Læra að vera við stjórn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. júní 2016 10:15 Gauti, Helga og Hekla skelltu sér glaðbeitt í þriggja manna far fyrir myndatökuna. Vísir/Eyþór Í Nauthólsvíkinni eru marglitir kajakar að tínast að bryggju í sólskininu. Meðal þeirra sem þar eru að sigla eru Gauti Einarsson átta ára og vinkonurnar Hekla Margrét Halldórsdóttir og Helga Sigurðardóttir tíu ára. „Við erum búin að vera úti á sjó í tvo tíma og sigla lengst inn í voginn,“ segir Hekla. Öll eru þau á vikulöngu siglinganámskeiði hjá Siglunesi í fyrsta skipti og þetta er dagur þrjú. „Mamma bara skráði mig á námskeiðið og ég var ekkert hress með það fyrst, hélt það yrðu bara allir saman á báti og enginn væri að læra neitt. En núna finnst mér gaman,“ segir Gauti. „Mömmur okkar Heklu vildu að við færum saman að velja eitthvert námskeið og við ákváðum þetta,“ lýsir Helga. „Ég hef oft farið á sjó áður,“ segir Hekla. „Frændi minn er á bát og ég fer mjög oft með honum. Hann veiðir stundum og stundum er hann bara að leika sér að sigla.“ Helga er líka vön. „Það er árabátur við sumarbústaðinn okkar sem ég fer oft á, hann er við Álftavatn í Grímsnesi.“ „Og ég fer á hverju ári út í eyju að tína æðardún í Trékyllisvík í Árneshreppi,“ segir Gauti og bætir við sögu. „Ég kom með þrjá æðarunga heim í Árnes og einn þeirra dó því hann var með gat á maganum. Mamma mömmu minnar á heima í Árnesi og þar er sveitin mín.“ En hvað skyldi krökkunum þykja erfiðast við að sigla? „Að hafa stjórn á bátnum,“ svarar Hekla. „Já, það er dálítið erfitt að beygja á sumum bátum,“ tekur Helga undir. „Það á að minnsta kosti við um árabáta,“ segir Gauti. „Mér finnst frekar létt að beygja á kajak. Maður rekur bara árina niður í vatnið og þá beygir hann.“ Krakkar Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Í Nauthólsvíkinni eru marglitir kajakar að tínast að bryggju í sólskininu. Meðal þeirra sem þar eru að sigla eru Gauti Einarsson átta ára og vinkonurnar Hekla Margrét Halldórsdóttir og Helga Sigurðardóttir tíu ára. „Við erum búin að vera úti á sjó í tvo tíma og sigla lengst inn í voginn,“ segir Hekla. Öll eru þau á vikulöngu siglinganámskeiði hjá Siglunesi í fyrsta skipti og þetta er dagur þrjú. „Mamma bara skráði mig á námskeiðið og ég var ekkert hress með það fyrst, hélt það yrðu bara allir saman á báti og enginn væri að læra neitt. En núna finnst mér gaman,“ segir Gauti. „Mömmur okkar Heklu vildu að við færum saman að velja eitthvert námskeið og við ákváðum þetta,“ lýsir Helga. „Ég hef oft farið á sjó áður,“ segir Hekla. „Frændi minn er á bát og ég fer mjög oft með honum. Hann veiðir stundum og stundum er hann bara að leika sér að sigla.“ Helga er líka vön. „Það er árabátur við sumarbústaðinn okkar sem ég fer oft á, hann er við Álftavatn í Grímsnesi.“ „Og ég fer á hverju ári út í eyju að tína æðardún í Trékyllisvík í Árneshreppi,“ segir Gauti og bætir við sögu. „Ég kom með þrjá æðarunga heim í Árnes og einn þeirra dó því hann var með gat á maganum. Mamma mömmu minnar á heima í Árnesi og þar er sveitin mín.“ En hvað skyldi krökkunum þykja erfiðast við að sigla? „Að hafa stjórn á bátnum,“ svarar Hekla. „Já, það er dálítið erfitt að beygja á sumum bátum,“ tekur Helga undir. „Það á að minnsta kosti við um árabáta,“ segir Gauti. „Mér finnst frekar létt að beygja á kajak. Maður rekur bara árina niður í vatnið og þá beygir hann.“
Krakkar Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira