Enski boltinn

Tíu Haukar unnu Keflvíkinga í sjö marka leik | Úrslitin í Inkasso deild karla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Andri Marinó
Grindvíkingar misstu að tækifærinu að vera einir á toppi Inkasso-deildar í kvöld þegar þeir fengu á sig jöfnunarmark á fjórðu mínútu í uppbótartíma.

Fjórir leikir fóru fram í Inkasso-deildinni í kvöld og mest var skorað á Ásvöllum þar sem heimamenn í Haukum unnu 4-3 sigur á Keflavík þrátt fyrir að leika manni færri í meira en 50 mínútur.

Framarar unnu endurkomusigur á Leikni og er nú komnir í hóp efstu liða þrátt fyrir að hafa aðeins fengið tvö stig í fyrstu þremur leikjum sínum.

Ingi Rafn Ingibergsson tryggði Selfossi stig í Grindavík þegar hann jafnaði á 93. mínútu en Grindvíkingar hefðu verið með þriggja stiga forystu á toppnum ef að þeir hefði haldið út.

Leiknir F. komst upp úr fallsæti með 2-0 sigri á nágrönnum sínum. Huginn lék manni færri frá 27. mínútu.  



Úrslit og markaskorara í 1. deild karla í kvöld:

Fram - Leiknir R. 2-1

0-1 Kristján Páll Jónsson (49.), 1-1 Hlynur Atli Magnússon (70.), 2-1 Dino Gavric (76.)

Haukar - Keflavík 4-3

1-0 Aron Jóhannsson, víti (7.), 1-1 Hörður Sveinsson (26.), 2-1 Elton Renato Livramento Barros (27.), 3-1 Alexander Helgason (34.), 4-1  Alexander Helgason (71.), 4-2 Jónas Guðni Sævarsson (75.), 4-3 Páll Olgeir Þorsteinsson (90.+4).

Grindavík - Selfoss 1-1

1-0 Juan Manuel Ortiz Jimenez (20.), 1-1 Ingi Rafn Ingibergsson (90.+3).

Huginn - Leiknir F. 0-2

0-1 Antonio Calzado Arevalo (4.), 0-2 Kristófer Páll Viðarsson (56.).

Upplýsingar um markaskorara eru meðal annars fengnar frá ksi.is, fótbolti.net og úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×