Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er í 16. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem var gefinn út í dag.
Íslensku stelpurnar hækka um fjögur sæti á listanum þökk sé sigrunum öruggu á Skotlandi og Makedóníu í undankeppni EM 2017.
Ísland er í 9. sæti af Evrópuþjóðum á heimslistanum en var í því ellefta á síðasta lista.
Heimsmeistarar Bandaríkjanna eru enn á toppi heimslistans. Þjóðverjar eru í 2. sæti, Frakkar í 3. sæti og Englendingar í því fjórða. Þrettán efstu þjóðirnar á listanum standa í stað frá því hann var síðast gefinn út.
Skotar, sem Ísland vann 4-0 fyrr í mánuðinum, eru í 21. sæti listans.
Efstu 20 þjóðirnar á heimslista FIFA:
1. Bandaríkin
2. Þýskaland
3. Frakkland
4. England
5. Ástralía
6. Svíþjóð
7. Japan
8. Brasilía
9. Norður-Kórea
10. Kanada
11. Noregur
12. Kína
13. Holland
14. Spánn
15. Sviss
16. Ísland
17. Nýja-Sjáland
18. Ítalía
19. Suður-Kórea
20. Danmörk
Listann í heild sinni má sjá með því að smella hér.
Kvennalandsliðið það sextánda besta í heiminum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham
Enski boltinn


ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni
Íslenski boltinn

Brentford bætti við algjöra martröð Leicester
Enski boltinn


Jón Dagur í frystiklefa í Berlín
Fótbolti



