahouaiej-Bouhlel sem keyrði flutningabíl í gegnum mannþröng á breiðgötu í Nice þar sem fjöldi fólks var samankominn til að fagna þjóðhátíðardegi Frakka síðastliðið fimmtudagskvöld. Yfir 80 létust í árásinni, 300 særðust, og enn liggja um þrjátíu manns alvarlega slasaðir á sjúkrahúsi, þar af nokkur börn. Árásarmaðurinn, sem var 31 árs með ríkisfang í Túnis og Frakklandi, var skotinn til bana af lögreglu á staðnum. Búið er að leita á heimili Bouhlel, en lögregluyfirvöld segja ekkert benda til þess að hann hafi haft tengingu við öfgahópa. Rannsókn á bakgrunni hans er nú í fullum gangi og sagði saksóknari í Nice á blaðamannafundi í gær að að margt benti til þess að hann hefði snúist til öfgaskoðana síðustu mánuði. Þá segir vitni sem aðstoðað hefur lögreglu við rannsókn málsins að Bouhlel hafi heimsótt breiðgötuna þar sem hann gerði árásina nokkrum dögum fyrr til að undirbúa sig. Samtök sem kenna sig við Íslamskt ríki hafa lýst því yfir að Bouhlel hafi framið verknaðinn fyrir þeirra tilstilli. Frændi árásarmannsins segir aftur á móti ólíklegt að hann hafi framið voðaverkið í nafni íslam. Bouhlel hafi ekki verið trúaður, hann drakk til að mynda áfengi, borðaði svínakjöt og notaði fíkniefni. Þá sagðist frændinn ekki vita til þess að Bouhlel hafi nokkru sinni beðið eða farið í mosku.
Hryðjuverk í Nice Tengdar fréttir Ódæðið í Nice: Íslendingum bent á að hafa samband við Rauða krossinn fyrir sálrænan stuðning Það er talsverður fjöldi Íslendinga í Nice sem og aðstandendur á Íslandi sem líður illa vegna árásarinnar í gærkvöldi. 15. júlí 2016 11:38 ISIS lýsa yfir ábyrgð á árásinni í Nice Á meðal þeirra handteknu er fyrrverandi eiginkona árásarmannsins Mohamed Lahouaiej- Bouhel, sem var 31 árs gamall karlmaður með ríkisfang í Túnis og í Frakklandi. 16. júlí 2016 12:17 Frændi árásamannsins í Nice segir ólíklegt að hann hafi verið jíhadisti Mohamed Lahouaiej Bouhlel bað aldrei, fór aldrei í mosku, drakk, borðaði svínakjöt og notaði fíkniefni. 16. júlí 2016 19:07 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Ódæðið í Nice: Íslendingum bent á að hafa samband við Rauða krossinn fyrir sálrænan stuðning Það er talsverður fjöldi Íslendinga í Nice sem og aðstandendur á Íslandi sem líður illa vegna árásarinnar í gærkvöldi. 15. júlí 2016 11:38
ISIS lýsa yfir ábyrgð á árásinni í Nice Á meðal þeirra handteknu er fyrrverandi eiginkona árásarmannsins Mohamed Lahouaiej- Bouhel, sem var 31 árs gamall karlmaður með ríkisfang í Túnis og í Frakklandi. 16. júlí 2016 12:17
Frændi árásamannsins í Nice segir ólíklegt að hann hafi verið jíhadisti Mohamed Lahouaiej Bouhlel bað aldrei, fór aldrei í mosku, drakk, borðaði svínakjöt og notaði fíkniefni. 16. júlí 2016 19:07