Hefur ekki áhyggjur af fylgishruni án Helga Hrafns Una Sighvatsdóttir skrifar 1. júlí 2016 20:00 Ásta Guðrún Helgadóttir segir að Helgi Hrafn verði dýrmætur tengiliður við grasrót Pírata sem óbreyttur borgari en ekki þingmaður. Vísir/ernir Helgi Hrafn Gunnarsson er sá þingmaður Pírata sem notið hefur hve mest persónufylgis, en hann býður sig ekki fram aftur á næsta kjörtíabili. Til Pírata flykkist nú fólk sem hefur litla þekkingu á því hvernig Alþingi virkar og Helgi Hrafn segir, í vídjóskilaboðum sem hann birti á vefnum í morgun, að hann hyggist vinna áfram með Pírötum bak við tjöldin að því að byggja brú milli þingflokksins og grasrótarinnar. „Að halda utan um eitthvað fólk sem skilur ekki hvernig Alþingi virkar er vinna fyrir okkur sem kostar tíma sem við höfum ekki. Þannig að þessi brú, að mínu mati, er hreinlega ekki til staðar eins og er, en það er ekkert til að fyrirbyggja að hún verði staðar nema einfaldlega tími einhves sem hefur djúpstæða þekkingu á því hvernig Alþingi virkar. Og það er það sem ég ætla að bjóða mig fram í, núna. Það er það sem ég vil gera næst, hjálpa til við að styrkja bæði þingflokkinn og flokkinn að þessu leyti. Hjálpa til við að styrkja lýðræðið,“ sagði Helgi Hrafn.Pírötum fjölgað um 700 síðan í apríl Aðeins þrír Píratar eru nú á þingi en flokkurinn mælist með tæplega 30% fylgi og gæti því orðið sá stærsti á næsta kjörtímabili. Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata segir erfitt að segja til um hvort brotthvarf Helga Hrafns muni hafa neikvæð áhrif á fylgið. „Því við náttúrulega vitum ekki nákvæmlega hvaðan allt þetta fylgi kemur. Helgi er ekkert að fara, hann er bara að breyta um vettvang. Helgi verður áfram partur af Pírötum og hreyfingunni þannig að ég vænti ekki að þetta muni hafa nein teljandi áhrif á fylgið.“ Pírötum hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu misseri. Stofnfélagar í nóvember 2012 voru aðeins átta en í dag eru Píratar hátt í 3500 talsins. Bara síðustu þrjá mánuði hafa ríflega 700 skráð sig í flokkinn og má búast við að þar af hyggi margir á framboð. Ásta segir þá sem skrá sig í Pírata vera fólk úr öllum áttum. „Mikið til er þetta bara venjulegt fólk sem kemur inn af götunni og vill bara fá að taka þátt í þjóðfélaginu, og það er nákvæmlega sú lýðræðishugsun sem Píratar byggja á. Við erum ekki flokkur sem er hér til að koma einum, tveimur stefnumálum í gegn. Við erum að reyna að koma því í gegn að kerfið okkar breytist, færist nær nútímasamfélagi og sé lýðræðislegra og meira í takt við þann veruleika sem við viljum byggja.“Kaos að kynnast Alþingi Ásta hefur ekki áhyggjur af nýliðunum á þingi, en hún tók sjálf sæti á Alþingi í ágúst 2015. „Það er náttúrulega alltaf erfitt að skipta um starfsvettvang og það að fara inn á Alþingi er heilt kaos út af fyrir sig, en Alþingi er vant því að taka á móti nýjum þingmönnum. Ég náttúrulega kom inn á miðju kjörtímabili þannig að ég fæ ekki þessa venjulegu uppfræðslu sem allir þingmenn fá. Það eru haldin námskeið í upphafi kjörtímabils og ég held það verði ekki teljandi vandamál.“ Hún telur að Helgi Hrafn hafi tekið góða ákvörðun. „Ég held það. Ég held hann muni njóta sín mun meira. Við munum njóta þess að hafa hann í starfsliði Pírata áfram. Hann náttúrulega er mikill forritari og mun án efa reyna að smíða einhver tæki og tól fyrir Pírata og þingheim til að gera alþingisstörfin aðgengilegri fyrir alla.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Helgi Hrafn ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum Stefnir á að helga sig grasrótarstarfi Pírata en bjóða sig aftur fram árið 2020. 1. júlí 2016 06:54 Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson er sá þingmaður Pírata sem notið hefur hve mest persónufylgis, en hann býður sig ekki fram aftur á næsta kjörtíabili. Til Pírata flykkist nú fólk sem hefur litla þekkingu á því hvernig Alþingi virkar og Helgi Hrafn segir, í vídjóskilaboðum sem hann birti á vefnum í morgun, að hann hyggist vinna áfram með Pírötum bak við tjöldin að því að byggja brú milli þingflokksins og grasrótarinnar. „Að halda utan um eitthvað fólk sem skilur ekki hvernig Alþingi virkar er vinna fyrir okkur sem kostar tíma sem við höfum ekki. Þannig að þessi brú, að mínu mati, er hreinlega ekki til staðar eins og er, en það er ekkert til að fyrirbyggja að hún verði staðar nema einfaldlega tími einhves sem hefur djúpstæða þekkingu á því hvernig Alþingi virkar. Og það er það sem ég ætla að bjóða mig fram í, núna. Það er það sem ég vil gera næst, hjálpa til við að styrkja bæði þingflokkinn og flokkinn að þessu leyti. Hjálpa til við að styrkja lýðræðið,“ sagði Helgi Hrafn.Pírötum fjölgað um 700 síðan í apríl Aðeins þrír Píratar eru nú á þingi en flokkurinn mælist með tæplega 30% fylgi og gæti því orðið sá stærsti á næsta kjörtímabili. Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata segir erfitt að segja til um hvort brotthvarf Helga Hrafns muni hafa neikvæð áhrif á fylgið. „Því við náttúrulega vitum ekki nákvæmlega hvaðan allt þetta fylgi kemur. Helgi er ekkert að fara, hann er bara að breyta um vettvang. Helgi verður áfram partur af Pírötum og hreyfingunni þannig að ég vænti ekki að þetta muni hafa nein teljandi áhrif á fylgið.“ Pírötum hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu misseri. Stofnfélagar í nóvember 2012 voru aðeins átta en í dag eru Píratar hátt í 3500 talsins. Bara síðustu þrjá mánuði hafa ríflega 700 skráð sig í flokkinn og má búast við að þar af hyggi margir á framboð. Ásta segir þá sem skrá sig í Pírata vera fólk úr öllum áttum. „Mikið til er þetta bara venjulegt fólk sem kemur inn af götunni og vill bara fá að taka þátt í þjóðfélaginu, og það er nákvæmlega sú lýðræðishugsun sem Píratar byggja á. Við erum ekki flokkur sem er hér til að koma einum, tveimur stefnumálum í gegn. Við erum að reyna að koma því í gegn að kerfið okkar breytist, færist nær nútímasamfélagi og sé lýðræðislegra og meira í takt við þann veruleika sem við viljum byggja.“Kaos að kynnast Alþingi Ásta hefur ekki áhyggjur af nýliðunum á þingi, en hún tók sjálf sæti á Alþingi í ágúst 2015. „Það er náttúrulega alltaf erfitt að skipta um starfsvettvang og það að fara inn á Alþingi er heilt kaos út af fyrir sig, en Alþingi er vant því að taka á móti nýjum þingmönnum. Ég náttúrulega kom inn á miðju kjörtímabili þannig að ég fæ ekki þessa venjulegu uppfræðslu sem allir þingmenn fá. Það eru haldin námskeið í upphafi kjörtímabils og ég held það verði ekki teljandi vandamál.“ Hún telur að Helgi Hrafn hafi tekið góða ákvörðun. „Ég held það. Ég held hann muni njóta sín mun meira. Við munum njóta þess að hafa hann í starfsliði Pírata áfram. Hann náttúrulega er mikill forritari og mun án efa reyna að smíða einhver tæki og tól fyrir Pírata og þingheim til að gera alþingisstörfin aðgengilegri fyrir alla.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Helgi Hrafn ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum Stefnir á að helga sig grasrótarstarfi Pírata en bjóða sig aftur fram árið 2020. 1. júlí 2016 06:54 Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Sjá meira
Helgi Hrafn ætlar ekki að bjóða sig fram í næstu kosningum Stefnir á að helga sig grasrótarstarfi Pírata en bjóða sig aftur fram árið 2020. 1. júlí 2016 06:54