Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er í 16. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem var gefinn út í dag.
Íslensku stelpurnar hækka um fjögur sæti á listanum þökk sé sigrunum öruggu á Skotlandi og Makedóníu í undankeppni EM 2017.
Ísland er í 9. sæti af Evrópuþjóðum á heimslistanum en var í því ellefta á síðasta lista.
Heimsmeistarar Bandaríkjanna eru enn á toppi heimslistans. Þjóðverjar eru í 2. sæti, Frakkar í 3. sæti og Englendingar í því fjórða. Þrettán efstu þjóðirnar á listanum standa í stað frá því hann var síðast gefinn út.
Skotar, sem Ísland vann 4-0 fyrr í mánuðinum, eru í 21. sæti listans.
Efstu 20 þjóðirnar á heimslista FIFA:
1. Bandaríkin
2. Þýskaland
3. Frakkland
4. England
5. Ástralía
6. Svíþjóð
7. Japan
8. Brasilía
9. Norður-Kórea
10. Kanada
11. Noregur
12. Kína
13. Holland
14. Spánn
15. Sviss
16. Ísland
17. Nýja-Sjáland
18. Ítalía
19. Suður-Kórea
20. Danmörk
Listann í heild sinni má sjá með því að smella hér.
Kvennalandsliðið það sextánda besta í heiminum
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
