„Vorum að reyna að gera það besta úr ótrúlega leiðinlegum aðstæðum“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 20. júní 2016 11:26 Yolandi Visser og Ninja úr sveitinni Die Antwoord lögðu undir sig Laugardalshöll í gærkvöldi. Vísir/Hanna Það voru blendnar tilfinningar í gær á meðal gesta Secret Solstice með þá ákvörðun tónleikahaldara að færa Suðurafrísku rappsveitina Die Antwoord inn í Laugardalshöll. Þeir rúmlega 5000 manns sem komust inn upplifðu líklegast eina mögnuðustu tónleikaupplifun sem þar hefur farið fram á meðan þeir sem biðu í röð og komust svo ekki inn fannst þeir illa sviknir. Ástæðan fyrir því að tónleikarnir voru færðir inn í Hel, eins og gamli salur Laugardalshallar hét í gær, voru tafir á flugsamgöngum til og frá landinu. „Annað hvort var að halda þessa tónleika þarna inni eða sleppa þeim alveg,“ segir Ósk Gunnarsdóttir einn skipuleggjanda hátíðarinnar. „Við vorum að reyna gera það besta úr ótrúlega leiðinlegum aðstæðum.“Die Antwoord töluðu mikið um það hversu lengi það hefur verið draumur þeirra að spila á Íslandi.Vísir/HannaMinnstu munaði að Die Antwoord hefði ekki spilaðÓsk segir að liðsmenn Die Antwoord og tækjabúnaður hafi lent á Keflavíkurflugvelli um sex leytið í gærkvöldi. Það var aðeins skömmu áður en sveitin hefði átt að koma fram á auglýstum tíma á aðalútisviðinu Valhöll og því ljóst að af því gæti aldrei orðið. Næsta vandamál hafi verið að þar sem það er nokkurra klukkutíma verk að stilla upp sviðsmynd og öðru sem fylgir tónleikum Die Antwoord hafi ekki verið mögulegt að halda tónleikana úti. Það hafi verið vegna þess að hátíðarhaldarar höfðu einungis leyfi frá yfirvöldum fyrir útitónleikum til miðnættis af virðingu við íbúa á svæðinu. „Við þurftum því að rjúka inn í Laugardalshöll og byggja upp nýtt svið, setja upp öll tilheyrandi ljós og hljóðprufa á eins skömmum tíma og mögulegt var. Það mátti ekki tæpara standa að þau hefðu ekki spilað. Okkur fannst það betri hugmynd að bjóða upp á tónleikana svona en að sleppa þeim alveg af dagskránni.“ Það var því mat tónleikahaldara að af tveimur slæmum kostum væri þetta betra þar sem fleiri hefðu orðið svekktir ef aflýsa hefði þurft framkomu sveitarinnar. „Við vorum mjög ánægð með þessa ákvörðun eftir á því þetta voru geðveikir tónleikar. Þetta var ekki viljaverk að gera þetta svona. Skipuleggjendur voru bara að reyna gera það besta úr aðstæðum sem við réðum ekki við.“ Ósk segir hátíðarhaldara hafa gert sér grein fyrir því fyrirfram að fjöldi manns yrðu svekktur vegna þessa og segir hátíðarhaldara harma það. Ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvort verði komið til móts við þá sem súrir urðu eða þá með hvaða hætti. Tónlist Tengdar fréttir Tískan á Solstice Glamour x Secret Solstice 2016. 18. júní 2016 13:15 Brjáluð stemning á M.O.P. á Solstice: "Ísland. Ísland. Ísland!“ - myndband Rappdúóið tryllti lýðinn í Laugardalnum í gær. 19. júní 2016 10:30 Myndasyrpa frá Solstice: Gleðin ríkjandi á tónlistarhátíðinni Tónlistarhátíðinni lauk í gærkvöldi. 20. júní 2016 07:33 Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Það voru blendnar tilfinningar í gær á meðal gesta Secret Solstice með þá ákvörðun tónleikahaldara að færa Suðurafrísku rappsveitina Die Antwoord inn í Laugardalshöll. Þeir rúmlega 5000 manns sem komust inn upplifðu líklegast eina mögnuðustu tónleikaupplifun sem þar hefur farið fram á meðan þeir sem biðu í röð og komust svo ekki inn fannst þeir illa sviknir. Ástæðan fyrir því að tónleikarnir voru færðir inn í Hel, eins og gamli salur Laugardalshallar hét í gær, voru tafir á flugsamgöngum til og frá landinu. „Annað hvort var að halda þessa tónleika þarna inni eða sleppa þeim alveg,“ segir Ósk Gunnarsdóttir einn skipuleggjanda hátíðarinnar. „Við vorum að reyna gera það besta úr ótrúlega leiðinlegum aðstæðum.“Die Antwoord töluðu mikið um það hversu lengi það hefur verið draumur þeirra að spila á Íslandi.Vísir/HannaMinnstu munaði að Die Antwoord hefði ekki spilaðÓsk segir að liðsmenn Die Antwoord og tækjabúnaður hafi lent á Keflavíkurflugvelli um sex leytið í gærkvöldi. Það var aðeins skömmu áður en sveitin hefði átt að koma fram á auglýstum tíma á aðalútisviðinu Valhöll og því ljóst að af því gæti aldrei orðið. Næsta vandamál hafi verið að þar sem það er nokkurra klukkutíma verk að stilla upp sviðsmynd og öðru sem fylgir tónleikum Die Antwoord hafi ekki verið mögulegt að halda tónleikana úti. Það hafi verið vegna þess að hátíðarhaldarar höfðu einungis leyfi frá yfirvöldum fyrir útitónleikum til miðnættis af virðingu við íbúa á svæðinu. „Við þurftum því að rjúka inn í Laugardalshöll og byggja upp nýtt svið, setja upp öll tilheyrandi ljós og hljóðprufa á eins skömmum tíma og mögulegt var. Það mátti ekki tæpara standa að þau hefðu ekki spilað. Okkur fannst það betri hugmynd að bjóða upp á tónleikana svona en að sleppa þeim alveg af dagskránni.“ Það var því mat tónleikahaldara að af tveimur slæmum kostum væri þetta betra þar sem fleiri hefðu orðið svekktir ef aflýsa hefði þurft framkomu sveitarinnar. „Við vorum mjög ánægð með þessa ákvörðun eftir á því þetta voru geðveikir tónleikar. Þetta var ekki viljaverk að gera þetta svona. Skipuleggjendur voru bara að reyna gera það besta úr aðstæðum sem við réðum ekki við.“ Ósk segir hátíðarhaldara hafa gert sér grein fyrir því fyrirfram að fjöldi manns yrðu svekktur vegna þessa og segir hátíðarhaldara harma það. Ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvort verði komið til móts við þá sem súrir urðu eða þá með hvaða hætti.
Tónlist Tengdar fréttir Tískan á Solstice Glamour x Secret Solstice 2016. 18. júní 2016 13:15 Brjáluð stemning á M.O.P. á Solstice: "Ísland. Ísland. Ísland!“ - myndband Rappdúóið tryllti lýðinn í Laugardalnum í gær. 19. júní 2016 10:30 Myndasyrpa frá Solstice: Gleðin ríkjandi á tónlistarhátíðinni Tónlistarhátíðinni lauk í gærkvöldi. 20. júní 2016 07:33 Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar Sjá meira
Brjáluð stemning á M.O.P. á Solstice: "Ísland. Ísland. Ísland!“ - myndband Rappdúóið tryllti lýðinn í Laugardalnum í gær. 19. júní 2016 10:30
Myndasyrpa frá Solstice: Gleðin ríkjandi á tónlistarhátíðinni Tónlistarhátíðinni lauk í gærkvöldi. 20. júní 2016 07:33
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”