Árásarmennirnir tilheyrðu vel stæðum fjölskyldum Samúel Karl Ólason skrifar 4. júlí 2016 14:30 Frá minningarathöfn í Dhaka. Vísir/AFp Lögreglan í Bangladess hefur nefnt fimm af árásarmönnum sex sem myrtu tuttugu manns á kaffihúsi í Dhaka í Bangladess um helgina. Innanríkisráðherra landsins segir að þeir hafi tilheyrt öfgahópi sem hafi verið bannaður í rúman áratug. Einn af mönnunum sex er þó mögulega sagður vera saklaust fórnarlamb. Einn til viðbótar hefur verið handtekinn en ekki liggur fyrir hvernig eða hvort hann kom að árásinni. Mennirnir réðust þungvopnaðir inn í kaffihús á föstudaginn og héldu fjölda fólks í gíslingu í tólf klukkustundir. Tuttug gíslar voru myrtir og 30 særðust. Þrettán var bjargað af lögreglu sem gerði árás á kaffihúsið. Tveir lögregluþjónar létu einnig lífið þegar mennirnir réðust á kaffihúsið. Engar kröfur voru settar fram á meðan á árásinni stóð. Mennirnir neituðu að tala við lögreglu og margir þeirra sem létu lífið í árásinni höfðu verið stungnir eða skornir til bana. Níu Ítalar létu lífið, sjö frá Japan, einn frá Bandaríkjunum og einn frá Indlandi.Höfðu verið týndir í hálft ár Nú hefur komið í ljós að þrír af árásarmönnunum voru undir 22 ára aldri og höfðu verið týndir í sex mánuði. Þá hefur vakið athygli að mennirnir komu úr tekjuháum fjölskyldum, voru í dýrum einkaskólum og einn þeirra var sonur háttsetts embættismanns. Þeir falla ekki í hefðbundin mót ungra öfgamanna. Flestir vígamenn ISIS koma úr samfélögum lágtekjufólks og hafa greinendur lengi talið trúarstaði í Bangladess verið helstu vígi manna sem finna fólk til að ganga til liðs við vígasamtök. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni, en yfirvöld Bangladess segja samtökin ekki vera með fótfestu í landinu. Þrátt fyrir að fréttaveita ISIS hafi birt myndir af mönnunum þar sem fimm þeirra hafa stillt sér upp vopnaðir, fyrir framan myndavél. „Þeir eru meðlimir Jamaeytul Mujahdeen Bangladesh. Þeir tengjast ISIS ekki á nokkurn hátt,“ sagði Asaduzzaman Khan, innanríkisráðherra Bangladess, við blaðamenn í dag. Hann sagði mennina vera úr vel stæðum fjölskyldum og að þeir hefðu orðið öfgamenn þar sem það væri orðið að tísku. Mið-Austurlönd Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Lögreglan í Bangladess hefur nefnt fimm af árásarmönnum sex sem myrtu tuttugu manns á kaffihúsi í Dhaka í Bangladess um helgina. Innanríkisráðherra landsins segir að þeir hafi tilheyrt öfgahópi sem hafi verið bannaður í rúman áratug. Einn af mönnunum sex er þó mögulega sagður vera saklaust fórnarlamb. Einn til viðbótar hefur verið handtekinn en ekki liggur fyrir hvernig eða hvort hann kom að árásinni. Mennirnir réðust þungvopnaðir inn í kaffihús á föstudaginn og héldu fjölda fólks í gíslingu í tólf klukkustundir. Tuttug gíslar voru myrtir og 30 særðust. Þrettán var bjargað af lögreglu sem gerði árás á kaffihúsið. Tveir lögregluþjónar létu einnig lífið þegar mennirnir réðust á kaffihúsið. Engar kröfur voru settar fram á meðan á árásinni stóð. Mennirnir neituðu að tala við lögreglu og margir þeirra sem létu lífið í árásinni höfðu verið stungnir eða skornir til bana. Níu Ítalar létu lífið, sjö frá Japan, einn frá Bandaríkjunum og einn frá Indlandi.Höfðu verið týndir í hálft ár Nú hefur komið í ljós að þrír af árásarmönnunum voru undir 22 ára aldri og höfðu verið týndir í sex mánuði. Þá hefur vakið athygli að mennirnir komu úr tekjuháum fjölskyldum, voru í dýrum einkaskólum og einn þeirra var sonur háttsetts embættismanns. Þeir falla ekki í hefðbundin mót ungra öfgamanna. Flestir vígamenn ISIS koma úr samfélögum lágtekjufólks og hafa greinendur lengi talið trúarstaði í Bangladess verið helstu vígi manna sem finna fólk til að ganga til liðs við vígasamtök. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni, en yfirvöld Bangladess segja samtökin ekki vera með fótfestu í landinu. Þrátt fyrir að fréttaveita ISIS hafi birt myndir af mönnunum þar sem fimm þeirra hafa stillt sér upp vopnaðir, fyrir framan myndavél. „Þeir eru meðlimir Jamaeytul Mujahdeen Bangladesh. Þeir tengjast ISIS ekki á nokkurn hátt,“ sagði Asaduzzaman Khan, innanríkisráðherra Bangladess, við blaðamenn í dag. Hann sagði mennina vera úr vel stæðum fjölskyldum og að þeir hefðu orðið öfgamenn þar sem það væri orðið að tísku.
Mið-Austurlönd Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira