Erlent

Borgarar ESB ríkja geta ekki gengið að því vísu að fá dvalarleyfi í Bretlandi til langstíma

Þorbjörn Þórðarson skrifar
David Davis heldur utan um þau mál sem tengjast útgöngu Bretlands úr ESB.
David Davis heldur utan um þau mál sem tengjast útgöngu Bretlands úr ESB. Vísir/Getty
David Davis, sérstakur Brexit-ráðherra Bretlands í nýrri ríkisstjórn Theresu May, sagði í gær að borgarar ríkja Evrópusambandsins sem kæmu til Bretlands á næstunni gætu ekki gengið að því vísu að njóta réttar til að dvelja í landinu varanlega á grundvelli reglunnar um frjálsa för fólks á innri markaðnum. Reuters greinir frá þessu og vitnar í ummæli hans í dagblaðinu Mail on Sunday.

Davis, sem fær það verkefni að vinna að útgöngu Bretlands úr ESB á grundvelli 50. gr. Lissabon sáttmálans, sagði að bresk stjórnvöld gætu þurft að segja að rétturinn til að dveljast í Bretlandi samkvæmt reglunni um frjálsa för muni bara gilda fyrir tiltekna dagsetningu. Óvíst er hvenær Bretar segi sig formlega úr ESB en Theresa May forsætisráðherra hefur sagt að fólk þurfi ekki að velkjast í vafa um að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar verði virt og Bretland muni sannarlega segja sig úr ESB. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×