Innlent

Aron Einar um Ronaldo-treyjuna: Þeim fannst þetta voða fyndið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aron Einar Gunnarsson og Alfreð Finnbogason með treyjuna.
Aron Einar Gunnarsson og Alfreð Finnbogason með treyjuna. Mynd/Twitter-síðan Alfreðs Finnbogasonar
Aron Einar Gunnarsson var spurður út í Ronaldo treyjuna sem hann birti mynd af sér með á samfélagsmiðlum í gær. Eins og frægt er orðið varð ekkert úr treyjuskiptum Arons Einars og Cristiano Ronaldo eftir 1-1 jafnteflið í fyrsta leik riðilsins.

Eftir að fréttist um heimsbyggðina að Aron Einar hefði ekki fengið treyju Ronaldo fóru honum að berast skilaboð héðan og þaðan frá aðilum sem voru tilbúnir að skiptast á treyjum við íslenska landsliðsfyrirliðann. Eins og von er í 23 manna strákahóp var mikið grín gert að landsliðsfyrirliðanum eftir þessa uppákomu.

„Þeim fannst þetta voða fyndið strákunum í liðinu,“ sagði Aron Einar á fundinum. „Ég hef bara gaman að þessu.“

Aron Einar sagðist ekki ætla að nefna nein nöfn en benti svo á að um vini Harðar Snævars Jónssonar, fréttamanns 433 sem spurði spurningarinnar, að ræða. Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson eru því líklegir sökudólgar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×