„Áður en ég byrjaði í Crossfit var ég feitur krakki“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júlí 2016 15:00 Ragnheiður Sara þykir til alls líkleg á heimsleikunum sem hefjast á morgun. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stefnir á sigur á heimsleikunum í Crossfit sem hefjast í Kaliforníu á morgun. Ragnheiður Sara, oftast kölluð Sara, þykir til alls vís en hún var hársbreidd frá sigri í fyrr en þurfti að sætta sig við bronsverðlaun eftir að hafa fatast flugið í uppáhaldsgreininni sinni. „Áður en ég byrjaði í Crossfit var ég feitur krakki. Ég er ennþá feit að innan, ég elska mat,“ segir Sara í afar áhugaverðu innslagi aðstandenda leikanna sem sjá má neðst í fréttinni. Þar kemur fram að Sara hafi lengi leitað að réttu íþróttinni en ekki fundið hana, fyrr en í Crossfit. Skyggnst er á bak við tjöldin hjá Söru, Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Annie Mist Þórisdóttur sem allar þykja líklegar til afreka á leikunum. Þær tvær síðarnefndu hafa báðar sigrað á leikunum, Katrín Tanja einmitt í fyrra. Ragnheiður Sara sýnir gamla mynd af sér í myndbandinu. Þar er einnig rætt við föður hennar. „Þegar ég var að verða frekar feit þá notaði ég þetta belti til að sýnast vera grennri,“ segir Sara. Forvitnilegt sé að horfa til baka yfir farin veg en fáir komast með tærnar þar sem hún hefur hælana í dag þegar kemur að heilsu og hreysti. Páfagaukurinn Paulie er kynntur til leiks í innslaginu þar sem fólk fær innsýn í hefðbundinn dag Söru sem borðar hafgragraut í morgunmat og drekkur eitt glas af safa sem hún segir það ógeðslegasta sem hægt er að drekka. Þá borðar hún mikið af berjum og grænmeti. „Ég prófaði alls konar íþróttir þegar ég var yngri en mér líkaði ekki við liðsíþróttir,“ segir Sara. Hún upplýsir að hún hafi búið til afsakanir fyrir æfingar og jafnvel gengið svo langt að setja tómatsósu undir plástra til þess að láta líta út fyrir að um blóð væri að ræða. Henni hafi einfaldlega ekki fundist gaman á æfingunum. Ragnheiður Sara og Annie Mist á verðlaunapalli á Evrópumótinu í vor. Sara hefur í tvígang orðið Evrópumeistari í Crossfit en Njarðvíkingurinn segir árið í fyrra hafa komið henni á óvart. Ekki síst dagarnir á heimsleikunum þar sem hún leiddi lengi vel. „Að vera í fyrsta sæti allan tímann og tapa í lokin í armbeygjum á haus, sem er uppáhaldsæfingin mín. Ég mun hugsa um það augnablik í hvert skipti sem ég velti fyrir mér að gefast upp. Ég ætla aldrei að upplifa þá tilfinningu aftur.“ Njarðvíkingurinn segir frá því hve veik hún sé fyrir bragðarefum, ís með sælgæti í. Þar er smákökudeig uppáhaldið þegar kemur að bragðbæti en hún á uppáhaldsstað í Los Angeles sem heitir Yogurtland. Nú er hins vegar ekki tíminn til að borða ís. „Ég vil verða sú hraustasta á jörðu og verð að borða rétt,“ segir Sara sem ætlar beint í Yogurtland eftir leikana og verðlauna sig. Nokkrir dagar eru í það en keppni ytra hefst á morgun. „Ég vil vinna leikana til að sanna fyrir öllum stelpum sem hættu í íþróttum þegar þær voru ungar, og héldu að ekkert yrði úr þeim, að allt er mögulegt ef þú leggur hart að þér.“Innslagið um íslensku stelpurnar má sjá hér að neðan. CrossFit Tengdar fréttir Fjallið aðstoðar Annie Mist fyrir heimsleikanna: „Við bætum hverja aðra upp“ "Við setjum pressu á hvor aðra. Við erum allar með það hugafar að ef einhver getur bætt sig, þá getum við það allar.“ 18. júlí 2016 12:30 Leiðin á heimsleikanna: Íslensku dæturnar | Myndband Heimsleikarnir í CrossFit hefjast á morgun í StubHub Center í Carson, Kaliforníu. 18. júlí 2016 09:36 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stefnir á sigur á heimsleikunum í Crossfit sem hefjast í Kaliforníu á morgun. Ragnheiður Sara, oftast kölluð Sara, þykir til alls vís en hún var hársbreidd frá sigri í fyrr en þurfti að sætta sig við bronsverðlaun eftir að hafa fatast flugið í uppáhaldsgreininni sinni. „Áður en ég byrjaði í Crossfit var ég feitur krakki. Ég er ennþá feit að innan, ég elska mat,“ segir Sara í afar áhugaverðu innslagi aðstandenda leikanna sem sjá má neðst í fréttinni. Þar kemur fram að Sara hafi lengi leitað að réttu íþróttinni en ekki fundið hana, fyrr en í Crossfit. Skyggnst er á bak við tjöldin hjá Söru, Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Annie Mist Þórisdóttur sem allar þykja líklegar til afreka á leikunum. Þær tvær síðarnefndu hafa báðar sigrað á leikunum, Katrín Tanja einmitt í fyrra. Ragnheiður Sara sýnir gamla mynd af sér í myndbandinu. Þar er einnig rætt við föður hennar. „Þegar ég var að verða frekar feit þá notaði ég þetta belti til að sýnast vera grennri,“ segir Sara. Forvitnilegt sé að horfa til baka yfir farin veg en fáir komast með tærnar þar sem hún hefur hælana í dag þegar kemur að heilsu og hreysti. Páfagaukurinn Paulie er kynntur til leiks í innslaginu þar sem fólk fær innsýn í hefðbundinn dag Söru sem borðar hafgragraut í morgunmat og drekkur eitt glas af safa sem hún segir það ógeðslegasta sem hægt er að drekka. Þá borðar hún mikið af berjum og grænmeti. „Ég prófaði alls konar íþróttir þegar ég var yngri en mér líkaði ekki við liðsíþróttir,“ segir Sara. Hún upplýsir að hún hafi búið til afsakanir fyrir æfingar og jafnvel gengið svo langt að setja tómatsósu undir plástra til þess að láta líta út fyrir að um blóð væri að ræða. Henni hafi einfaldlega ekki fundist gaman á æfingunum. Ragnheiður Sara og Annie Mist á verðlaunapalli á Evrópumótinu í vor. Sara hefur í tvígang orðið Evrópumeistari í Crossfit en Njarðvíkingurinn segir árið í fyrra hafa komið henni á óvart. Ekki síst dagarnir á heimsleikunum þar sem hún leiddi lengi vel. „Að vera í fyrsta sæti allan tímann og tapa í lokin í armbeygjum á haus, sem er uppáhaldsæfingin mín. Ég mun hugsa um það augnablik í hvert skipti sem ég velti fyrir mér að gefast upp. Ég ætla aldrei að upplifa þá tilfinningu aftur.“ Njarðvíkingurinn segir frá því hve veik hún sé fyrir bragðarefum, ís með sælgæti í. Þar er smákökudeig uppáhaldið þegar kemur að bragðbæti en hún á uppáhaldsstað í Los Angeles sem heitir Yogurtland. Nú er hins vegar ekki tíminn til að borða ís. „Ég vil verða sú hraustasta á jörðu og verð að borða rétt,“ segir Sara sem ætlar beint í Yogurtland eftir leikana og verðlauna sig. Nokkrir dagar eru í það en keppni ytra hefst á morgun. „Ég vil vinna leikana til að sanna fyrir öllum stelpum sem hættu í íþróttum þegar þær voru ungar, og héldu að ekkert yrði úr þeim, að allt er mögulegt ef þú leggur hart að þér.“Innslagið um íslensku stelpurnar má sjá hér að neðan.
CrossFit Tengdar fréttir Fjallið aðstoðar Annie Mist fyrir heimsleikanna: „Við bætum hverja aðra upp“ "Við setjum pressu á hvor aðra. Við erum allar með það hugafar að ef einhver getur bætt sig, þá getum við það allar.“ 18. júlí 2016 12:30 Leiðin á heimsleikanna: Íslensku dæturnar | Myndband Heimsleikarnir í CrossFit hefjast á morgun í StubHub Center í Carson, Kaliforníu. 18. júlí 2016 09:36 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Fjallið aðstoðar Annie Mist fyrir heimsleikanna: „Við bætum hverja aðra upp“ "Við setjum pressu á hvor aðra. Við erum allar með það hugafar að ef einhver getur bætt sig, þá getum við það allar.“ 18. júlí 2016 12:30
Leiðin á heimsleikanna: Íslensku dæturnar | Myndband Heimsleikarnir í CrossFit hefjast á morgun í StubHub Center í Carson, Kaliforníu. 18. júlí 2016 09:36