Secret Solstice: Mikil óánægja vegna aðgangstakmarkana á Die Antwoord Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 19. júní 2016 22:57 Die Antwoord hefja flutning sinn klukkan ellefu. Vísir/Bjarki/EPA Löng röð er á tónleika Die Antwoord og er ljóst að ekki komast allir að sem vilja sjá bandið troða upp. Tónleikarnir voru færðir inn eftir tafir í flugsamgöngum til og frá landinu. Tónleikarnir verða haldnir á tónleikastaðnum Hel og hefjast klukkan ellefu. Þar rúmast um fimm þúsund manns en rúmlega sjö þúsund höfðu boðað komu sína á tónleikana. Blaðamaður Vísis sem er á staðnum beið ásamt kærustu sinni í röð í klukkustund áður en honum var svo hleypt inn klukkan tíu í kvöld.Hluti raðarinnar um tíuleytið í kvöld.VísirFjölmargir hafa lýst yfir óánægju sinni á Facebook-síðu Secret-Solstice í kvöld vegna breytinganna og vegna fyrirkomulagsins. Nefna nokkrir að mikil óánægja hafi verið meðal gesta á Radiohead sökum þess hve löng röð var og hve heitt var inni í tónleikasalnum á tónlistarhátíð sem markaðsett er sem tónlistarhátíð undir berum himni. Sjá hér að neðan. Í ummælum spyr einn tónleikagestur: „Fokk maður hvað það á etir að vera riot þegar að ekki helmingurinn kemst inn?“ Þá segir annar: „Flestir sem ég þekki keyptu miða bara til að sjá Die Antwoord. Verður þá 5 tíma röð á þau og bara 5þús manns komast að?“ Þá er ein kona með sérstakar áhyggjur af öryggi ófrískra kvenna sökum þess hve lítill tónleikastaðurinn er.Fólk hafði tekið að stilla sér upp um klukkan átta.Vísir/Bjarki„Djös rugl er þetta. Maður hefði aldrei keypt sér miða ef maður hefði vitað að DA yrðu fært inn og takmörkun á fjölda fólks inná þá. Meðan ein ofspilaðasta hljómsveit í íslensku útvarpi verður úti,“ segir enn annar ósáttur tónleikagestur. Ósk Gunnarsdóttir, einn skipuleggjenda, sagði fyrr í kvöld að þetta væri eina lausnin sem möguleg væri ef hljómsveitin ætti að ná að troða upp á hátíðinni. Leyfi fyrir útitónleikum er aðeins til miðnættis og Of Monsters and Men spila til 23.30 á stóra sviðinu Valhalla. Þá eru flugumferðarstjórar ósáttir við að vera kennt um tafir á tónleikum á Secret Solstice samkvæmt heimildum Vísis. Telja þeir aðra þætti í flugsamgöngum hafa haft ríkari áhrif í morgun á tafir í flugsamgöngum en kom fram í tilkynningu frá Secret Solstice.Uppfært 23.30: Enn er gríðarlega löng röð á tónleikana sem áttu þó að hefjast fyrir hálftíma. Mörg hundruð manns bíða fyrir utan og hafa komið sér fyrir með stóla í rigningunni. Vísir talaði við konu í röðinni sem sagði mikla reiði vera í mannskapnum, svo mikla að hún óttaðist að syði upp úr. Tengdar fréttir Secret Solstice: Die Antwoord seinkar vegna forfalla flugumferðarstjóra Færa þarf tónleikana og stendur nú til að Die Antwoord spili á sviðinu Hel, sem er í gömlu Laugardalshöllinni. 19. júní 2016 15:48 Secret-Solstice: Die Antwoord þurfti að endurskipuleggja tónleika kvöldsins vegna seinkunarinnar Hljómsveitin kemur fram í Hel í kvöld klukkan ellefu. 19. júní 2016 20:25 Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Fleiri fréttir Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Sjá meira
Löng röð er á tónleika Die Antwoord og er ljóst að ekki komast allir að sem vilja sjá bandið troða upp. Tónleikarnir voru færðir inn eftir tafir í flugsamgöngum til og frá landinu. Tónleikarnir verða haldnir á tónleikastaðnum Hel og hefjast klukkan ellefu. Þar rúmast um fimm þúsund manns en rúmlega sjö þúsund höfðu boðað komu sína á tónleikana. Blaðamaður Vísis sem er á staðnum beið ásamt kærustu sinni í röð í klukkustund áður en honum var svo hleypt inn klukkan tíu í kvöld.Hluti raðarinnar um tíuleytið í kvöld.VísirFjölmargir hafa lýst yfir óánægju sinni á Facebook-síðu Secret-Solstice í kvöld vegna breytinganna og vegna fyrirkomulagsins. Nefna nokkrir að mikil óánægja hafi verið meðal gesta á Radiohead sökum þess hve löng röð var og hve heitt var inni í tónleikasalnum á tónlistarhátíð sem markaðsett er sem tónlistarhátíð undir berum himni. Sjá hér að neðan. Í ummælum spyr einn tónleikagestur: „Fokk maður hvað það á etir að vera riot þegar að ekki helmingurinn kemst inn?“ Þá segir annar: „Flestir sem ég þekki keyptu miða bara til að sjá Die Antwoord. Verður þá 5 tíma röð á þau og bara 5þús manns komast að?“ Þá er ein kona með sérstakar áhyggjur af öryggi ófrískra kvenna sökum þess hve lítill tónleikastaðurinn er.Fólk hafði tekið að stilla sér upp um klukkan átta.Vísir/Bjarki„Djös rugl er þetta. Maður hefði aldrei keypt sér miða ef maður hefði vitað að DA yrðu fært inn og takmörkun á fjölda fólks inná þá. Meðan ein ofspilaðasta hljómsveit í íslensku útvarpi verður úti,“ segir enn annar ósáttur tónleikagestur. Ósk Gunnarsdóttir, einn skipuleggjenda, sagði fyrr í kvöld að þetta væri eina lausnin sem möguleg væri ef hljómsveitin ætti að ná að troða upp á hátíðinni. Leyfi fyrir útitónleikum er aðeins til miðnættis og Of Monsters and Men spila til 23.30 á stóra sviðinu Valhalla. Þá eru flugumferðarstjórar ósáttir við að vera kennt um tafir á tónleikum á Secret Solstice samkvæmt heimildum Vísis. Telja þeir aðra þætti í flugsamgöngum hafa haft ríkari áhrif í morgun á tafir í flugsamgöngum en kom fram í tilkynningu frá Secret Solstice.Uppfært 23.30: Enn er gríðarlega löng röð á tónleikana sem áttu þó að hefjast fyrir hálftíma. Mörg hundruð manns bíða fyrir utan og hafa komið sér fyrir með stóla í rigningunni. Vísir talaði við konu í röðinni sem sagði mikla reiði vera í mannskapnum, svo mikla að hún óttaðist að syði upp úr.
Tengdar fréttir Secret Solstice: Die Antwoord seinkar vegna forfalla flugumferðarstjóra Færa þarf tónleikana og stendur nú til að Die Antwoord spili á sviðinu Hel, sem er í gömlu Laugardalshöllinni. 19. júní 2016 15:48 Secret-Solstice: Die Antwoord þurfti að endurskipuleggja tónleika kvöldsins vegna seinkunarinnar Hljómsveitin kemur fram í Hel í kvöld klukkan ellefu. 19. júní 2016 20:25 Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Fleiri fréttir Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Sjá meira
Secret Solstice: Die Antwoord seinkar vegna forfalla flugumferðarstjóra Færa þarf tónleikana og stendur nú til að Die Antwoord spili á sviðinu Hel, sem er í gömlu Laugardalshöllinni. 19. júní 2016 15:48
Secret-Solstice: Die Antwoord þurfti að endurskipuleggja tónleika kvöldsins vegna seinkunarinnar Hljómsveitin kemur fram í Hel í kvöld klukkan ellefu. 19. júní 2016 20:25