Safnar fyrir útgáfu á vínylplötu Stefán Þór hjartarson skrifar 30. júní 2016 10:15 Gauti safnar þessa dagana fyrir útgáfu á vínylplötu en þær þykja oft eigulegri gripir en geisladiskar. Mynd/Eygló Gísladóttir „Ástæðan fyrir því að ég er að gera þetta svona er að ég veit ekki hvernig markaðurinn liggur gagnvart vínylsölu – ég er alveg pottþéttur á því að ég kem allavega út á núlli í sölu á geisladiskum en kostnaðurinn við að gera 300 vínylplötur er meiri en að láta gera 1.000 geisladiska, sérstaklega af því að ég þarf að gera tvöfalda plötu því að platan mín er það löng. Ég held að þetta sé besta leiðin – þá er þetta gjörsamlega það sem samsvarar eftirspurninni og ég get unnið mig upp í núllpunkt á framleiðslunni án þess að taka fjárhagslega áhættu og tapa á að gefa út vínyl. Þetta er líka fín leið til að koma „merchi“ út og það er alls konar aukapakkar sem fólk getur nælt sér í – allt frá nælum upp í snekkjuferðir.“Bíddu, snekkjuferð? „Já, þetta er tveggja tíma lúxusferð á snekkju. Einnig er hvítt og rautt í boði og að sjálfsögðu fylgir þjónn með. Ég var fyrst að pæla í að hafa þyrluferð, en ég hætti við það því að það er svo erfitt að rappa í þyrlu á ferð og það hefði líka verið svo hættulegt svo að ég ákvað að færa þetta úr háloftunum niður á sjóinn. Ef það eru nógu margir sem leggja í púkk fyrir þessum pakka er þetta ekkert svo dýrt – þetta er alveg „perfect“ fyrir steggjaveisluna.“Gauti heldur útgáfutónleika þann 14. júlí og lofar því að það verði rosalegur viðburður.Mynd/Eygló GísladóttirEn hvenær kemur svo platan? „Platan kemur vonandi út á CD í lok næstu viku, síðan eru útgáfutónleikarnir viku eftir það.“Verður ekki eitthvað rosalegt í gangi þar? „Ég er búinn að vera í ákveðinni maníu varðandi þessa útgáfutónleika og fá alls konar risahugmyndir. Ég er búinn að segja svo mörgum frá þessum hugmyndum að ég get eiginlega ekki bakkað út úr því núna. Ég er kominn á þann stað að við erum búnir að plana frekar sturlað „show“ – sviðið verður með öðru sniði en venjulega þó að ég sé nú ekki að finna upp hjólið með því – en þetta er stórt torfærudekk sem við erum að fara að rúlla þetta kvöldið.“ Hérna má svo finna link á söfnun Gauta þar sem allskyns gúmmelaði er í boði. Tónlist Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ástæðan fyrir því að ég er að gera þetta svona er að ég veit ekki hvernig markaðurinn liggur gagnvart vínylsölu – ég er alveg pottþéttur á því að ég kem allavega út á núlli í sölu á geisladiskum en kostnaðurinn við að gera 300 vínylplötur er meiri en að láta gera 1.000 geisladiska, sérstaklega af því að ég þarf að gera tvöfalda plötu því að platan mín er það löng. Ég held að þetta sé besta leiðin – þá er þetta gjörsamlega það sem samsvarar eftirspurninni og ég get unnið mig upp í núllpunkt á framleiðslunni án þess að taka fjárhagslega áhættu og tapa á að gefa út vínyl. Þetta er líka fín leið til að koma „merchi“ út og það er alls konar aukapakkar sem fólk getur nælt sér í – allt frá nælum upp í snekkjuferðir.“Bíddu, snekkjuferð? „Já, þetta er tveggja tíma lúxusferð á snekkju. Einnig er hvítt og rautt í boði og að sjálfsögðu fylgir þjónn með. Ég var fyrst að pæla í að hafa þyrluferð, en ég hætti við það því að það er svo erfitt að rappa í þyrlu á ferð og það hefði líka verið svo hættulegt svo að ég ákvað að færa þetta úr háloftunum niður á sjóinn. Ef það eru nógu margir sem leggja í púkk fyrir þessum pakka er þetta ekkert svo dýrt – þetta er alveg „perfect“ fyrir steggjaveisluna.“Gauti heldur útgáfutónleika þann 14. júlí og lofar því að það verði rosalegur viðburður.Mynd/Eygló GísladóttirEn hvenær kemur svo platan? „Platan kemur vonandi út á CD í lok næstu viku, síðan eru útgáfutónleikarnir viku eftir það.“Verður ekki eitthvað rosalegt í gangi þar? „Ég er búinn að vera í ákveðinni maníu varðandi þessa útgáfutónleika og fá alls konar risahugmyndir. Ég er búinn að segja svo mörgum frá þessum hugmyndum að ég get eiginlega ekki bakkað út úr því núna. Ég er kominn á þann stað að við erum búnir að plana frekar sturlað „show“ – sviðið verður með öðru sniði en venjulega þó að ég sé nú ekki að finna upp hjólið með því – en þetta er stórt torfærudekk sem við erum að fara að rúlla þetta kvöldið.“ Hérna má svo finna link á söfnun Gauta þar sem allskyns gúmmelaði er í boði.
Tónlist Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp