Sport

Besta stökk Hafdísar á árinu dugði ekki til að komast í úrslit

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hafdís endaði í 15. sæti í undanúrslitunum.
Hafdís endaði í 15. sæti í undanúrslitunum. vísir/epa
Hafdís Sigurðardóttir komst ekki í úrslit í langstökki á EM í frjálsum íþróttum sem hófst í Amsterdam í dag.

Hafdís náði sínu besta stökki á árinu er hún stökk 6,35 metra í annarri tilraun. Stökkva þurfti 6,46 metra til að komast í úrslit.

Hafdís endaði í 8. sæti í sínum riðli í forkeppninni og 15. sæti í heildina.

Hún stökk 6,11 metra í fyrstu tilraun, 6,35 metra í annarri tilraun og 6,21 metra i þeirri þriðju.


Tengdar fréttir

Aníta komin áfram

Aníta Hinriksdóttir endaði í 4. sæti í sínum riðli í undanrásum í 800 metra hlaupi á EM í frjálsum íþróttum í Amsterdam í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×