Sláandi líkindi með ræðu frú Trump og átta ára ræðu Michelle Obama Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 19. júlí 2016 09:12 Melania Trump og Michelle Obama hafa sömu gildi í hávegum af ræðunum að dæma. Vísir/EPA Bandaríkjamenn eru margir hverjir hneykslaðir eftir landsþing Repúblikanaflokksins í gær en ekki vegna hins umdeilda Donald Trump, eins og maður gæti ætlað, heldur vegna ræðu konunnar hans. Melania Trump var einn aðalræðumanna á þinginu í gær en á meðan á ræðunni stóð tóku að birtast á Twitter setningar úr ræðu Michelle Obama frá sambærilegu þingi demókrata árið 2008 þegar eiginmaður hennar, Barack Obama, var í framboði til forseta. Þykja setningar úr ræðunum svo líkar að margir hafa tekið að saka frú Trump um ritstuld. Þegar hlutar ræðu Trump eru bornar saman við ræðu Obama sjást mikil líkindi og er meira að segja í sumum tilvikum um nákvæmlega sama orðalag að ræða. Hér að neðan má sjá myndband frá CNN þar sem bæði Trump og Obama flytja ræður sínar og þar fyrir neðan má sjá brotin lauslega þýdd yfir á íslensku.Similarities between Melania Trump's #GOPConvention speech and Michelle Obama's in 2008 https://t.co/hFPAf2maXl https://t.co/tmNgFDcEtO— CNN Politics (@CNNPolitics) July 19, 2016 Trump-hjónin í gær á landsþingi Repúblikana.Vísir/EPAMelania Trump: „Frá unga aldri, lögðu foreldrar mínir áherslu á ákveðin gildi: þú vinnur ötullega að því sem þú vilt í lífinu, loforð þitt er bindandi samkomulag og þú gerir það sem þú segist ætla að gera og stendur við orð þín, þú skalt koma fram við fólk af virðingu. Þau kenndu mér og sýndu mér gildin og rétt siðferði í sínu daglega lífi. Þetta er lærdómur sem ég kenni syni okkar,“ sagði Trump árið 2016. „Og við þurfum að koma þessum lærdómi til leiðar til hinna mörgu kynslóða sem á eftir okkar kom. Því við viljum að börn þessarar þjóðar viti að það eina sem getur takmarkað afreksverk þín er styrkur drauma þinna og viljinn til þess að vinna fyrir þeim.“Michelle Obama: „Og Barack og ég vorum alin upp með mörg af sömu gildunum; þú vinnur ötullega að því sem þú vilt í lífinu, loforð þitt er bindandi samkomulag og þú gerir það sem þú segist ætla að gera og stendur við orð þín, þú skalt koma fram við fólk af virðingu og sæmd, jafnvel þó þú þekkir það ekki eða sért ósammála þeim,“ sagði Michelle árið 2008. „Við Barack ákváðum að byggja líf á þessum gildum, og koma þessum lærdómi til leiðar til næstu kynslóðar. Því við viljum að börnin okkar – og öll börn þessarar þjóðar viti - að það eina sem getur takmarkað afreksverk þín er styrkur drauma þinna og viljinn til þess að vinna fyrir þeim.“ Það var Jarrett Hill, mikill aðdáandi Obama fjölskyldunnar, sem benti á líkindin á Twitter.CORRECTION: Melania stole a whole graph from Michelle's speech. #GOPConvention WATCH: https://t.co/8BCOwXAHSy pic.twitter.com/zudpDznGng— Jarrett Hill (@JarrettHill) July 19, 2016 Hér að neðan má sjá textabrotin á ensku:Melania Trump í gær:"From a young age, my parents impressed on me the values that you work hard for what you want in life, that your word is your bond and you do what you say and keep your promise, that you treat people with respect. They taught and showed me values and morals in their daily lives. That is a lesson that I continue to pass along to our son," Trump said.And we need to pass those lessons on to the many generations to follow. Because we want our children in this nation to know that the only limit to your achievements is the strength of your dreams and your willingness to work for them."Michelle Obama í ágúst 2008:"And Barack and I were raised with so many of the same values: that you work hard for what you want in life; that your word is your bond and you do what you say you're going to do; that you treat people with dignity and respect, even if you don't know them, and even if you don't agree with them.And Barack and I set out to build lives guided by these values, and to pass them on to the next generation. Because we want our children -- and all children in this nation -- to know that the only limit to the height of your achievements is the reach of your dreams and your willingness to work for them." Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Bandaríkjamenn eru margir hverjir hneykslaðir eftir landsþing Repúblikanaflokksins í gær en ekki vegna hins umdeilda Donald Trump, eins og maður gæti ætlað, heldur vegna ræðu konunnar hans. Melania Trump var einn aðalræðumanna á þinginu í gær en á meðan á ræðunni stóð tóku að birtast á Twitter setningar úr ræðu Michelle Obama frá sambærilegu þingi demókrata árið 2008 þegar eiginmaður hennar, Barack Obama, var í framboði til forseta. Þykja setningar úr ræðunum svo líkar að margir hafa tekið að saka frú Trump um ritstuld. Þegar hlutar ræðu Trump eru bornar saman við ræðu Obama sjást mikil líkindi og er meira að segja í sumum tilvikum um nákvæmlega sama orðalag að ræða. Hér að neðan má sjá myndband frá CNN þar sem bæði Trump og Obama flytja ræður sínar og þar fyrir neðan má sjá brotin lauslega þýdd yfir á íslensku.Similarities between Melania Trump's #GOPConvention speech and Michelle Obama's in 2008 https://t.co/hFPAf2maXl https://t.co/tmNgFDcEtO— CNN Politics (@CNNPolitics) July 19, 2016 Trump-hjónin í gær á landsþingi Repúblikana.Vísir/EPAMelania Trump: „Frá unga aldri, lögðu foreldrar mínir áherslu á ákveðin gildi: þú vinnur ötullega að því sem þú vilt í lífinu, loforð þitt er bindandi samkomulag og þú gerir það sem þú segist ætla að gera og stendur við orð þín, þú skalt koma fram við fólk af virðingu. Þau kenndu mér og sýndu mér gildin og rétt siðferði í sínu daglega lífi. Þetta er lærdómur sem ég kenni syni okkar,“ sagði Trump árið 2016. „Og við þurfum að koma þessum lærdómi til leiðar til hinna mörgu kynslóða sem á eftir okkar kom. Því við viljum að börn þessarar þjóðar viti að það eina sem getur takmarkað afreksverk þín er styrkur drauma þinna og viljinn til þess að vinna fyrir þeim.“Michelle Obama: „Og Barack og ég vorum alin upp með mörg af sömu gildunum; þú vinnur ötullega að því sem þú vilt í lífinu, loforð þitt er bindandi samkomulag og þú gerir það sem þú segist ætla að gera og stendur við orð þín, þú skalt koma fram við fólk af virðingu og sæmd, jafnvel þó þú þekkir það ekki eða sért ósammála þeim,“ sagði Michelle árið 2008. „Við Barack ákváðum að byggja líf á þessum gildum, og koma þessum lærdómi til leiðar til næstu kynslóðar. Því við viljum að börnin okkar – og öll börn þessarar þjóðar viti - að það eina sem getur takmarkað afreksverk þín er styrkur drauma þinna og viljinn til þess að vinna fyrir þeim.“ Það var Jarrett Hill, mikill aðdáandi Obama fjölskyldunnar, sem benti á líkindin á Twitter.CORRECTION: Melania stole a whole graph from Michelle's speech. #GOPConvention WATCH: https://t.co/8BCOwXAHSy pic.twitter.com/zudpDznGng— Jarrett Hill (@JarrettHill) July 19, 2016 Hér að neðan má sjá textabrotin á ensku:Melania Trump í gær:"From a young age, my parents impressed on me the values that you work hard for what you want in life, that your word is your bond and you do what you say and keep your promise, that you treat people with respect. They taught and showed me values and morals in their daily lives. That is a lesson that I continue to pass along to our son," Trump said.And we need to pass those lessons on to the many generations to follow. Because we want our children in this nation to know that the only limit to your achievements is the strength of your dreams and your willingness to work for them."Michelle Obama í ágúst 2008:"And Barack and I were raised with so many of the same values: that you work hard for what you want in life; that your word is your bond and you do what you say you're going to do; that you treat people with dignity and respect, even if you don't know them, and even if you don't agree with them.And Barack and I set out to build lives guided by these values, and to pass them on to the next generation. Because we want our children -- and all children in this nation -- to know that the only limit to the height of your achievements is the reach of your dreams and your willingness to work for them."
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira