Hagfræðingur segir áhættuna af Brexit ekki hafa verið nægilega vel útskýrða Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 23. júní 2016 20:59 Þóra Helgadóttir hagfræðingur hefur starfað hjá breska fjármálaráðuneytið og á sæti í fjármálaráði Alþingis. Bretar kjósa í sögulegum kosningum í dag en hagfræðingur sem hefur starfað í fjármálaráðuneyti Bretlands óttast afleiðingarnar ef Bretar ákveða að ganga út úr Evrópusambandinu. Kjörstaðir opnuðu eldsnemma í morgun og er ljóst að hver sem niðurstaðan verður þá verður hún söguleg. Fréttamaður Stöðvar 2 er staddur í Bretlandi og ræddi við kjósendur sem margir hverjir kvíða niðurstöðunni.Útganga erfið fyrir breska hagkerfiðÞóra Helgadóttir hagfræðingur hefur starfað hjá breska fjármálaráðuneytið og á sæti í fjármálaráði Alþingis. Hún segir kosningabaráttuna hafa verið mjög harða. „Þetta er virkilega búin að vera hörð barátta. Í raun og veru hef ég ekki séð hagfræðing sem mælir með því að við förum úr sambandinu og ég held að það séu mjög ljós rök fyrir því að vera áfram í sambandinu. Áhættan er mjög mikil á kreppu, á atvinnuleysi, á að áhrifin verði mikil á fjárfestingar vergna óvissu um hvað tæki við. Sömuleiðis á sölu, innflutning, útflutning og fleira,“ segir Þóra og segir að útganga yrði mjög erfið fyrir breska hagkerfið.Áhættan ekki nógu vel útskýrðÞóra segir áhættuna af útgöngu ekki hafa verið skýrða nógu vel fyrir almenningi. „Ég var að tala við vini mína sem starfa í erlendum banka, frönskum banka, og þeir segja að þeir hefðu fyrir nokkrum vikum ákveðið að eiga ekki í neinum samskiptum við breska banka í ákveðinn tíma þar til þeir vissu hvað myndi gerast. Og í kjölfarið mun óvissan halda áfram ef við förum út. Því er mjög líklegt að þetta hafi mjög mikil áhrif á bresku bankana og myndi þar af leiðiandi hafa snjóboltaáhrif á hagkerfið.“ Búist er við fyrstu tölum eftir miðnætti að íslenskum tíma.Kjörsóknin gæti ráðið úrslitumBaldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir mjög erfitt að segja til um hver úrslitin verða. „Það gæti ráðist af kjörsókninni. Þeir sem líklegastir eru til að mæta á kjörstað eru eldri, hvítir kjósendur Íhaldsflokksins og þeir kjósa helst á móti aðild að sambandinu. Þannig að ef það verður lítil kjörsókn gæti nei-hreyfingin unnið sigur en ef ungir kjósendur fylkjast á kjörstað, sem eru líklegri til að kjósa með aðild, þá gæti sá hópur náð yfirhöndinni.“Ef Bretar ákveða að yfirgefa Evrópusambandið, hvaða áhrif hefur það á Evrópusambandið, Breta og Ísland?„Það er mikil óvissa varðandi alla þessa þrjá þætti sem þú nefnir. Þetta hefði mikil áhrif á Evrópusambandið. Það myndi leiða til umræðu innan allra ríkja um galla sambandsins og hugsanlega úrsögn úr sambandinu eins og í Danmörku, Svíþjóð og Hollandi. Hvað Bretland varðar þá bíður Breta það erfiða verkefni að semja við Evrópusambandið upp á nýtt varðandi viðskiptakjör, og svo er spurningin ef munur verði á því hvernig Skotar greiða atkvæði og restin af Bretlandi þá gæti þetta hugsanlega leitt til ákalls um nýja þjóðaratkæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands.“ Baldur segir að staða David Cameron forsætisráðherra yrði mjög erfið ákveði Bretar að ganga úr sambandinu og myndu bæði stjórnarandstæðingar og andstæðingar ESB-aðildar innan Íhaldsflokksins kalla eftir afsögn hans. Brexit Tengdar fréttir Bretar ganga að kjörborðinu í dag Kosið verður um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu í dag. Hart var barist á lokametrum kosningabaráttunnar og hamrað var á málstaðnum. Afar lítill munur mælist í skoðanakönnunum en skoðanakannanir í Bretlandi hafa ekki reynst áreiðanlegar. 23. júní 2016 07:30 Útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins Prófessor í sagnfræði segir líkur á að fleiri íhugi að hverfa á brott úr sambandinu, ákveði Bretar að segja sig úr því. 23. júní 2016 14:15 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Bretar kjósa í sögulegum kosningum í dag en hagfræðingur sem hefur starfað í fjármálaráðuneyti Bretlands óttast afleiðingarnar ef Bretar ákveða að ganga út úr Evrópusambandinu. Kjörstaðir opnuðu eldsnemma í morgun og er ljóst að hver sem niðurstaðan verður þá verður hún söguleg. Fréttamaður Stöðvar 2 er staddur í Bretlandi og ræddi við kjósendur sem margir hverjir kvíða niðurstöðunni.Útganga erfið fyrir breska hagkerfiðÞóra Helgadóttir hagfræðingur hefur starfað hjá breska fjármálaráðuneytið og á sæti í fjármálaráði Alþingis. Hún segir kosningabaráttuna hafa verið mjög harða. „Þetta er virkilega búin að vera hörð barátta. Í raun og veru hef ég ekki séð hagfræðing sem mælir með því að við förum úr sambandinu og ég held að það séu mjög ljós rök fyrir því að vera áfram í sambandinu. Áhættan er mjög mikil á kreppu, á atvinnuleysi, á að áhrifin verði mikil á fjárfestingar vergna óvissu um hvað tæki við. Sömuleiðis á sölu, innflutning, útflutning og fleira,“ segir Þóra og segir að útganga yrði mjög erfið fyrir breska hagkerfið.Áhættan ekki nógu vel útskýrðÞóra segir áhættuna af útgöngu ekki hafa verið skýrða nógu vel fyrir almenningi. „Ég var að tala við vini mína sem starfa í erlendum banka, frönskum banka, og þeir segja að þeir hefðu fyrir nokkrum vikum ákveðið að eiga ekki í neinum samskiptum við breska banka í ákveðinn tíma þar til þeir vissu hvað myndi gerast. Og í kjölfarið mun óvissan halda áfram ef við förum út. Því er mjög líklegt að þetta hafi mjög mikil áhrif á bresku bankana og myndi þar af leiðiandi hafa snjóboltaáhrif á hagkerfið.“ Búist er við fyrstu tölum eftir miðnætti að íslenskum tíma.Kjörsóknin gæti ráðið úrslitumBaldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor segir mjög erfitt að segja til um hver úrslitin verða. „Það gæti ráðist af kjörsókninni. Þeir sem líklegastir eru til að mæta á kjörstað eru eldri, hvítir kjósendur Íhaldsflokksins og þeir kjósa helst á móti aðild að sambandinu. Þannig að ef það verður lítil kjörsókn gæti nei-hreyfingin unnið sigur en ef ungir kjósendur fylkjast á kjörstað, sem eru líklegri til að kjósa með aðild, þá gæti sá hópur náð yfirhöndinni.“Ef Bretar ákveða að yfirgefa Evrópusambandið, hvaða áhrif hefur það á Evrópusambandið, Breta og Ísland?„Það er mikil óvissa varðandi alla þessa þrjá þætti sem þú nefnir. Þetta hefði mikil áhrif á Evrópusambandið. Það myndi leiða til umræðu innan allra ríkja um galla sambandsins og hugsanlega úrsögn úr sambandinu eins og í Danmörku, Svíþjóð og Hollandi. Hvað Bretland varðar þá bíður Breta það erfiða verkefni að semja við Evrópusambandið upp á nýtt varðandi viðskiptakjör, og svo er spurningin ef munur verði á því hvernig Skotar greiða atkvæði og restin af Bretlandi þá gæti þetta hugsanlega leitt til ákalls um nýja þjóðaratkæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands.“ Baldur segir að staða David Cameron forsætisráðherra yrði mjög erfið ákveði Bretar að ganga úr sambandinu og myndu bæði stjórnarandstæðingar og andstæðingar ESB-aðildar innan Íhaldsflokksins kalla eftir afsögn hans.
Brexit Tengdar fréttir Bretar ganga að kjörborðinu í dag Kosið verður um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu í dag. Hart var barist á lokametrum kosningabaráttunnar og hamrað var á málstaðnum. Afar lítill munur mælist í skoðanakönnunum en skoðanakannanir í Bretlandi hafa ekki reynst áreiðanlegar. 23. júní 2016 07:30 Útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins Prófessor í sagnfræði segir líkur á að fleiri íhugi að hverfa á brott úr sambandinu, ákveði Bretar að segja sig úr því. 23. júní 2016 14:15 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Bretar ganga að kjörborðinu í dag Kosið verður um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu í dag. Hart var barist á lokametrum kosningabaráttunnar og hamrað var á málstaðnum. Afar lítill munur mælist í skoðanakönnunum en skoðanakannanir í Bretlandi hafa ekki reynst áreiðanlegar. 23. júní 2016 07:30
Útganga Breta gæti leitt til endaloka Evrópusambandsins Prófessor í sagnfræði segir líkur á að fleiri íhugi að hverfa á brott úr sambandinu, ákveði Bretar að segja sig úr því. 23. júní 2016 14:15